Fundargerð
17121220
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2012 mánudaginn 17.
desember kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón
Þórðarson og Ólafur, Bjarni í stað Kristjönu. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu
þess efnis að 2. dagskrárliður verði málefni Atvinnuþróunarsjóðs. Tillagan samþykkt og
færast aðrir dagskrárliðir aftur sem því nemur.
1. Málefni Safnahússins á Egilsstöðum.
Farið yfir minnisblað KPMG frá 6. des. um Safnahúsið á Egilsstöðum vegna
hugsanlegrar yfirtöku Fljótsdalshéraðs á eigninni.
2. Málefni Atvinnuþróunarsjóðs
Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs samþykkti á fundi sínum þann 5. nóvember sl. að óska
eftir svörum frá aðildarsveitarfélögunum hvort þau ætli að halda áfram aðild sinni að
sjóðnum.
Borgarfjarðarhreppur styður áframhaldandi starfsemi Atvinnuþróunarsjóðsins.
3. Fundargerðir:
a. Stjórn SSA 22. nóvember. Lögð fram til kynningar.
b. Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 30.11.12. Lögð fram til kynningar.
c. Skólaskrifstofa aðalfundur 23.11.12. Lögð fram til kynningar.
Samkv. upplýsingum frá Siglingastofnun er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu
til viðgerðar á garðinum milli lands og hólma á næsta ári í samgönguáætlun,
framkvæmdin er á áætlun 2014. Áætlunin gerir ráð fyrir sjóvörnum á Bökkum
2016.
b. Áhaldahús, flutningur á slökkvuliði og björgunarsveit í nýja húsið stendur yfir.
c. Framkvæmdir.
Sveitarstjóri lætur framkvæma verðkönnun á lagfæringum rotþróa við
Svínalæk.
Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð
03121219
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2012 mánudaginn 03. des. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, og Ólafur. Bjarni mættur í stað Kristjönu.
- Fjárhagsáætlun 2013 með þriggja ára áætlun 2014-2016 síðari umræða.
Að lokinni umræðu um fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt
einróma með áorðnum breytingum.
Helstu niðurstöður í þús. kr. A og B-hluti
Skatttekjur
38.180
Framlög Jöfnunarsjóðs 44.872
Aðrar tekjur 24.235
Tekjur samtals 107.287
Gjöld
103.700
Fjármagnstekjur (2.505)
Rekstrarniðurstaða 1.082
Veltufé frá rekstri 10.769
Fjárfesting ársins 11.000
- Fundargerðir:
Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns 22. Nóvember
Lögð fram til kynningar
Aðalfundur Héraðsskjalasafns 2012
Lögð fram til kynningar
Stjórn Brunavarna 6.11.2012
Lögð fram til kynningar
- Skýrsla
sveitarstjóra
Símamál eru í vinnslu von á tilboði í viðhald tenginga ínní hús, GSM samband til athugunar og úrbætur til skoðunar
hjá Símanum. Rætt um málefni safnahúss á Egilsstöðum en uppi eru hugmyndir um að Fljótsdalshérað yfirtaki húseignina.
Ferðamálahópurinn og Borgarfjarðarhreppur stóðu að umsókn um aðild að Eden verkefninu sem hefur verið kynnt á
„borgarfjordureystri.is“ Borgarfjarðarhreppur mun greiða árgjald að samtökunum.
Fundi slitið kl:
18:50
Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð
19111218
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2012 mánudaginn 19. nóv . kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Jón Þórðarson, og Ólafur. Bjarni mættur í stað Kristjönu.
1. Fjárhagsáætlun 2013 með þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrri umræða. Að lokinni umræðu um
fjárhagsáætlunina var hún borin upp og samþykkt einróma.
2. Kjörstjórnarlaun vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
Kjörstjórnarlaun ákveðin kr. 35.000 á hvern nefndarmann.
3. Héraðsskjalasafn, fulltrúi á aðalfund
Kristjana Björnsdóttir verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps Jón Þórðarson til vara.
4. Erindi frá Margréti Halldórsdóttur
Margrét óskar eftir að Borgarfjarðarhreppur falli frá forkaupsrétti og kaupskyldu að að
fasteign hennar Víkurnesi 1.
Erindið samþykkt einróma.
5. Bréf:
a. Snorraverkefnið
Óskað eftir fjárstuðningi við Snorraverkefnið, eða að tekið verði á móti þáttakanda
í starfsþjálfun í þrjár vikur sumarið 2013.
b. Landsbyggðin lifi
Óskað eftir styrk til samtakanna.
c. Stígamót
Óskað eftir fjárstuðningi til starfseminnar.
Öllum erindum hafnað.
6. Skýrsla sveitarstjóra
Unnið er að úrbótum á dreifikerefi Símans í þorpinu. Þegar því verki er lokið verður gerð úttekt á
stöðu mála í hreppnum og yfirmenn Símans halda fund með hreppsnefnd um framhaldið.
Fundi slitið kl: 18:55
Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð
05111216
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2012 mánudaginn 5. nóv. kl.17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Fjárhagsáætlun 2013
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar. Stefnt að vinnufundi í byrjun næstu viku.
- Útsvarsprósenta 2013
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 14.48% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitfélög sem
nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.
- Fasteignagjöld 2013
Gjöldin óbreytt að öðru leiti en því að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hækkar úr 1,25% í 1,45%.
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 12.500- á íbúð, kr. 7.000- þar sem
lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000- Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu, Sorpeyðingargjöld: 5.000- á
íbúð. Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 7.500- FKS kr. 50.000- Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000-
á rotþró. Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000- lágmarki kr. 5.000- FKS kr.
30.000-Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á
atvinnuhúsnæði 1,45%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.
- Reglur og gjaldskrár frá félagsmálanefnd
Á fundi félagsmálanefndar 15. okt. s.l. voru teknar fyrir eftirfarandi reglur;
· Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk (nýjar reglur). Um er að ræða
tímabundi tilraunaverkefni.
· Reglur um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra (fyrri reglur uppfærðar án
innihaldslegra breytinga).
· Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra (fyrri gjaldskrá
uppfærð).
Hreppsnefnd hefur kynnt sér reglurnar og samþykkir þær.
- Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Ólafs borið undir atkvæði og fellt með fjórum atkvæðum gegn
einu.
Í bréfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 19. okt. s.l. segir: ,,Vísað er til umsóknar yðar um úthlutun
byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthluta kvóta til
sveitarfélagsins, sem hér segir:
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI 82 þorskígildistonn.”
Fiskistofa annast úthlutun á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.
- Fundargerðir:
Stjórn Skólaskrifstofu 25.10.; Stjórn Brunavarna á Austurlandi 29.10.;
Aðalfundur HAUST
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra: Rætt um refa- og minnkaveiðar, kostnaður er kr. 757 þús. það sem af er ári. Hreppsnefnd mun á
næstudögum funda með forsvarsmönnum Símans vegna óviðunandi ástands á dreifikerfi Símans í Borgarfjarðarhreppi.
Fundi slitið kl:
19.15
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð
15101215
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2012 mánudaginn 15. okt. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson í stað Ólafs.
- Undanþága frá skipulagsreglugerð
Borist hefur erindi frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu dags. 2. okt. sl. þar sem vísað er ,,til erindis Landmótunar f.h. lóðarhafa
og skipulagsfulltrúa Borgarfjarðarhrepps dags. 8. ágúst sl. og 16. ágúst sl. þar sem óskað er eftir undanþágu frá
ákvæði í gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 þar sem segir að í deiliskipulagi svæða utan þéttbýlis skuli
þess gætt að ekki sé byggt nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m. Er
óskað eftir undanþágu í tengslum við byggingu tveggja geymsla á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði í 15 m
fjarlægð frá miðlínu Loðmundarfjarðarvegar F946.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir einróma að óska eftir því við Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið að umrædd
undanþága verði veitt. Hreppsnefnd vill láta þess getið að erindi er varðar undanþágu þessa barst fyrst með bréfinu sem dagsett
er 2. okt. 2012.
- Fundargerð 46. aðalfundar SSA
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Erindi frá Landssambandi hestamannafélaga
Óskað er eftir því að Borgarfjaðarhreppur leggi Landsambandinu til 100 þúsund króna á ári næstu fjögur ár vegna
skráningar reiðvega. Erindinu hafnað.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Upplýsingar um umferð á Vatnsskarði eru aðgengilegar á heimasíðunni borgarfjordureystri.is
Fundi slitið kl:
18.55
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
01101213
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2012 mánudaginn 1. okt. kl. 18.25 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Bjarni í stað Kristjönu. Fundi seinkaði vegna fundar með þingmönnum
Norðausturkjördæmis.
- Fundarboð aðalfundur HAUST 2012
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps á fundinum verður Bjarni Sveinsson.
- Fundargerð SSA 15. september 2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Erindi:
Erindi frá Veraldarvinum þar sem boðnir eru sjálfboðaliðar til starfa á árinu 2013. Tekið til athugunar við gerð
áætlana. Loftmyndir ehf bjóða þjónustu við kortagerð og hnitsetningar, Borgarfjarðarhreppur hefur nú þegar samning við Loftmyndir
ehf.
- Skýrsla sveitarstjóra:
Brunabót, ágóðahlutagreiðsla ársins er kr. 177.000.
Sagt frá minnisblaði Kristjáns Helgasonar verkfræðings hjá Siglingastofnun um hafnarmannvirki og sjóvarnir á Borgarfirði. Skemmdir eru á
dekki gömlu bryggjunnar á Bakkagerði, áætlaður viðgerðarkostnaður er 2-3 miljónir. Skemmd er á garði út í
Hafnarhólma á 50-55 metra kafla. Þörf er á að endurraða og bæta grjótkápuna og etv hækka um eina steinaröð.
Átlaður kostnaður 10-15 miljónir. Einnig er þörf á viðgerð sjóvarnargarðs við þorpsgötu á 25-30 metra kafla. Haft
verður samband við Siglingastofnun og Vegagerðina um nauðsynlegar viðgerðir.
Fundi slitið kl:
19.50
Jón Þórðarson
ritaði
Fundargerð
17091213
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2012 mánudaginn 17. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Stofnun samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Bæjarstjórar Dalvíkurbyggðar, Snæfellsbæjar, Vestmannaeyja, Grindavíkur og Fjallabyggðar eiga frumkvæði að því að
stofnuð verði samtök sveitarfélaga sem hagsmuna eiga að gæta í sjavarútvegi. Borgarfjarðarhreppur hefur fengið boð um
þátttöku í samtökum þessum og mun eiga þar einn fulltrúa, árgjald Borgarfjarðarhrepps verður kr. 50 þúsund.
Hreppsnefndin samþykkir einróma þáttöku og mun sveitarstjóri verða fulltrúi á stofnfundi samtakanna.
- Könnun á gerlamengun í strandsjó á Borgarfirði eystri sumarið 2012
21. ágúst s.l. voru tekin sýni af strandsjó á 7 stöðum í Borgarfirði. Úrbóta er þörf á þremur
stöðum í eldri hluta fráveitukerfisins. Við nýju hótelin, sem hafa fráveituvirki skv. nútímalegum kröfum eru ekki
ummerki um skolpmengun í sjónum.
Sveitarstjórn um gera tímasetta áætlun til úrbóta og kynna fyrir Heilbrigðisnefnd.
- Byggðakvóti fiskveiðiársins 2012/2013
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið, fellt með 4 atkvæðum gegn 1.
Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.
- Fundargerð SSA 3. september 2012
Fundargerð stjórnar SSA lögð fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir fjárhagsstöðu Héraðsskjalasafns. Stefnt er að því að fulltrúi Borgarfjaðarhrepps muni, ásamt
fulltrúum nágranna sveitarfélaga, ganga á fund fjárlaganefndar 15. okt. n.k. Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012
liggur fyrir og er í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Fundi slitið kl:
19
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
03091212
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2012 mánudaginn 3. sept. kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Niðurfelling vega af vegaskrá
Með gildistöku vegalaga nr. 80/2007 var skilgreiningu þjóðvega breytt. Eftir breytingarnar telst þorpsgatan, frá vegamótum við Hreppsstofu
að vegamótum að Bakkagerðiskirkju, ekki lengur þjóðvegur samkvæmt skilgreiningu Vegagerðarinnar og mun Vegagerðin því hætta að
greiða fyrir viðhald og þjónustu á umræddum vegarkafla frá og með 1. janúar 2013. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps mótmælir
þessari breytingu og bendir á að í 8. gr. laganna segir: ,, Þó er heimilt að láta stofnveg ná til flugvallar og hafnar sem er
mikilvæg fyrir ferðaþjónustu og flutninga.“
- Grunnskólinn 2012-2013
Samkvæmt skólahaldsáætlun er kennslustundafjöldi fyrir skólaárið 2012 til 2013 97,5 kennslustundir á viku þar af 11,5
sérkennslutímar. 18 nemendur eru í Grunnskóla Borgarfjarðar á þessu skólaári í 1. til 10. bekk og er þeim kennt í
þremur deildum. Stöðugildi við Grunnskólan eru 6. Hreppsnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti, en staðfesting skólanefndar liggur ekki
fyrir.
- Hafnarsambandsþing í Vestmannaeyjum 20. -21. sept.
Jón Þórðarson verður fulltrúi á fundinum.
- Fundargerð SSA 24. ágúst 2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra
a) 6 mánaða uppgjör: Árshlutareikningur lagður fram og yfirfarinn. Tekjur A og B hluta eru 52.871.000 en gjöld 61.484.000 halli er á
rekstri 9.845.000. Í tekjuhliðina vantar hluta framlaga Jöfnunarsjóðs sem greiddur verður á síðari hluta ársins. Ekki er
ástæða til að ætla annað en reksturinn verði í jafnvægi um áramót.
b) Framkvæmdir: Verið er að leggja bundið slitlag á plön og vegi eins og ákveðið var. Fyrir liggur viðgerð á
vatnslögn í Eyrarbratta .
Fundi slitið kl.
19.20
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
07081211
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2012 þriðjudaginn
7. ágúst kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
1. Fjallskil 2012
a) Kosning fjallskilastjóra
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b) Framkvæmd fjallskila
Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður
gangnadaga.
c) Fjallskil í Loðmundarfirði
Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og undanfarin haust.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á mat og gistingu í Loðmundarfirði.
2. Lagning klæðningar 2012
Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir að kr. 5. milj. færu til að legga klæðningu á götur og plön.
Nú liggur fyrir að kostnaður við fyrirhugaðar klæðningar er u.þ.b. kr. 7,2 milj. ákveðið var að bæta í fjárveitingu um
2 milj. til að hægt verði ljúka verkinu.
3. Skýrsla sveitarstjóra
Borgarfjarðarhreppi hefur verið úthlutað úr styrkvegasjóði kr. 1.000.000 sem verður varið til vegabóta á Breiðu- og
Brúnavíkurvegum. Í eftirlitsskýrslu HAUST frá 12. júlí kemur m.a. fram að það vakti athygli hve mikið hefur verið snyrt og
tekið til í hreppnum. Þó voru gerðar tvær athugasemdir og mun sveitarstjóri koma þeim áfram til þeirra sem hlut eiga að
máli. Aðalfundur SSA verður haldinn á Borgarfirði 15. september, Jakob Sigurðsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.
Fundi slitið kl.
19
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð
02071210
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10.fundar á árinu 2012 mánudaginn 2. júlí kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Ólafur, Bjarni Sveinsson mættur í stað Kristjönu.
1.Ársreikningur Fjarðarborgar.
Rekstrartekjur 2011 voru kr.4.421.741 rekstrargjöld 3.290.000 hagnaður ársins eftir fjármagnsliði kr. 1.067.623.
Skuldir samtals kr. 267.281, eigið fé er kr. 18.382.719
2.Ársreikningar:
a.Minjasafns Austurlands 2011, lagður fram til kynningar.
Tekjur voru kr. 22.186.173. Reikningurinn sínir tap uppá kr. 3.515.870 sem er viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstur ársins 2011 hefur vikið
verulega frá áætlun.
b.Markaðsstofa Austurlands 2011, reikningurinn lagður fram til kynningar. Tekjur ársins voru kr. 29.458.343. Afkoma er neikvæð um kr. 536.806.
3.Erindi:
a. Fjárlaganefnd
Um samskipti sveitarfélaga og fjárlaganefndar, fjárlaganefndin bendir á mikilvæga þætti samskiptum sínum við
sveitarfélögin.
b. Frá Umhverfisráðuneyti: Um útgáfu landsáætlunar vegna meðhöndlunar úrgangs. Drög að áætluninni má
sjá á: www.umhverfisstofnun.is
c. Umhverfisstofnun/Skipulagsstofnun: Efnistaka
Sveitarfélög eru minnt á að eftir 1. júlí 2012 þarf að afla framkvæmdaleyfis á nýjum sem og eldri
efnistökusvæðum.
- Skýrsla sveitarstjóra:
-
- Frágangur vegna klæðningar. Rætt um að ganga frá kanti á tjaldstæðisvegi og fegra svæðið næst veginum.
- Fá álit Siglingastofnunar á viðhaldi og hlutverki gamla hafnargarðsins.
- Kjörstjórnarlaun verða þau sömu vegna forsetakosninga og við kosningar til stjórnlagaþings.
- Bræðslan er framundan, rætt um að sporna við að tjaldað sé í hreppslandinu utan tjaldsvæðis og einkalóða.
Fundi slitið
1900
Jón Þórðarson ritaði
Fundargerð
11061209
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2012 mánudaginn 11. júní kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þess efnis að 3.
dagskrárliður verði Kjörskrárstofn. Tillagan samþykkt og færast aðrir dagskrárliðir aftur sem því nemur.
- Kosning oddvita og varaoddvita:
Oddviti kjörinn Jakob Sigurðsson með fimm atkvæðum. Varaoddviti kjörinn Ólafur Hallgrímsson með þremur atkvæðum, Jón Sigmar
Sigmarsson hlaut eitt atkvæði og Kristjana Björnsdóttir eitt atkvæði. Kjörið gildir til loka yfirstandandi kjörtímabils.
- Kjör undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga:
Kjörið er til eins árs og starfar kjörstjórn jafnframt við forsetakosningar og aðrar kosningar á landsvísu eftir því sem lög
standa til. Kjörstjórn skipa:
Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson Varamenn: Helgi Hlynur
Ásgrímsson
Hólmfríður Lúðvíksdóttir
Björg
Aðalsteinsdóttir
Bjarni Sveinsson
Margrét Bragadóttir
- Kjörskrárstofn:v/forsetakosninga 30. júní 2012
Oddvita og sveitarstjóra falið að gera kjörskrá, þegar kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands liggur fyrir.
Kjörskrá skal lögð fram almenningi til sýnis í anddyri Hreppsstofu eigi síðar en 20. júní.
- Fundargerðir:
Skólanefnd 18.05.2012: Hreppsnefndin ræddi fundargerðina og skóladagatal Grunnskólans fyrir árið 2012 til 2013.
Stjórn Héraðsskjalasafns 09.05.2012: Í fundargerðinni kemur m.a. fram að halli varð á rekstri safnsins upp á kr: 5.264.828- Hreppsnefnd
Borgarfjarðarhrepps hefur verulegar áhyggjur af rekstri safnsins.
- Erindi:
a) Skráning hálendis og dreifbýlisslóða:
Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum sendir ályktun þess efnis: ,,Að sveitarfélög sem veiðisvæði
hreindýraveiða nái yfir hafi forgöngu um að skrá og skilgreina slóða.......”
Borgarfjarðarhreppur hefur þegar látið skrá þá slóða sem opnir eru umferð í sveitarfélaginu og eru þeir merktir í
kortagrunni Landmælinga.
b) Erindi til sveitarfélaga þar sem hreindýr ganga:
Náttúrustofa Austurlands og Umhverfisstofnun skora á öll sveitarfélög og búnaðarsambönd á Austurlandi að beita sér fyrir
bættri umgengni og umhirðu lands og hvetja viðkomandi ,,til að stuðla að tiltekt í sínum ranni einkum hvað varðar aflagðar
girðingar.” Hreppsnefndin hefur skilning á erindinu, Borgarfjarðarhreppur hefur á liðnum árum látið fjarlægja töluvert af
ónýtum girðingum. Þó vill hreppsnefnd benda á að hreindýr gera ekki greinarmun á girðingum í notkun og þeim sem
ónýtum eru.
- Skýrsla sveitarstjóra:
Styrktarsjóður EBÍ 2012 minnir aðildarsveitarfélög að sjóðnum á að hægt er að sækja um í fjármuni til
sérstakra framfaraverkefna.
Fundi slitið kl:
18.50
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð
15051208
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2012 þriðjudaginn 15. maí kl. 11 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2011 síðari umræða.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um ársreikninga, reglugerð um bókhald og
ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar ráðuneytis sveitarstjórnamála um reikningsskil sveitarfélaga.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 104,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta
96,9 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið
hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var
álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,10% með álagi.
Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 3,9 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var
jákvæð sem nam 6,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011 nam 164,4 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 163,2 millj. kr.
Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps borinn upp við síðari umræðu og samþykktur einróma.
- Framlag vegna tímabundinnar ráðningar sálfræðings hjá Skólaskrifstofu.
Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands óskar eftir því að sveitarfélögin veiti heimild til að ráða sálfræðing til SKA,
tímabundið í gegnum verkefnið ,,Vinnandi vegur”, en atvinnurekendur eiga kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna.
Ráðningin er hugsuð til 12 mánaða, frá hausti 2012.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir að heimili ráðninguna.
Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður
mánudaginn 11. júní kl: 17
Fundi slitið kl:
11.30
Kristjana Björnsdóttir ritaði.
Fundargerð
16041206
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2012 miðvikudaginn 16. apríl kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar.
1. Sláturfélag Austurlands, ósk um aukið framlag í B-stofnsjóð
Á fundi Sláturfélagsins 15. mars 2012 var ákveðið að færa niður B-stofnsjóð um 76% þar með fór eign
Borgarfjarðarhrepps úr kr. 400 þús. í 96 þúsund. Í bréfi frá 30. mars ,,er þess farið á leit að
Borgarfjaðarhreppur veiti Sláturfélagi Austurlands stuðning sinn með auknu framlagi eigin fjár í B-stofnsjóð.” Hreppsnefnd telur
ekki unnt að leggja félaginu til meira fé að svo stöddu.
2. Fundargerðir/skýrslur
Fundargerð aðalfundar Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra frá 11.04.12 Lögð fram til kynningar. Ársreikningur Dvalar- og hjúkrunarheimilis
aldraðra 2011 lagður fram til kynningar.
3. Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom hjá sveitarstjóra að viðgerð á traktornum er lokið og er kostnaður á aðra milljón króna. Hvatt verður til
hreinsunarátaks meðal íbúa og munu hreppsstarfsmenn hirða rusl sem safnast, nánari tilhögun auglýst síðar. Drögum að
ársreikning 2011 var dreift til hreppsnefndarmanna.
Fundi slitið kl:
18.20
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð
04041205
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2012 miðvikudaginn 4. apríl kl. 9 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Jakobs Sigurðssonar.
Ólafur bar upp tillögu að dagskrárbreytingu og var samþykkt að 5. liður á dagskrá verði tilfærsla á veðrétti vegna
Álfheima, skýrsla sveitarstjóra færist aftur og verður 6. liður.
1. Kynning á málefnum AST Björn Hafþór Guðmundsson kemur á fundinn
Stefán Bogi Sveinsson mættur í stað Björns Hafþórs, Ólafur bauð hann velkominn. Síðan kynnti Stefán AST og svaraði
spurningum hreppsnefndarmanna varðandi málefnið, að því loknu var Stefáni þökkuð koman á fundinn.
2. Stofnaðild Borgarfjarðarhrepps að AST
Hreppsnefnd samþykkir að Borgarfjarðarhreppur gerist stofnaðili að AST (Austfirskar stoðstofnanir) og greiðir framlag stofnaðila
kr. 50.000- Sveitarstjóra falið umboð til þess að staðfesta stofnsamning og skipulagsskrá.
3. Atvinnuaukningasjóður umsóknir
Ein umsókn barst, frá Margréti B. Hjarðar og Jakobi Sigurðssyni vegna stækkunar á fjárhúsi.
Samþykkt að lána þeim 1.300 þúsund krónur.
4. Fundargerðir/skýrslur
Ársskýrsla HAUST 2011 lögð fram til kynningar. Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 15. mars, lögð fram til
kynningar. Skilagrein og tillögur nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, skilagreinin rædd og lögð fram til kynningar.
- Tilfærsla á veðrétti
Fram kom tillaga að bókun vegna málsins:
Afgreiðslu frestað þar sem í ljós kom að umsókn frá Álfheimum vegna veðbreytinganna liggur ekki fyrir. Tillagan felld með
tveimur atkvæðum gegn einu, tveir sátu hjá.
Hreppsnefnd samþykkir heimild til flutnings veðréttar á skuldabréfum Álfheima kt: 580108-1210 hjá Atvinnuaukningasjóði
Borgarfjarðarhrepps þannig að veðréttur færist aftur fyrir nýtt lán frá Byggðastofnun að upphæð kr. 5.000.000.
Veðréttur Atvinnuaukningasjóðs færist frá því að vera með fjórða og fimmta veðrétti og verður með fimmta og
sjötta veðrétti. Sveitarstjóra veitt heimild til undirritunar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Samþykkt með fjórum atkvæðum,
einn á móti.
- Skýrsla sveitarstjóra
Settur verður upp brunahani í Eyrarbrattanum í tengslum við lagfæringar á vatnslögn. Umtalsverður ófyrirséður kostnaður verður
vegna viðhalds á bílum og traktor hreppsins. Rætt efni bréfs frá Magnúsi í Höfn og talin var ástæða til að senda
það til íbúa Borgarfjarðarhrepps og fylgir það með fundargerð. Hreppsnefnd tekur undir með Magnúsi og bendir auk þess á
gildandi lög um meðferð skotvopna og lög um friðun fugla.
Fundi slitið kl:
12
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð
05031204
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2012 mánudaginn 05. mars kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar
1. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 23.03.2012
Jakob Sigurðsson fer með umboð Borgarfjarðarhrepps á ársfundi Lánasjóðs sveitarfélag ohf.
- Skýrsla sveitarstjóra
Í skýrslu sveitarstjóra kom fram að kostnaðarhlutur Borgarfjarðarhrepps í Brunavörnum á Austurlandi er kr. 924.124. Oddviti sagði
frá fundi sem haldinn var í Samgöngunefnd SSA 29. feb. s.l. Á fundi hreppsnefndar 7. feb. 2011 kynnti Arngrímur Viðar Ásgeirsson hreppsnefnd
verkefnisáætlun sem hann hefur unnið og kallar Borgarfjörður eystri – Samfélag í sókn. Sveitarstjóri mun aðstoða
Arngrím Viðar vegna íbúakönnunar sem fyrirhuguð er í tengslum við verkefnið.
Við umræður um verkefnisáætlunina var bent á að við upphaf kjörtímabilsins var kosið í Staðardagskrárnefnd, hvatt er til
að sveitarstjóri hafi forgöngu um að nefndin komi saman til fundar.
Fundi slitið kl:
17.55
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Eindagi umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði er 1. apríl
Fundargerð
20021203
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2012 mánudaginn 20. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs Hallgrímssonar
- Fasteignagjöld 2012
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.
Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum þ.e. skálum
Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Vinaminni.
- Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 8. feb.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Bréf frá þingmönnum Hreyfingarinnar
Erindi bréfsins er að vekja athygli á frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn
fiskveiða sem Hreyfingin hefur lagt fram á Alþingi.
- Skýrsla sveitarstjóra
Oddviti sagði frá umræðum á fundi samgöngunefndar SSA sem tengjast veglagningu í Njarðvík.
Sveitarstjóri athugar hvað líður fyrirhugaðri tónlistarkennslu við Grunnskólann.
Fundi slitið kl:
18.20
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
06021202
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2012 mánudaginn 6. febrúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson og Kristjana. Helga Erlendsdóttir mætt í stað Ólafs Hallgrímssonar.
1. Samningur um Brunavarnir á Austurlandi
Farið yfir samkomulag um brunavarnir milli sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar,
Djúpavogshrepps og Vopnafjarðarhrepps. Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra staðfesta hann fyrir sína
hönd.
2. HAUST
Varðar landmótun, uppfyllingu og starfsleyfisskyldu vegna slíkra framkvæmda.
Sveitarstjóra falið að gera tillögu að svæði fyrir frágang á óvirkum úrgangi (gler, múrbrot, uppgröftur).
3. Heimsókn: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Oddviti bauð Guðrúnu velkomna á fundinn
Guðrún upplýsti hreppsnefnd um ýmislegt er varðar starfsemi Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
4. Fundargerð:Skipulags og bygginganefnd 01.02.2012
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar á Borgarfjaðarvegi (94) frá Hríshöfða að Njarðvíkurvegi. Fundargerðin
rædd og samþykkt einróma.
5. Skýrsla sveitarstjóra:
Sveitarstjóri sagði frá bréfi frá RARIK þar sem fram koma upplýsingar um hækkanir á viðhaldsgjaldi götulýsinga 7,5 %
frá s.l. áramótum og 7,5 % 1. júlí. RARIK óskar eftir viðræðum um að sveitarfélagið yfirtaki viðhald á
því götulýsingarkerfi sem er á vegumráðasvæði Borgarfjarðarhrepps.
Fundi slitið kl:
19.20
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Af gefnu tilefni er minnt á að hundar eiga ekki að vera lausir í þorpinu.
Fundargerð
16011201
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2012 mánudaginn 16. janúar kl. 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jakob, Jón Sigmar, Jón Þórðarson, Ólafur og Kristjana.
- Byggðakvóti
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið. Vanhæfi Ólafs borið undir atkvæði og fellt.
Í bréfi frá Sjávarútvegs- Landbúnaðarráðuneytinu frá 21. des. s.l. segir: ,,Vísað er til umsóknar yðar um
úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012. Ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan þessi:
BORGARFJÖRÐUR EYSTRI 55 þorskígildistonn.”
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum útgerða um byggðakvóta og annast úthlutun til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það
gilda.
- Málefni Dvalarheimilis
Fyrirhugaðar eru breytingar á starfsemi Sambýlis aldraðar að Lagarási 21, þannig að HSA tekur að sér rekstur sambýlis og verður
starfsemin flutt í íbúðir Dvalarheimilisins að Lagarási 17 þar sem þjónustunni verður breytt í
hjúkrunarrými að hluta til eða öllu leyti enda brýn þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrými. Sveitarstjórn styður
fyrirhugaðar breytingar.
- Fundargerðir:
-
- Bygginganefnd 11.01.2012
Fundargerðin rædd og síðan staðfest einróma.
- Stjórnarfundur Héraðsskjalasafnsins 4. janúar 2012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra
Úthlutað hefur verið aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna grunnskólans að upphæð kr.
922.590. Einnig hefur borist endurgreiðsla frá Umhverfisstofnun vegna minkaveiða kr. 118.863 sem er u.þ.b. sú upphæð sem Borgarfjarðarhreppur þurfti
að greiða í virðisaukaskatt til Ríkisins vegna minkaveiða á s.l. ári.
Fundi slitið kl:
18.30
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Leikskólinn hefur fengið nýtt símanúmer 859-9983