Mat á skólastarfi

Skólastarfið er metið með margvíslegum hætti m.a. eftir þessum leiðum innra mats

  • Mat á framvindu skólastarfs, skólabrag og árangri nemenda og kennara á vikulegum kennarafundum
  • Kannanir á líðan, símat og próf hjá nemendum (leiðsagnarmat sjá námsmat) 
  • Starfsmannaviðtöl og starfsmannakannanir
  • Rýnifundir kennara eftir foreldraviðtöl og viðburði
  • Viðhorfskönnun nemenda og foreldra að vori
  • Rýnifundir vegna innleiðingar námsskrár

Úrbætur í kjölfar kannana og mats

Lykilhugsun í leiðsagnarmati og almennu mati á skólastarfi Grunnskóla Borgarfjarðar eystra er að niðurstöður mats móta áætlanir um áframhaldandi starf og umbættur.

Ytra mat

Ytra mat er það mat sem aðrir opinberir aðilar gera. Sem dæmi eru samræmd próf slíkt mat, einnig mætti telja mat á vegum Menntamálaráðuneytisins.

Í skólanum eru of fáir nemendur til að Skólavogin eða Skólapúlsinn nýtist okkur en viðhorfskönnun nemenda og foreldra til skólans og skólastarfsins er gerð við lok skólaársins og starfsmannakönnun er gerð fyrir starfsmannaviðtöl í mars. 

Viðhorfskönnun nemenda 2014-2015
Viðhorfskönnun foreldra 2014-2015
 

Viðhorfskönnun nemenda 2013- 2014 (pdf)
Viðhorfskönnun foreldra 2013- 2014  (pdf)

 

Viðhorfskönnun nemenda 2009-2011(pdf)

Viðhorfskönnun foreldra 2009-2011 (pdf)