Þrándarstaðir.
(eftir handriti Bjarna Steinssonar frá Þrándarstöðum.)
Landamerki jarðarinnar eru talið frá austri. Úr Miðstríp í Grenjum upp Þrándarhrygg
á Gagnheiði. Þaðan inn fjallseggjar að Bálkaskarði miðju en þaðan beina línu í
Hrafná er ræður eftir það mörkum að vestan í Fjarðará en hún ræður aftur mörkum að
norðan að Grænutóft, (á norðurbakka Fjarðarár). Úr Grænutóft bein lína
um Folaldsgontu í Miðstríp í Grenjum. Jarðir þær sem eiga mörkum að deila við
Þrándarstaði eru að austan Hofströnd og Brúnavík, að sunnan Breiðavík,
að vestan Desjarmýri og Jökulsá að norðan.
Skal nú greina örnefni í landi jarðarinnar er mér eru kunnug.
Hæðirnar vestan Svartfells heita Hnútur. Á Mið-Hnútur er strípur sá er Landamerki liggja
um, þá Fremsta hnúta. Þá Fagrihóll en Gráflekkumell framan, ofar er
Fagrahólsmýri og Efraengi. Þá Þrándarhryggur en Tjarnabotnabrýr og
Tjarnarbotnar framar. Á Þrándarhrygg miðum er drangur, (á hlóðum) er Maður heitir en við hann er talin
hálfnuð leið frá Bakkagerði til Breiðuvíkur en um Þrándarhrygg liggur leiðin til
Breiðuvíkur og Suðurvíkna.
Framan Þrándarhryggs heita Höll og Neðri-Mýri. Þá Efri-Mýri,
þá Aurar. Efst á Aurum, næst Gagnheiði, heitir Prestsetur og
Prestsetursdæld, þá Gagnheiði og inn af henni er Marteinshnúkur. Er til sú sögn að maður er
Marteinn hét frá Gilsárvelli hafi hrapað þar til bana og dregur hnúkurinn nafn af honum. Norðan undir Marteinshnúk heitir
Kvennalág. Eiga tvær stúlkur að hafa orðið þar úti. Þær voru frá Breiðuvík og voru að koma
frá kirkju á Desjarmýri.
Inn af Marteinshnúk er Brúnkolla og Skjöldur, þá Bálkaskarð.
Niður af Skyldi heita Klyf, Hnaus og Klofar, þá Brúnkollugil er samnefndur lækur rennur eftir
í Hrafná. Utan Brúnkollugils er Hellramell og Stóralæksmóar. Þá
Stóralæksgil og fellur Stórilækur eftir því í Hrafná. Þá
Hallamelar og Engisbotnar, þá Neðra-Engi. Engislækir falla um samnefnt gil í
Hrafná. Utan Engilækja eru Engishöll og Fossmýri. Þá
Geitlugil. Sú trú lá á því að þar hefðist við útburður er léti til sýna heyra
undan illviðrum. En oft tekur í gilið undir sunnanátt. Um gilið fellur samnefndur lækur í Hrafná. Utan
Geitlugils heita Neðra-Birgi en Efra-Byrgi ofar en neðan Gráflekkumels.
Með Hrafná heita Innsti-Hvammur en Hvammur utar en Brúnir ofar. Þá
Grásteinn, Grásteinsmell og Grásteinsenni. Troðningar og Grafnigar ofar, þá
Litlilækur er fellur um Litlalæksgil í Hrafná.
Utan Litlalækjar heita neðst: Stekkholt, þá Lágbrekka og Hábrekka,
Efribrekka og Breiðuvíkurenni. Neðan Hábrekku stóð bærinn
Þrándarstaðir en hefur verið fluttur og gripahús byggð þar sem hann áður stóð.
Utan Stekkholts, næst Hrafná heita: Stekkjargrund og Stekkjarmýri en Grund og
Framtunga út með Lágbrekku og eru hluti af túni jarðarinnar. Þá
GaldraVilhjálmsgil. Eftir gilinu fellur Bæjarlækur í Hrafná en utan gilsins er aðaltún
jarðarinnar en neðan þess er Pyttalækur en utan við túnið er Kriki og upp úr honum er
Langalág. En ofan túns Lambhúsmell, þá Hávarðahnúkur, Háhryggir,
Dagmálabotnar og Fagrahólsgonta er nær að Fagrahól. Utan við Pyttalækjarmýri
eru Hólar, þá Nes niður með Hrafná. Utan og ofan til á Nesjum er móholt er
Lyftingur nefnist. Fremsta brún þess heitir Lyftingsmell og virðist grjótið í honum brimsorfið.
Framan Lyftings efst heitir Flói. Þar var mótak djúpt. Með Lyfting að vestan fellur lækur er
Sjómannakíll heitir. Á nesin fram og niður af Lyfting var bærinn fluttur 1938 og heitir Sólbakki.
Ofan við Lyfting, framan Folandsgontu, heitir Rauðimell neðst, þá Hryggir er ná
óslitið að Fagrahól. Á þeim um það til miðjum er stór steinn er Skjólsteinn heitir.
Niður með Hryggjum að utan rennur Grenjalækur en fellur síðan um Hofstrandarland og heitir þá
Stórilækur. Lækur þessi hefur nú verið virkjaður frá Sólbakka.
Eru þá talin þau örnefni er ég þekki í landi jarðarinnar Þrándarstaða.
25. maí 1957.