Stapavík

Stapavík & Gönguskarð

Leiðir númer 6 og 7 á gönguleiðakortinu Víknaslóðir

Stapavík er lítil klettavík út við sjó við Héraðsflóa austanverðan. Þar var áður uppskipunarhöfn og er víða að finna á leiðinni þangað mannvistarminjar sem tengjast verslun og útræði fyrr á öldum. Söguskilti er að finna á nokkrum stöðum sem gera sögunni skil. Áður fyrr var þetta alfaraleiðin til Borgarfjarðar frá Úthéraði. Gengið eða riðið út með Selfljóti og ofan Stapavíkur var farið yfir Gönguskarð til Njarðvíkur. Víða sést móta vel fyrir gömlu hestagötunni sem farin var gegnum aldirnar.

Hægt að ganga fram og til baka að Stapavík frá Unaósi eða halda áfram yfir Gönguskarð líkt og á myndbandinu. Leiðin er vel merkt og greiðfær.