Framfarafélag Borgafjarðar - til móts við nýjan dag, eru frjáls félagasamtök um samfélagsþróun í
Borgarfjarðarhreppi. Félagið var stofnað þann 17. júlí 2013, með það að markmiði að stuðla að jákvæðri
samfélagsþróun á Borgarfirði með áherslu á tækifæri fyrir nýja íbúa að setjast að í
sveitarfélaginu. Markmiðinu hyggst félagið ná með því að stuðla að atvinnuþróun, stöðugu framboði
íbúðahúsnæðis og aukningu almennra lífsgæða á Borgarfirði.
Einnig verður fram til 15. ágúst hægt að gerast stofnfélagi með því að senda tölvupóst á netfangið
framfarafelag.bgf@gmail.com. Fram þarf að koma fullt nafn, kennitala og tölvupóstfang. Árgjaldið er 3000.-
kr.