Fundargerð 02.10.21-18
Árið 2002, mánudaginn 21. okt., var fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl. 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru
hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jón Sigmar, Baldur og Jakob ásamt sveitastjóra. Helga tilkynnti forföll og ekki náðist í varamann. Fyrir var
tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fram lagður samningur um eftirlaun sveitarstjóra, sbr. fundargerð 16. sept. sl. Nefndarmenn höfðu ekkert við hann að athuga og fólu oddvita að
undirrita hann.
2. Greinargerð um umhverfismál:
Oddviti og Jón Sigmar tóku að sér að gera tillögu að greinargerð.
3. Vegamál:
Hreppsnefndin ítrekar fyrri samþykktir nefndarinnar um forgangsröðun í vegagerð á Borgarfjarðarvegi. Þá telur nefndin algerlega
óviðunandi að í núgildandi langtímaáætlun er ekki gert ráð fyrir neinni viðbót á bundnu slitlagi á
Borgarfjarðarvegi. Málið verður tekið upp á vettvangi Héraðsstjórnar.
4. Útgerðarmál:
Framlögð greinargerð um útgerð og fiskvinnslu á Borgarfirði, sem send var sjávarútvegsráðherra o.fl. sbr. síðustu
fundargerð.
Fjallað var talsvert um meðferð byggðakvótans og taldi hreppsnefndin að vegna eftirlitsskyldu nefndarinnar yrði ekki hjá því komist að leita
eftir því við Byggðastofnun að hún veiti nefndinni þær upplýsingar sem hún hefur um meðferð fiskvinnslukvótans í
Borgarfjarðarhreppi undanfarin ár. ( Baldur lýsti sig vanhæfan við umfjöllun um byggðakvótann).
5. Héraðsstjórnarfundargerð 17. okt.:
Hreppsnefndin er samþykk því að fresta endurskoðun samnings um
félagsþjónustu á Héraðssvæði. Nefndin er einnig samþykk einni almannavarnarnefnd í umdæmi Sýslumannsins á
Seyðisfirði.
6. Héraðsstjórnarsamningur:
Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til að óska eftir endurskoðun á samningnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið 20:30
Baldur Guðlaugsson
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S. Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari.
Hunda- og kattaleyfisgjöld eru nú fallin í gjalddaga. Eigendur eru beðnir að greiða þau á Hreppsstofu mánudaginn 28. okt.
kl 14 - 16. Þá fara nýskráningar einnig fram.
Fundargerð 02.11.04 - 19
Árið 2002, mánudaginn 4. nóv. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Allir nefndarmenn
mættir ásamt sveitarstjóra.
Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá ýmsum málum og verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta
fundi.
2. Sorpförgunargjald:
Sorpförgunargjöld bænda, útgerðarmanna og smærri atvinurekenda ákveðin óbreytt kr 4.000 fyrir árið 2002, gjald FKS skv. 4. flokki kr
75.000.
3. Þrifnaðarsamþykkt:
Fram lögð drög að samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands, sem hreppsnefndin
samþykkti einróma.
4. Lóðasamningar:
Fram lagðar tillögur að tveimur nýjum lóðasamningum, sem koma í stað eldri samninga.
Hreppsnefndin er samþykk breyttum samningum.
5. Fulltrúi á aðalfund Héraðsnefndar Múlasýslna 19. nóv:
Kosinn Kristjana Björnsdóttir, Jakob
Sigurðsson til vara.
6. Fjármálaráðstefna 7. og. 8. nóv.:
Kynnt ráðstefnan og helstu mál sem þar verða á dagskrá.
7. Félagsíbúðir:
Hreppsnefndin ákvað að setja í sölu á almennum markaði tvær félagsíbúðir, Breiðvang II og Ásbrún I. Seljist
önnur hvor þeirra verður sölu á hinni frestað til næsta árs enda verði þá komið framlag frá Varasjóði
húsnæðismála í þá fyrri.
Lagt fram bréf frá Ólafi Aðalsteinssyni sem tekið verður fyrir á næsta fundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Baldur Guðlaugsson
Helga Erlendsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson, fundarritari -
Fundargerð 02.11.19-20
Árið 2002, þriðjudaginn 19. nóvember, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgar-fjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Allir
nefndarmenn á fundi nema Helga. Jóna Björg var í hennar stað. Sveitarstjóri sat einnig fundinn. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá nokkrum málum, sem á döfinni eru.
Jóna Björg sagði einnig lauslega frá fyrsta fundi nefndar um skóla-og félagsþjónustu á Norðursvæði.
2. Útsvarsprósenta tekjuárið 2003 ákveðin 13,03%, sem er leyfilegt hámark.
3. Umsagnir um lagafrumvörp:
Sveitarstjóra falið að meta hvenær ástæða er til að leggja lagafrumvörp fyrir
nefndina til umsagnar.
4. Sævarendabréf:
Ólafur Aðalsteinsson fer þess á leit við hreppsnefndina að hún mæli með umsókn hans um leigu á Sævarenda. Hreppsnefndin
samþykkir að veita Ólafi umbeðin meðmæli. Það er álit hreppsnefndar að Ólafur Aðalsteinsson sé fullfær til að
viðhalda gögnum og gæðum jarðarinnar Sævarenda í Loðmundarfirði enda hefur hann nú þegar þó nokkra reynslu í umhirðu
æðarvarps á Sævarenda. Einnig má benda á að Ólafur hefur áralanga reynslu í eyðingu refa og minka sem grenjaskytta í
Borgarfjarðarhreppi
5. Byggðakvóti:
Hreppsnefndin hefur ekkert við það að athuga að byggðakvóti, sem Glettingi var úthlutað verði fluttur yfir á Haförn.
6. Byggingarnefndarfundargerð:
Fundargerð nefndarinnar frá 5. nóv. samþykkt.
7. Héraðsstjórnarfundargerð 12. nóvember lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:40.
Baldur Guðlaugsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Kristjana Björnsdóttir
Jakob Sigurðsson
Jón S Sigmarsson
Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð
Fundargerð 02.12.16 - 21
Árið 2002, mánudaginn 16. des. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Til fundar mættu hreppsnefndarmennirnir Helga,
Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Jóna Björg í stað Kristjönu.
Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. skýrði sveitarstjóri frá því að Skipulagsstofnun hefði samþykkt helmingsþátttöku í kostnaði við
aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps. Þá greindi hann frá fundi með starfsmönnum Hafnamálastofnunar um bátahöfnina og aðstæður
í henni.
2. Byggingarnefndarfundargerð 25. nóv. framlögð og samþykkt.
3. Héraðsstjórnarfundargerð 9. des. tekin til umræðu og smáathugasemda.
4. Byggðakvóti:
Byggðakvóti "hinn nýi" er nú til úthlutunar hjá sjávarútvegsráðherra og rann umsóknarfrestur út í dag.
Sveitarstjóri sagði frá umsókn sem hann hafði sent um úthlutun til báta á Borgarfirði til þess að reyna að tryggja að
kvótinn komi byggðarlaginu að notum.
5. Sveitarstjórnarnámskeið:
Fyrirhugað námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn verður helgarnar 15.-16. og 22.-23. feb.
6. Bréf Álfasteins:
Álfasteinn hyggst ráða nýjan framkvæmdastjóra til starfa í janúar n.k.
og fer fram á að hreppurinn leggi Álfasteini til leigulausa íbúð fyrir hann í eitt ár.
Samþykkt að verða við þessu erindi með þremur atkvæðum. Tveir sátu hjá.
7. Sorpförgunargjaldskrá:
Samþykkt að lækka nokkuð sorpförgunargjöld skv. þremur hæstu flokkum
gjaldskrárinnar.
8. Fasteignagjöld 2003:
A: Lóðagjöld 2% af fasteignamati lóðar.
B: Sorphirðugjald kr 6.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 3.500. 50 pokar innifaldir í sorphirðugjaldi en aukapokar til
sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.
C: Vatnsskattur: Á íbúðarhúsnæði 0,4% af fasteignamati að hámarki kr 10.000 og að lágmarki kr 5.000. Fjarðarborg
kr 10.000, FKS kr 30.000
D: Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.
E: Fasteignaskattur á íbúðarhús og bújarðir 0,36%
F: Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1%
G: Sorpförgunargjald: Óbreytt frá álagningu þessa árs nema FKS kr 50.000
H: Sveitarotþróagjald skv. óbreyttri gjaldskrá.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Jón Björg Sveinsdóttir
Jakob Sigurðsson
Helga Erlendsdóttir
Jón S Sigmarsson
Baldur Guðlaugsson
Magnús Þorsteinsson ritaði fundargerð