Grunnskóli Borgarfjarðar eystra
Netfang skólastjóra:
anna.einarsdottir@mulathing.is
Netfang leikskóla: sylvia.jonsdottir@mulathing.is
Netfang umsjónarkennara: sigurdur.sigurdsson@mulathing.is
Netfang kennara yngri deildar:
tinna.magnusson@mulathing.is
Sími skólastjóra: 470-0560
Sími grunnskóla (kennarastofa) 470-0561
Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heildstæður grunn- og leikskóli þar sem litið er á nám nemenda frá leikskóla til grunnskóla sem eina heild. Í öllu skólastarfinu er rými fyrir fjölbreytta kennsluhætti og samþættingu námsgreina samhliða metnaði fyrir bóklegum greinum. Skapandi störf nemenda, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu eru hluti af daglegu skipulagi námsins, ásamt útikennslu. Skipulag náms, kennsluhættir og námsmat er fjölbreytt og miðar að virku nemendalýðræði. Nám barnanna á öllum stigum tekur mið af þessum einkennum og er einstaklingsmiðað.
Skólinn okkar er í stöðugri þróun og mótun en þróunarverkefni næstu ára fela í sér að efla fjölbreytta kennsluhætti, auka nemendalýðræði, vinna markvisst að samvinnu heimila og skóla og auka á val og þemanám með það að markmiði að gera nemendur ábyrga námsmenn og manneskjur sem aðhyllast heilbrigt líferni í nútímasamfélagi.
Einkennisorð skólans og yfirmarkmið alls þess sem við tökum okkur fyrir hendur eru gleði, árangur og virðing. Sjá nánar undir flipunum um skólahald deildanna.