Matseðill vor 2019
Eins og undanfarin ár er mötuneyti grunnskólans í Fjarðarborg. Allir nemendur skólans eiga þess kost að fá hádegisverð þá daga sem þeir eru í skólanum eftir hádegi. Boðið er upp á heimilislegan mat og leitast við að hafa nokkra fjölbreytni í fæðuvali. Einn kennari borðar með nemendum hverju sinni og hefur þá umsjón með hádegishléinu.
Sú venja hefur skapast að hafa halda upp á afmæli mánaðarins með sérstökum hætti. Sami háttur verður á og sl. skólaár að matseljan okkar hún Jóhanna Óladóttir hefur afmæli mánaðarins, en þá er einn fimmtudagur í mánuði valinn og hafður veislumatur að hætti barnanna.
Hádegishlé hefst kl. 12:00 til 12:30.
Mælst er til að nemendur gefi sér góðan tíma að borða og ræði saman á hljóðlegu nótunum. Nemendur þvo sér ávallt um hendur áður en sest er til borðs og þeir bera af borðum og þrífa eftir sig ef hellist niður. Við venjum okkur á góða borðsiði og þökkum fyrir matinn að máltíð lokinni.
Eldri borgurum á Borgarfirði býðst að kaupa sér heitan mat í og snæða með nemendum í hádeginu