Hvannstóð
(eftir handriti Sveins Bjarnasonar)
Landamerki jarðarinnar eru þessi: Að austan ræður Þverá og síðan Lambadalsá upp á
fjallseggjar. Að sunnan fjallseggjar á milli Lambadalsár og Fjarðarár. Að vestan ræður
Fjarðará frá Mýnesskarði að Merkjagarði. Að norðan forn landamerkjagarður er nær
frá Markeyri að Víðireyri við Þverá. Láglendið milli Þverár og
Fjarðarár heitir Tungur. Með Lambadalsá heitir Lambadalur en fyrir botni dalsins heita eggjarnar
Hvannstóðseggjar. Út frá þeim á milli Lambadals og Hvannstóðsdals liggur tindaröð:
Hvannstóðstindur. Austasti tindurinn séð frá bænum heitir Rauðkollutindur, þá
Krosstindur og vestast Nóntindur. Vestan Hvannstóðstinds er Jónsskarð (þá
Jónsfjall) og Mýrnesskarð.
Austan Fjarðarár heitir Hvannstóðsdalur út að hlaupi. Við Þverána rétt innan
við landamerkjagarðinn er fremur lágur klettur sem nefnist Klyf. Yfir hann liggja götutroðningar með ánni. Innan við hann með
Þveránni heita Þverárbakkar en fyrir vestan Dýjablá. Fyrir framan
Dýjablána heita Lambadalsármóar. Eru það hrísmóar sem ná inn að
Lambadalsá og vestur að Króarholti. Austan við Fjarðarána heitir Ás. Er
það langur og beinn melur sem nær út á móts við Grund og inn á móts við Hvannstóð. Austan
við hann er Áslækurinn. Beint inn af Ásnum er allhár melur sem heitir Króarholt. Framan við
það er djúpur skorningur, sem sker það frá fjallsrótum, sem heitir Lækjardalur. Vestur úr honum rennur
Brunnalækur og við hann er Brunnalækjarmýri. Upp frá Lækjardal austan til heita Klofar en
fyrir vestan þá, ofan við Lækjardal, heita Dýjabotnar. Ofan við Dýjabotna, vestan til, er hár
melur, sem ber við loft austan við Rauðkollutind séð frá bænum, sem heitir Laskamelur.
Austast í Klofunum er Klofalækur og rennur í Lambadalsá. Austan við hann er
Háabrún er það hár og breiður melur sem myndar hlíðar Lambadals hið ytra. Utan til á
Lambadal við Lambadalsárgilið er hár melur sem nefnist Kollóttimelur. Innar á Lambadal
eru Ytri- og Innri-Þverhryggir og ná þeir neðan frá á og upp á Tind. Þar eru
einnig Rauðusteinar. Vestur úr Lambadal innst eru Uppgöngur. Þar er gengt á Tindinn og inn
á Eggjar.
Vestan við bæinn er Bæjarlækurinn. Innan við hann eru aðal engjarnar. Þar sem þær ganga lengst inn og upp heita
Kaplaenni. Í fjallinu rétt ofan við þau er smá hjalli er heitir Kúahjalli. Upp af Kúahjalla
eru Kúabotnar en fyrir vestan þá Svartibotn.
Fyrir framan Kaplaennið rennur lækur í djúpu gili, Sellækur. (Lítil eins hreyfils flugvél nauðlenti
þar 5. janúar 1976). Innan við hann er Selbrekkan, er hún kjarri vaxin neðst. Í brúninni fyrir ofan Selbrekkuna
eru tvær klettanippur er Nýpur heita. þá tekur við hlaupið og fyrir ofan það er Hlaupbotn.
Á Hvannstóðsdal eru þrír allstórir engjablettir sem heita Ystastykki, Miðstykki og
Innstastykki. Upp frá þeim eru brattar hlíðar en þar fyror ofan breiður hjalli er heita Brúnir. Vestan við
Hvannstóðstind, innan til, er Hrútahjallinn. þar fyror innan eru Sveifar vestur að
Jónsskarði. Fyrir botni dalsins renna margar smáár í Fjarðarána. Á milli þeira heita
Þrætutungur. Innan við þær er lágt klettabelti sem nær á milli Hvannstóðstinds og
Beinageitarfjalls sem hnefnist Klyf.