Betri Borgarfjörður

Borgarfjörður eystri hóf þátttöku í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir, í febrúar 2018 og fékk nafnið Betri Borgarfjörður. Markmiðið er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og sveitum landsins. Verkefnið er unnið með því að fá fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita  lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. 

 

Í stjórn verkefnisins eru:

Elísabet Dögg Sveinsdóttir, fulltrúi íbúa

Óttar Már Kárason, fulltrúi íbúa

Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps

Signý Ormarsdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú

Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi SSA

Eva Pandora Baldursdóttir, Byggðastofnun

Kristján Þ. Halldórsson, Byggðastofnun

 

Verkefnisstjóri er Alda Marín Kristinsdóttir

S. 470 3860

@ aldamarin@austurbru.is