Álfa og vættasögur


Margar sögur tengdar álfum og huldufólki Álfahirðin á álfadansiog samskiptum þeirra við mannfólk eru til úr Borgarfirði eystri. Meðal álfabyggða í Borgarfirði og nágrenni má nefna Álfaborg, þar sem álfadrottning Íslands er sögð búa, Lobbuhraun, Hvolshóll, Dyrfjöll, Sólarfjall og Blábjörg, þar sem álfabiskupinn býr. Álfakirkjan í hreppnum er Kirkjusteinn í Kækjudal en þar er einnig Kollur sem tengist líka álfatrú. Fleiri borgfirskar verur koma fyrir í þjóðsögum svo sem skessan Gellivör í Staðarfjalli, Gletta í Glettingi, Gríður í Gríðarnesi og óvætturinn Naddi í Njarðvíkurskriðum. Þá kannast margir við söguna Móðir mín í kví kví, en hún er frá Loðmundarfirði. Nokkrar sögur fylgja hér með en nánar má um þetta lesa m.a. í þjóðsögum Jóns Árnasonar og Sigfúsar Sigfússonar. Sjá má lista með þessum sögum hér til vinstri og hægt að hlusta á aðrar hérna fyrir neðan.