Hefðbundinn dagur

 Dagskipulag

Dagskipulagið myndar ramma um starfið í leikskólanum. Það heldur lífinu í skólanum í hæfilega föstum skorðum og skapar öryggi og festu sem eykur vellíðan barna og starfsfólks.

Kl.8:00 -  9:00      Frjáls leikur úti/inni
Kl. 9:00 - 9:30      Sögustund
Kl. 9:30 - 9:50      Ávaxtastund
Kl.10: 00 - 10:30    Valstund / hreyfing  ( samstarf leik-og grunnskóla )
Kl. 10:30 - 11:20    Valstund / vettvangsferð / þemavinna
Kl. 11:30 - 11:50    Samveru- og söngstund 
Kl. 1200 - 12:40    Hádegismatur
Kl. 12:45 -14:00     Róleg stund / Hvíld / vinnustund
Kl. 14:00 - 14:45    Valstund / smiðja
Kl. 14:45 - 15:10    Nónhressing
Kl. 15:10 - 16:00     Frjálsleikur úti/inni - heimferð

 Móttaka:  Við tökum á móti hverju barni og foreldrum þess með virðingu og  gleði. Með því leggjum við grunn að góðum degi.

Samveru- og söngstund :  Í þessum stundum eru lesnar eða sagðar sögur, leiknir leikir, sungið og spjallað saman. Áhersla er á þátttöku allra og vellíðan. Söngur gefur gott tækifæri til þátttöku allra, hann er gleðigjafi og tengingarleið við menn og málefni.

Sögustund:  Lestnar eða sagðar sögur. Stundum koma nemendur grunnskólans og lesa fyrir okkur  eða við skoðum saman bækur. 

Máltíðir:  Sinna þarf næringarþörf barnanna með góðum og hollum mat. Við borðum í skólamötuneytinu með nemendum grunnskólans og eldri borgurum. Í ávastastund og nónhressingu borðum við ávexti, grænmeti og drekkum vatn eða mjólk. Við leggjum áherslu á góða borðsiði en viljum jafnframt kenna börnunum að njóta þeirra félagslegu aðstæðna sem skapast við sameiginlegar máltíðir og leggjum áherslu á frið og ró við matarborðið.

Hreinlæti: Sinna þarf hreinlætisþörfum hvers og eins af natni.  Við leggjum grunn að góðum hreinlætisvenjum barnanna með því að kenna þeim handþvott eftir útivist og salernisferðir og fyrir máltíðir.

Að klæða sig úr og í :  Íslensk veðrátta gerir kröfur til góðs skjólfatnaðar mikinn hluta ársins. Veigamikill þáttur í uppeldi er útivist barnanna og hreyfing í öruggu umhverfi. Yngstu börnunum er sinnt hverju og einu við að klæða sig. Smám saman krefjast þau þess að bjarga sér sjálf og ber að virða sjálfsbjargarviðleitni þeirra og ýta undir hana. Í forstofunni gefst oft góður tími til að spjalla við barnið, fræða það um líkamann, fatnað, veðurfar og annað sem örvar málþroska þess og orðaforða. Áhersla er lögð á að börnin læri að ganga snyrtilega frá fatnaði sínum og að þau taki þátt í frágangi.

Útivist:  Með daglegri útivist í frjálsum leik er komið til móts við hreyfiþörf  barnanna. Í útivistinni fær barnið frelsi til að nota raddstyrk og grófhreyfigetu að vild án þess að trufla aðra.

Vettvangsferð / útinám: Farið í lengri ferðir og kenndir ákveðnir námsþættir útivið.

Vinnustund: Unnið með ákveðin verkefni tengd málörvun og stærðfræði. 

Valstund: Nemendur velja sér ákveðið viðfangsefni og vinna með það í ákveðinn tíma. Regluleikir, hlutverka- og þykjustuleikir, sköpunar- og byggingaleikir. 

Dans : Dans, tónlist og hreyfileikir.  

Söngur og samskipti: Samvera með nemendum grunnskólans þar sem við syngjum, dönsum förum í leiki og spjöllum saman.

Hreyfing: Unnið er með grófhreyfingar, samhæfingu, úthald og jafnvægi úti í náttúrunni, í sal Fjarðarborgar eða í Sparkhöllinni.

Smiðja: Nemendur vinna verkefni að eigin vali/þematengt úr endurvinnanlegum efniviði.

Heimferð: Við kveðjum börnin og foreldra þeirra að loknum vinnudegi og leggjum áherslu á að börnin fari sátt heim svo þau hlakki til að koma aftur til starfa næsta dag.