Fundargerð 06.12.18 - 20
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 18. des. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Kristjana.
1.. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal annars drepið á:
Veraldavinir sjálfboðavinna 2007 - stefnt að því að taka á móti sjálfboðaliðunum í byrjun júní.Fjallskil
Loðmundarfjörður – hreppsnefndin mun fara gaumgæfilega yfir allt það sem lítur að fjallskilum í Loðmundarfirði.FMR – ný
aðferðarfræði við álagningu fasteignaskatta/gjalda- um áramótin verður tekið verður í notkun nýtt kerfi við
álagninguna, sveitastjóri hefur sótt námskeið hjá fasteingamatinu í notkun kerfsins. Sveitarotþrær – verklok. Sveitavatnsból
– komin er skýrsla frá Verkfræðistofu Austurlands sem unnin var eftir úttekt í sumar víðast í sveitinni er vatnstölumálum
ábótavant að einhverju leiti.Hreppurinn mun hafa forgöngu um úrbætur, saman ber Staðardagskrá 21 fyrir Borgarfjörð.Leikskóli -
verður lokaður milli hátíða.Grunnskóli- farið yfir punkta frá síðasta samráðsfundi.
Í fundarhléi skoðuðu hreppsnefndarmenn nýja ,,póstbílinn” og leist vel á.
2.. Fasteignagjöld 2007:
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr 10.000 á
íbúð enþar sem lítið sorp er kr 5.500. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi.Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum
búntum.Sorpförgunargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000, FKS kr 50.000.
Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: kr 3.000 á rotþró.Vatnsgjöld: Á
húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr 12.000 lágmarki kr 5.000 FKS kr 30.000.Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.
Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á atvinnuhúsnæði 1%, á
sjúkrastofnanir, skóla og fl. 0,88%
3..Borg ehf:
Fyrir fundinum lá tillaga þess efnis að Borgarfjarðarhreppur yfirtaki eignir Borgar ehf
Kristjana lýsti hugsanlegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.Oddviti bar upp vanhæfistillöguna og var hún felld tveir voru
með en þrír á móti. Hreppsnefndin samþykkti að yfirtaka eignir Borgar ehf með fjórum atkvæðum gegn einu.
4.. Snjómokstur 2007:
Farið yfir fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu og kostnaðarskiptingu milli Vegagerðarinnar og
Borgarfjarðarhrepps.Sveitastjóri metur mokstursþörf á þeim leiðum sem Borgarfjarðarhreppur greiðir fyrir snjómokstur á.Varðandi
snjómokstur á Borgarfjarðarvegi
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps telur að þjónustustig snjómoksturs á Borgarfjarðarvegi hafi ekki verið með ásættanlegum hætti
það sem af er vetri og beinir því til Vegagerðarinnar að á þessu verði ráðin bót.
5..Sparkvöllur:
Hreppsnefndin er sammála um að vinna áfram að málinu.
6..Fjárhagsáætlun 2007:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
7.. Ráðning sveitastjóra :
Ráðningarsamningur við Stein Eiríksson framlengdur út árið 2007
Fundi slitið kl: 22.20
Fundargerð ritaði Kristjana Björnsdóttir
Fundargerð 06-12-06- 19
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 4. des. 2006 kl. 17:00. Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón S., Steinn, varamaðurinn Bjarni og Ólafur sem kom kl 17:25
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal annars drepið á:
Fjallað um dóm sem féll 10 nóvember í dómsmáli KB banka gegn hreppnum vegna ábyrgð hreppsins á skuldabréfi
Álfasteins (gamla) frá 1997. Hreppurinn var sýknaður af kröfu bankans í Héraðsdómi Austurlands og KB banki dæmdur til að greiða kr
200 þús í málskostnað.
Kynnt bréf frá Menningarráði Austurlands vegna kostnaðarhlutdeildar.
Lítillega fjallað um fundargerðir HAUST og Skólaskrifstofu Austurlands.
Fasteignamat ríkisins heldur námskeið 8 des. næstkomandi, þar sem kynnt verður samhæft gagna og upplýsinga kerfi um allar fasteignir
í landinu. Steinn mun fara á námskeiðið.
Sveitarstjóri kynnti drög að bréfi sem sent verður vegagerðinni varðandi lagfæringu á veginum milli Stakkahlíðar og
Klyppstaðar í Loðmundarfirði. Vegurinn er alfarið á ábyrgð vegagerðarinnar.
Minnst á að hunda og katta hreinsun sem verður í Áhaldahúsi Borgarfjarðarhrepps 12. des. milli kl. 10 og 12.
2. Minjasafn Austurlands – viðbótarframlag:
Vegna mikils halla á rekstri Minjasafnsins á árinu 2006 fer stjórn safnsins
fram á2. mkr viðbótarframlag frá sveitarfélögunum. Hlutdeid Borgarfjarðarhrepps af þeirri upphæð er kr 78.414.-. Sveitarstjóra
falið að ganga frá málinu í samráði við hin aðildarsveitarfélögin.
3. Heilbrigðisstofnun Austurlands:
Kynnt nýframkominstefnumörkun HSA á Egilsstöðum um nýbyggingar.
Í stefnumörkuninni kemur fram að höfuðáhersla verður lögð á að flýta byggingu yfir hjúkrunarsjúklinga og þá
sem þurfa á öryggis og þjónustuíbúðum að halda. Þá er gert ráð fyrir því að í byggingunni
verði aðstaða fyrir dagvist, bæði almenna og eins fyrir heilabilaða.
Hreppsnefndin tekur undir og fagnar þessum hugmyndum.
4.Héraðsnefndarfundargerðir:
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
5. Ferðamálahópurinn – útgáfa á göngukorti:
Borgarfjarðarhreppi stendur til boða að kaupa
auglýsingu á bakhlið kortsins.
Ákveðið að kaupa auglýsingu vegna tjaldsvæðis 1/3 hluta úr síðu.
6. Héraðskjalasafn Austfirðinga:
Fyrir lá nýr stofnsamningur um Héraðsskjalasafn Austfirðinga sem var endurskoðaður
vegna sameiningar sveitarfélaga.
Stofnsamningurinn samþykktur samhljóða.
Einnig lá fyrir fjárhagsáætlun Héraðskjalasafnsins hreppsnefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
7. Afleggjari út í Húsavík:
Landeigendur í Húsavík hafa farið fram á það við Borgarfjarðarhrepp að hann gerist veghaldari að veginum út í
Húsavík. Nefndin sér því ekkert til fyrirstöðu.
8. Útsvarsprósenta 2007:
Útsavarsprósenta ákveðin 13,03% sem er hámarksálagning.
- Borg ehf:
Fram kom að Borg ehf á í viðræðaum við KHB um mögulegaeftirgjöf á skuldum Borgar ehf við KHB. Ekki hefur verið
samið um skuldir Borgar ehf við Borgarfjarðarhrepp né hvernig farið verður með fasteignir Borgar ehf.
Ákveðið að sveitarstjóri vinni málið áfram.
- Fjárhagsáætlun 2007:
Vinna hafin við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2007.
Fleira ekki gert fundi slitið kl 21:20
Fundargerð ritaði Óli Hall.
Fundargerð 06-11-06- 18
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2006 í Hreppsstofu mánudaginn 6. nóv. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón S., Steinn, Ólafur og Kristjana.
Af kynning Ástu og Kjartans sem boðuð var í dagskrá varð ekki.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fundur með þingmönnum NA kjördæmis:
Steinn og Jakob fóru á fund þingmanna og ræddu m.a. samgöngumál, hafnargerð og málefni Kjarvalsstofu.
Fundur Umhverfisstofnunar 7. nóvember:
Hreppsnefndi hittir fundarboðendur frá Umhverfisstofnun kl:19:30
Stígamót styrkur:
Afgreiðist með fjárhagsáætlun.
Grunnskólinn:
Farið yfir fundargerð samráðsfundar og fjallað um beiðni um námsvist fyrir tvo nemendur sem væntanlegir eru í skólann.Hreppsnefndin fagnar
fjölgun nemenda í Grunnskólanum.
Félagsmálanefndin:
Fundargerðir félagsmálanefndar kynntar.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands:
Fundargerð kynnt.
Skógræktarfélag Íslands:
Úrdráttur úr fundargerð kynntur.
Fljótsdalshérað – vegslóðar:
Bréf þar sem kynntur er vinnuhópur sem hefur það hlutverk að kortleggja vegaslóða sem eru á hálendi
Fljótsdalshéraðs.Búið er að ,,trakka” slóða í Borgarfjarðarhreppi.
HAUST – aðalfundur 11. okt:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Styrkur frá EBÍ vegna vefmyndavélar og veðurstöðvar:
Styrkur að upphæð kr.250 þús. fékkst, kannað verður áfram með veðurstöð.
Nefnd Alþingis um öryggismál Íslands:
Bréf nefndarinnar kynnt.
Samningur um brunavarnir:
Samningurinn verður lagður fyrir á næsta fundi hreppsnefndar.
Þá var drepið á hafnarmál og vinnuaðstöðu á Hreppsstofu en hafist verður handa við lagfæringar þar í vikunni.
- Fundargerð byggingarnefndar:
Fundargerð frá 30. okt. 2006 lögð fram og samþykkt einróma.
- Húsaleigubætur
Greiðsla húsaleigubóta verður með sama hætti og síðastliðið ár.
- Vefsíða fyrir sveitarfélagið
Jón Sigmar lagði til að undir þessum lið heimilaði hreppsnefnd Helga Arngrímssyni að taka
til máls, tillagan samþykkt einróma.Farið yfir drög að samningi og gerðar smávægilegar breytingar. Þá var farið yfir efni og
uppsetningu á væntanlegri heimasíðu Borgarfjarðarhrepps.
- Vinaminni – erindi frá eldri borgurum
Erindið verður afgreitt við gerð fjárhagsáætlunar.
- Svæðisskipulag Héraðssvæðis
Kynntar auglýstar breytingar á svæðisskipulagi Héraðssvæðis, breytingarnar eru
innan Fljótsdalshéraðs og hefur hreppsnefndin ekkert við þær að athuga.
- Fundargerðir Minjasafns Austurlands
Fundargerðir frá 12. sept. – 12. okt. og 24. okt. lagðar fram til kynningar.
- Erindi frá Minjasafni Austurlands
Minjasafnið fer fram á viðbótarframlag, afgreiðslu málsins frestað.
Fundi slitið klukkan 21.00
Kristjana Björnsdóttir ritaði fundargerð
Fundargerð 06-09-18 - 16
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til fundar í Hreppsstofu mánudaginn 18. sept. 2006 kl. 17:00. Mætt: Jakob, Steinn, Ólafur og Kristjana. Bjarni mætti
fyrir Jón Sigmar kl. 17:07
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal efnis: Lið a) var frestað til næsta fundar. Sveitarstjóri sagði meðal annars frá því að samið hafði verið við
Securstore á Akranesi um afritun og geymslu á tölvutækjum gögnum Borgarfjarðarhrepps. Innra eftirlit vatnsveitunnar er í vinnslu en Heilbrigðiseftrilit
Austurlands er farið að minna á að það komist í gagnið. Þá er verið að vinna í að koma í gagnið nýjum
lindarbrunnum á Engi.
Leikskólabörnum hefur fjölgað um eitt, auk þess eru 2 skólabörn úr sveitinni vistuð þar eftir skóla 2 daga í viku.
Þá var minnst á tölvumál skóla og Hreppsstofu, tryggingamál sveitarfélagsins og fund með Vegagerðinni 6. sept. sl. þar sem
starfsmenn Vegagerðarinnar upplýstu sveitarstjórnarmenn um vegamál í hreppnum. Drepið á mál slökkviliðs og drög að samkomulagi um
brunavarnir.
2. Fundargerð landbúnaðarnefndar:
Landbúnaðarnefnd ákvað á fundi 31. ágúst að hafa 35 kindur í dagsverki. Þá tók nefndin fyrir erindi Jóns
Sigurðssonar á Sólbakka um lausagöngubann sauðfjár í Þrándastaðalandi sem hreppsnefndin sendi til landbúnaðarnefndar til umsagnar.
Hreppsnefndin sér sér ekki fært að verða við erindi Jóns.
3. Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands:
Fulltrúi Margrét Hjarðar og Jakob Sigurðsson til vara.
4. Fjárlaganefnd Alþingis, bréf:
Fjárlaganefnd gefur sveitarstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni vegna fjárlagaársins 2007, í Reykjavík.
5. Nýr samningur um félags- og barnaverndarþjónustu:
a) Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og
Vopnafjarðarhrepps kynntur og borin upp til samþykktar, samþykktur einróma.
Samningur um félags- og barnaverndarþjónustu milli annarsvegar, Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Vopnafjarðarhrepps og hins vegar
Fljótsdalshéraðs kynntur og borinn upp til samþykktar, samningurinn samþykktur einróma.
b) Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í Félagsmálanefnd er Sigrún Arngrímsdóttir
----------
Að gefnu tilefni óskar Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps Magna Ásgeirssyni til hamingju með stórkostlega frammistöðu í söngvarakeppninni
Supernova. Frammistaða og framkoma Magna er okkur öllum til mikils sóma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10
Undirskriftir
Kristjana Björnsdóttir
Fundarritari
Fundargerð 06-09-04- 15
Árið 2006 mánudaginn 4. sept. kl. 17:00 kom hreppsnefnd saman til fundar á Hreppsstofu. Mætt Jakob, Steinn, Jóns Sigmar og Kristjana ,Ólafur
mætti kl 17,10.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal efnis:
Drepið á fund með vegagerð og að útlit er fyrir að allar íbúðir hreppsins verði í útleigu í vetur. Málefni
Kjarvalsstofu, sveitarotþrær sem nú eru að verða komnar niður, vilyrði frá RARIK um úrbætur á rafmagni að Bátahöfn
á næsta ári og gerlamagn í neyrsluvatni. Oddviti færði sveitarstjórnarmönnum þakkir Magnúsar Þorsteinssonar fyrir gjöf sem
hann afhenti Magnúsi fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps sem þakklætisvott fyrir áratuga óeigingjarnt starf.
2. Hafnarmál:
Ákveðið að endurskoða gjaldskrá og hafnarreglur Borgarfjarðarhafnar. Bátaeigendum gefst kostur á að koma
ábendingum og óskum á framfæri við hafnarstjóra.
3. Fundargerðir skólanefndar og jafnréttisnefndar:
Lagðar fram til kynningar.
4. Grunnskólamál:
a) Skólahaldsáætlun: Lögð fram áætlun um skólahaldið fyrir næsta skólaár, sem
hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
b) Skólamáltíðir: Kannaður verður áhugi á skólamáltíðum meðal foreldra barna í þorpinu.
5. Hafnarsambandsþing:
Steinn Eiríksson fulltrúi og Jakob Sigurðsson til vara
6. Mennigarráð Austurlands:
Fulltrúi á aðalfund Kristjana Björnsdóttir.
7. Náttúruverndaráætlun - friðlýsing:
Hreppsnefndin telur það í verkahring Umhverfisstofnunar að boða landeigendur og
almenning til kynningarfundar um framkvæmd náttúruverndaáætlunar í Borgarfjarðarhreppi.
8. Byggðakvóti - staða:
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem og Jón Sigmar. Vanhæfi Ólafs samþykkt
með 3 atkvæðum tveir sátu hjá. Hreppsnefndin taldi Jón Sigmar hæfan til að fjalla um málið. Fyrir tekið bréf frá Fiskverkun
Kalla Sveins þar sem óskað er eftir að “fá að skila til baka” úthlutuðum byggðakvóta af Hjörleifi NS-26. Með vísan
til 4. greinar úthlutunarreglna Borgarfjarðarhrepps um byggðakvóta er erindinu hafnað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00
UndirskriftirKristjana Björnsdóttir
Fundarritari
Fundargerð 06-08-14 - 14
Árið 2006 mánudaginn 14. ágúst kl. 17:00 kom hreppsnefnd saman til fundar í Hreppsstofu. Mættir Jakob, Ólafur, Steinn, Kristjana og Bjarni
í stað Jóns Sigmars.
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Meðal efnis:
Bréf Eignarhaldsfél. Brunabótarfélagsins þar sem kynntur er möguleiki á styrkumsóknum í verkefni sem telst til “sérstakra
framfara”. Sveitarstjóri mun senda inn umsókn fyrir ákveðið verkefni.
Sláttur á opnum svæðum. Mótuð verður stefna um hvað verður slegið og framkvæmt fyrir næsta sumar.
Tónleikahelgin 29. júlí. Fram kom að allt gekk að óskum og engin mál komu upp sem til vansa mega teljast.
Þá var drepið á málefni félagsþjónustu, brunamálasamstarf, starf skólavarðar, en engin umsókn hefur borist um
starfið.
Dagsbrún verður áfram í útleigu. Drepið á ýmis fleiri mál.
Ólafur spurði um hvort breytingar á útihúsum á Sæbakka hafi komið fyrir bygginganefnd. Oddviti sagði svo ekki vera. Málið verði
athugað.
2. Löndunarkrani við bátahöfn:
Við umræður frá síðasta fundi hefur nú bætst að Vinnueftirlitið skoðaði
kranann 10. ágúst og gerði athugasemdir við fleiri atriði en leka. Talið óhjákvæmilegt að endurnýja kranann. Kostnaðurinn án
VSK er á bilinu 2 til 2,5 milljónir.
3. Erindi frá umhverfisnefnd Fljótsdalshéraðs:
Þar sem óskað er eftir samstarfi við önnur sveitarfélög á
Austurlandi um að “gerð verði úttekt á bestu, hagkvæmustu og umhverfisvænustu aðferð við meðhöndlun úrgangs á
Austurlandi”. Hreppsnefndin lýsir áhuga á að taka þátt í verkefninu.
4. Erindi frá Jóni Sigurðssyni Sólbakka vegna lausagöngu sauðfjár:
Jón fer fram á það að hreppsnefnd setji
lausagöngubann á sauðfé í Þrándastaðalandi (Sólbakka). Erindi Jóns vísað til umsagnar í landbúnaðarnefnd.
5. Umsókn um frístundalóð:
Kynnt og vísað til bygginganefndar.
6. Almannavarnarnefnd – fulltrúi Borgarfjarðarhrepps:
Steinn Eiríksson aðalmaður. Kristjana Björnsdóttir til vara.
7. Flugvöllur – erindi frá Flugmálastjórn vegna umsjónar:
Flugmálastjórn sendi erindi þess efnis hvort til greina komi að
sveitarfélagið hafi með höndum eftirlit og umsjón með flugbrautinni á Borgarfirði. Ef enginn fæst til verksins er nefndin tilbúin til að
sinna málinu af öryggisástæðum. 1 á móti.
8. Fjallskil 2006 - Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b) Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra, jafna niður dagsverkum á bændur og
ákveða gangnadaga.
Loðmundafjörður:
Fjallskil verða þar með svipuðum hætti og undanfarin ár.
9. Kauptilboð í gamla vatnstankinn:
Helgi og Bryndís Réttarholti óska eftir að kaupa gamla vatnstankinn á Bakkamelum. Tilboðið er upp
á 10.000 kr og er ætlunin að nýta tankinn til eflingar ferðaþjónustu á Borgarfirði.
Samkvæmt aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps stendur tankurinn á opnu óbyggðu svæði. Hreppsnefndin telur ekki fært að selja tankinn undir
atvinnustarfssemi að óbreyttu skipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00
UndirskriftirKristjana Björnsdóttir
Fundarritari
Fundargerð 06.06.19- 12
Aukafundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps föstudaginn 16. júní 2006 kl. 18.00.
Mættir Jakob, Kristjana, Jón Sigmar, Ólafur og varamaðurinn Bjarni Sveinsson í stað Steins Eiríkssonar.
1. Ráðning sveitarstjóra:
Oddviti gerði að tillögu sinni að fundurinn yrði haldinn fyrir luktum dyrum. Samþykkt einróma.
Kl. 21.45. Fundi frestað til mánudagsins 19. júní kl. 17.00.
Fundi framhaldið mánudaginn 19. júní kl. 17.00.
Í Hreppsstofu mættir Jakob, Kristjana, Jón S og Ólafur. Bjarni kl. 17.15
2. Oddviti bar upp dagskrártillögu um að taka á dagskrá “sáttatilboð vegna Smáragrundarsölu”. Samþykkt
með 4 atkv. Oddviti áminnti hreppsfundarmenn um fagleg vinnubrögð og þess að þeir gæti stillingar á fundinum. Kristjana taldi að nefndarmenn
yrðu að fá að tjá sig.
Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu en hún er starfsmaður Álfasteins ehf. Samþykkt með 2 atkv.
“Sáttatilboð vegna Smáragrundarsölu”
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps fellst á sjónarmið Steins Eiríkssonar, um að ekki hafi verið staðið að sölu Smáragrundar á
seinasta ári, að hálfu hreppsins, með þeim hætti að um góða og eftirbreytanlega stjórnsýslu geti talist. Hreppsnefnd harmar hvernig
þetta mál þróaðist og fagnar sáttarboði Steins.
Hreppsnefnd tekur tilboði Steins um að lok málsins verði að hreppurinn bakfæri 12 mánaða húsaleigu á Ásbrún, enda er hún
tilkomin vegna þess að ekki var tekið tilboði Steins í Smáragrund og þess að íbúðin hefur staðið ónýtt um helming
þess tíma.
Bókunin borin upp. Samþykkt með 3 atkv. Einn sat hjá.
3. Framhald fyrsta dagskrárliðar. “Ráðning sveitarstjóra” og nú á opnum fundi.
Hreppsnefndarmenn samþykktu einróma að ráða Stein Eiríksson sveitarstjóra til næstu áramóta. Oddvita falið að ganga frá
samningi við nýráðinn sveitarstjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.35
Undirskriftir
Ólafur A. Hallgrímsson
Fundarritari
Fundargerð 06.06.12- 11
Árið 2006, 12 júní kl 17:00, kom nýkjörin hreppsnefnd saman til fyrsta fundar í hreppsstofu. Allir nefndarmenn mættir.
“Starfsaldursforseti” Kristjana Björnsdóttir, bauð nýkjörna hreppsnefndarmenn velkomna til starfa og kannaði lögmæti fundarins,
hreppsnefndarmenn samþykktu að fundurinn teldist lögmætur og löglega hefði verið til hans boðað.
1. Kjörfundargerð frá 27 maí 2006:
Samkvæmt kjörfundargerð voru eftirtaldir kosnir sem aðalmenn og varamenn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps:
Aðalmenn:
Jakob Sigurðsson Hlíðartúni
Jón Sigmar Sigmarsson Desjarmýri
Steinn Eiríksson Ásbrún
Kristjana Björnsdóttir Bakkavegi 1
Ólafur Arnar Hallgrímsson Skálabergi
Varamenn:
Jóna Björg Sveinsdóttir Geitlandi
Bjarni Sveinsson Hvannstóð
Ásta Sigfúsdóttir Brautarholti
Björn Skúlason Sætúni
Katrín Guðmundsdóttir Jökulsá
2. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:
Oddviti var kjörinn Jakob Sigurðsson með 3 atkvæðum. Jakob tók nú við fundarstjórn. Varaoddviti var með hlutkesti valinn Jón Sigmar
Sigmarsson.
3. Fundartími hreppsnefndarfunda næsta ár:
Hreppsnefndarfundir verði eins og áður fyrsta og þriðja mánudag mánuðina september til apríl en fyrsta mánudag mánuðina maí
til ágúst. Beri reglulegan fundardag upp á frídag færist fundur að jafnaði aftur til næsta virks dags.
4. Nefndarkosningar til eins árs:
Undirkjörstjórn við Alþingiskosningar
Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson Varamenn: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Bjarni
Sveinsson Hólmfríður
Lúðvíksdóttir
Þórey
Eiríksdóttir Margrét Bragadóttir
5. Nefndarkosningar til fjögurra ára:
a) Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar:
Aðalmenn: Ásta Magnúsdóttir Varamenn: Kári Borgar Ásgrímsson
Jóna Björg Sveinsdóttir
Bjarni Sveinsson
Björn
Aðalsteinsson Þórey Eiríksdóttir
b) Skoðunarmenn hreppsreikninga:
Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson Varamenn: Kári B Ásgrímsson
Sigurlína
Kristjánsdóttir Þorsteinn Kristjánsson
c) Skólanefnd grunnskóla
Aðalmenn: Margrét Hjarðar Varamenn: Sigrún H Arngrímsdóttir
Susanne Naumann
Helgi H Ásgrímsson
Jökull
Magnússon Andrés Björnsson
d) Byggingar og brunavarnarnefnd:
Aðalmenn: Jakob Sigurðsson Varamenn: Karla Sveinsson
Björn
Skúlason Ásgeir Arngrímsson
Ólafur
Aðalsteinsson Baldur Guðlaugsson
e) Leikskólanefnd:
Aðalmenn: Ólafur A Hallgrímsson Varamenn: Sigurlína Kristjánsdóttir
Þórey
Eiríksdóttir Guðlaug
Dvalinsdóttir
Susanne
Naumann Þröstur F Árnason
f) Landbúnaðarnefnd:
Aðalmenn: Jón S Sigmarsson Varamenn: Andrés Hjaltason
Andrés
Björnsson Þorsteinn Kristjánsson
Ásgeir
Arngrímsson Matthildur Þórðardóttir
g) Stjórn Fjarðarborgar:
Aðalmenn: Karl Sveinsson Varamenn: Helga Björg Eiríksdóttir
Jakob
Sigurðsson Jón Sigmar Sigmarsson
h) Hafnarstjórn.
Hreppsnefnd fer með stjórn hafnarmála eins og áður.
i) Fulltrúaráð Héraðsskjalasafns:
Aðalmaður: Björn Aðalsteinsson Varamaður: Kristjana
Björnsdóttir
j) Stjórn Minjasafn Austurlands:
Aðalmaður: Kristjana Björnsdóttir Varamaður: Björn Aðalsteinsson
k) Jafnréttisnefnd:
Bryndís Snjólfsdóttir, Jóna Björg Sveinsdóttir og Kári Borgar Ásgrímsson.
l) Staðardagskrárnefnd:
Jakob Sigurðsson, Steinn Eiríksson, Margrét Bragadóttir, Bjarni Sveinsson Þorsteinn Kristjánsson og
Jóna Björg Sveinsdóttir.
m) Í stjórn Kjarvalsstofu:
Aðalmaður: Jakob Sigurðsson Varamaður: Björn Skúlason
n) Stjórn Borgar ehf:
Aðalmenn: Jakob Sigurðsson Varamenn: Kristjana Björnsdóttir
Jón S
Sigmarsson
Ólafur A Hallgrímsson
Steinn Eiríksson
Sá nefndarmaður, sem fyrst er talinn skal kalla nefndina saman til fyrsta fundar.
6.Kjörstjórnarlaun v/sveitarstjórnarkosningar:
Kjörstjórnarlaun kr 25.000 á mann og kr 10.000 til dyravarðar.
7. Sveitarstjóri:
Hreppsnefndin stefnir að ráðningu sveitarstjóra og mun oddviti kanna þau mál á næstu
dögum.
8.Bréf Jónu Bjargar Sveinsdóttur:
Hreppsnefndin samþykkir einróma þá ósk Jónu Bjargar að
verða leyst undan því að taka sæti 1. varamanns í Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps þetta kjörtímabil.
9.Vínveitingarleyfi Veitingarsölu Fjarðarborg.
Hreppsnefndin samþykkir einróma umbeðið veitingarleyfi til tveggja
ára , fyrir lágu öll tilskilin gögn og ekki þótti ástæða til sérstakra takmarkana.
10. Úrskurður Félagsmálaráðuneytis:
Steinn Eiríksson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu
í málinu, vanhæfi hans var borið undir hreppsnefnd sem samþykkti það einróma, eftir lestur fundargerðar vék Steinn af fundi. Kristjana vakti
athygli á hugsanlegu vanhæfi vegna tengsla við Álfastein ehf, hreppsnefnd hafnaði vanhæfi Kristjönu með 3 atkvæðum.
Úrskurðurinn hafnar kröfu Borgarfjarðarhrepps um að umsamið kaupverð íbúðar í Smáragrund verði talið markaðsverð
þannig að ekki komi til skerðingar á framlagi Varasjóðs Húsnæðismála vegna sölunnar.
Úrskurðarorð:
“Ákvörðun ráðgjafanefndar Varasjóðs Húsnæðismála um söluframlag til Borgarfjarðarhrepps skal standa
óhögguð.”
Eintök af úrskurðinum í heild liggur frammi á Hreppsstofu.
Engar athugasemdir við fundargerð. Fundi slitið kl 21:40
Undirskriftir Kristjana Björnsdóttir
Fundargerð 06.05.22 - 10
Árið 2006, mánudaginn 22.mai, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn:
Kristjana, Bjarni, Jóna Björg, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið á m.a. áhaldahúsviðbyggingu, fuglabækling, Austurbæjalínu, ADSL, Borg ehf, Álfasteinsábyrgð (gamla), ársskýrslu
og aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna reksturs Grunnskóla Borgarfjarðar árið 2005.
2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2005.
Samþykktur einróma við síðari umræðu.
3. Veðleyfi í Njarðvík:
Andrés Hjaltason óskar eftir veðleyfi í Njarðvík vegna skuldbreytingaláns.
Hreppsnefndin telur þörf á ítarlegri upplýsingum um stöðu veðlána o.fl. áður en tekin er afstaða til veitingar veðleyfisins.
4. Félagsþjónusta og brunavarnir:
Hreppsnefndin samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um rekstrarsamlag brunavarna enda verði tekið tillit til athugasemda slökkviliðsstjóra á Borgarfirði um
skipulag slökkviliðs Borgarfjarðar.
Hreppsnefndin samþykkir aðild Borgarfjarðarhrepps að félags- og barnaverndarþjónustu, sbr. fyrri fundargerðir, enda verði skipting sveitarfélaga
í norður- og suðursvæði skilgreind fyrirfram.
5. Stjórnsýslukæra:
Kærunefnd húsnæðismála hefur fellt úrskurð vegna
stjórnsýslukæru Steins Eiríkssonar vegna sölu á Smáragrund. Í úrskurðinum eru málsatvik rakin og í lokin eru
eftirfarandi
"ÚRSKURÐARORÐ
Ekki eru efni til að gera athugasemdir við niðurstöðu Borgarfjarðarhrepps frá 15.ágúst 2005 í máli Steins Eiríkssonar,
Iðngörðum, 720 Borgarfirði, um ákvörðun Borgarfjarðarhrepps við sölu Smáragrundar, Borgarfirði."
Hægt er að nálgast eintök af úrskurðinum í heild á Hreppsstofu.
- - - - - - - - - - - -
Í lok fundarins þakkaði oddviti hreppsnefndarmönnum og sveitarstjóra gott samstarf á kjörtímabilinu og óskaði eftir svohljóðandi
bókun:
Þar sem Magnús Þorsteinsson hefur tilkynnt kjörstjórn að hann gefi ekki kost á endurkjöri í komandi sveitarstjórnarkostningum vill oddviti
fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps færa Magnúsi sérstakar þakkir fyrir áratuga farsæl og óeigingjörn störf í þágu
Borgfirðinga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 06.05.08 - 09
Árið 2006, mánudaginn 8. mai, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn:
Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra . Hlynur Sigurðsson löggiltur endurskoðandi sat fundinn undir 1.
dagskrárlið. Fyrir var tekið:
1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2005 - Fyrri umræða:
Hlynur skýrði reikninginn og svaraði fyrirspurnum
nefndarmanna.
Samþykktur einróma.
2. Skýrsla sveitarstjóra:
Nokkur atriði komu til umræðu, þar á meðal aukaframlag v/grunnskóla, sveitarotþrær, áhaldahúsviðbygging og
sparkvöllur.
3. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020:
Fyrir fundinum lá tillaga UMÍS, sbr. fundargerð 20. mars sl.
Áætlunin samþykkt einróma.
4. Atvinnuaukningarsjóður:
Hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Kristjönu, starfsmanns Álfasteins og áður var Jakob talinn vanhæfur og viku þau af fundi.
Ráðstöfunarfé sjóðsins í ár er 1,9 millj. skv. fjárhagsáætlun. Ákveðið að bæta tæpri milljón
við þá upphæð. Hreppsnefndin samþykkti eftirfarandi lánveitingar enda verði veðsetningar með fullnægjandi hætti:
Kári Borgar ehf kr 1.000.000 v/bátakaupa
Álfasteinn ehf
500.000 v/tækjakaupa
Jakob Sigurðsson 1.200.000 v/kaupa á
áætlunarbíl
Jóhanna Borgfjörð 140.000 v/endurbóta
í Ásbyrgi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Næsti fundur hreppsnefndarinnar verður 22. mai nk.
Fundargerð 06.04.24 - 08
Árið 2006, mánudaginn 24. apríl, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00.
Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta var gert á
fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var m.a. á áhaldahúsviðbyggingu, frystihússölu og svæðisúrgangsáætlun.
2. Atvinnuaukningarsjóður:
Úthlutun lána úr sjóðnum verður á næsta hreppsnefndarfundi. Litiðverður svo á að umsækjendur sem ekki hafa þá
gert grein fyrir hvaða veð verða veitt fyrir viðkomandi láni hafi fallið frá umsókninni.
3. Brunasamlag:
Hreppsnefndin er að mestu sátt við fyrirhugað skipulag brunsamlags en telur að taka verði tillit til athugasemda slökkviliðsstjóra hreppsins um skipulag
slökkviliðs á Borgarfirði. Sveitarfélög verða að eiga fulla aðild að brunasamlaginu vilji þau vera með.
4. Félagsþjónusta:
Fyrir fundinum lágu minnispunktar vegna hugmynda um sameiginlega félagsmálanefnd og skipan félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og nokkurra
nágrannasveitarfélaga þess.
Hreppsnefndin er samþykk samningsdrögunum sem eru í raun útvíkkun á samningum Fljótsdalshéraðs við Borgarfjarðarhrepp og
Fljótsdalshrepp um þessi mál.
Ekki er hægt að fallast á annað en að sameiginleg félagsmálanefnd fari með bæði félags- og barnaverndarmál með fullri aðild
allra sveitarfélaganna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 06.04.03 - 07
Árið 2006, mánudaginn 3. apríl, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl. 17:07 í Hreppsstofu. Á
fundinum voru Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Á fundinum var þetta gert:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Lítillega var fjallað um m.a. frystihússölu, ADSL, refaveiðimenn, rekstrarframlag vegna félagsíbúða, svæðisskipulag á
Héraðssvæði, væntanlegan kynningarfund Umhverfisstofnunar og næsta hreppsnefndarfund sem verður mánudaginn 24. apríl nk. Oddviti greindi frá
700 þús króna styrkveitingu Menningarráðs Austurlands til tónleikahalds á vegum Kjarvalsstofu.
2. Búfjáreftirlitsnefnd:
Þorsteinn Kristjánsson tilnefndur fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í nefndina og Jón
Sigmar til vara.
3. Álfasteinsábyrgð:
KB-banki Egilsstöðum hefur stefnt Borgarfjarðarhreppi til greiðslu skuldar að
fjárhæð kr 539.066 ásamt dráttarvöxtum frá 1.11.2003 til greiðsludags. Skuldina telur bankinn tilkomna vegna einfaldrar ábyrgðar hreppsins
á verðtryggðu skuldabréfi sem gefið var út af Álfasteini hinum gamla 19.03.1997. Að vel athuguðu máli samþykkti hreppsnefndin með 3
atkv. gegn 1 að Kristjana væri vanhæf til að fjalla um málið vegna skyldleika við útibússtjóra KB-banka á Egilsstöðum og
vék hún af fundi við umfjöllun þess. Hreppsnefndin samþykkti einróma að taka til varna í málinu.
4. Atvinnuaukningarsjóður:
Borist höfðu fimm umsóknir um lán úr sjóðnum þ.á m. frá Jakobi Sigurðssyni sem hreppsnefndin samþykkti einróma að
væri vanhæfur að fjalla um veitingu lánanna og vék hann þá af fundinum. Ekki er talið fært að lána til eigna sem keyptar voru fyrir
meira en ári og verður því að hafna einni umsókninni. Óskað er eftir að aðrir umsækjendur geri grein fyrir hvaða veð veitt
verði fyrir viðkomandi láni og leggi fram veðbókarvottorð sé eignin orðin veðhæf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 06.03.20 - 06
Árið 2006, mánudaginn 20. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn:
Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni ásamt sveitarstjóra. Þetta var gert á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið m.a. á Vatnsveitustarfsleyfi, dvalarheimili, áhaldahúsviðbyggingu,
vigtunarmál, hafnaáætlun og ADSL.
2. Fasteignaskattar:
Felldir voru niður fasteignaskattar nokkurra elli- og örorkulífeyrisþega. Samþykkt að nota nýtt heimildarákvæði í tekjustofnalögum
til að veita styrki vegna fasteignaskatta af Vinaminni og Lindarbakka svo og ferðafélagsskálunum í Breiðuvík og Húsavík.
3. Brunavarnaáætlun sem slökkviliðsstjóri hefur aðlagað aðstæðum á Borgarfirði samþykkt
einróma og undirrituð.
4. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020:
Framlögð drög sem unnin hafa verið af UMÍS í Borgarnesi. Einnig var greint lauslega frá kynningarfundi um málið, sem haldinn var á
Egilsstöðum 16. mars.
Hreppsnefndin hefur ekkert við áætlunardrögin að athuga.
5. Brunasamlag og félagsþjónusta:
Fljótsdalshérað hefur fundað með nokkrum
nágrannasveitarfélögum um þessi mál en ekki hefur þótt ástæða til að sækja þá fundi af hálfu
Borgarfjarðarhrepps.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur frá byrjun þessarar brunasamlagsumræðu verið þess mjög hvetjandi að gengið yrði til samstarfs á
þeim nótum sem nú eru til umræðu og er afstaða nefndarinnar óbreytt hvað það varðar.
Nefndin hefur ekkert við það að athuga að fleiri sveitarfélög en Fljótsdals- og Borgarfjarðarhreppar semji við Fljótsdalshérað um
félags- og barnaverndarþjónustu og fái þá aðild að félags- og barnaverndarnefndinni enda verði óbreytt fyrirkomulag að
öðru leyti.
6. Sýning listaháskólanema:
Hreppsnefndin fagnar áformum nokkurra listaháskólanema um listsýningu á Borgarfirði í ágúst n.k. og mun greiða fyrir henni eftir
mætti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson, fundarritari
Minnt er á eindaga umsókna um lán hjá Atvinnuaukningarsjóði
sem er 1. apríl n.k.
Fundargerð 06.03.06 - 05
Árið 2006, mánudaginn 6. mars var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps
sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jakob, Kristjana, Baldur, Jóna Björg og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á
fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Litið m.a. á fundargerð frá fundi á Egilsstöðum um brunasamlag og
félagsþjónustu, starfsleyfi vatnsveitu, brunavarnaáætlun sem verður til afgreiðslu á næsta fundi o.fl.
2. Sparkvöllur:
Að áeggjan formanns UMFB hefur verið send umsókn til KSÍ um sparkvöll til að halda opnum möguleika á að byggja hann á árinu
2007.
3. Samgönguáætlun 2007 - 2010:
Samþykkt að sækja um ríkisframlag til að byggja viðlegukant við
Hólmagarð
í bátahöfninni á áætlunartímabilinu.
4. Fasteignaskattur-Reglur um niðurfellingar:
Hreppsnefndin samþykkti eftirfarandi reglur um niðurfellingu fasteignaskatts:
Felldur er niður fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega enda eigi viðkomandi þar lögheimili, hafi
látið af launuðu starfi (bæði hjónin) og íbúðin ekki að jafnaði nýtt af öðrum.
Hreppsnefndinni er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
5. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2007 -2009 samþykkt einróma við síðari umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 06.02.20 - 04
Árið 2006, mánudaginn 20. febrúar, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu.
Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á stöðu og framgang ýmissa mála sem á dagskrá eru um
þessar mundir og varða byggðarlagið. Þar á meðal vegabætur, Austurbæjalínu, starfsleyfi vatnsveitu, rotþróauppgjör,
svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs, ADSL, brunavarnir og félagsþjónustu. Þá voru ekki talin efni til að styrkja
sveitablaða-verkefni né námskeiðið Máttur kvenna.
2. Launaviðbætur:
Hreppsnefndin samþykkti einróma að nýta heimild Launanefndar sveitarfélaga til að greiða tímabundnar launaviðbætur við gildandi
kjarasamning við Starfsgreinasamband Íslands.
3. Gjaldskrár:
Samþykkt að hækka gjaldskrá í kr 6.000 fyrir hvern kött. Sveitarotþróagjald ákveðið kr 4.000 á rotþró árlega
frá og með næsta ári.
4. Fjárhagsáætlun 2007 - 2009:
Framlögð drög að áætluninni sem hreppsnefndin samþykkti við fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -
Fundargerð 06.01.23 - 03
Árið 2006, mánudaginn 23. jan., var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn:
Jakob, Kristjana, Baldur, Jóna Björg og Bjarni ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. drepið á gistingarleyfi, breytingar á svæðisskipulagi á
Fljótsdalshéraði og kattaleyfisgjöld. Ný vatnsveitugjaldskrá samþykkt við síðari umræðu.
2. Fjárhagsáætlun 2006 - Síðari umræða:
Áætlunin samþykkt
einróma. Helstu niðurstöðutölur í þús.
kr:
Skatttekjur
47.750
Bókfærðar heildartekjur 89.685
Rekstrarafgangur fyrir afskriftir
og afborganir langtímaskulda 11.960
Afborganir langtímaskulda 3.000
Fjárfestingar
8.250
Bati lausafjárstöðu
710
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -
Fundargerð 06.01.09 - 02
Árið 2006, mánudaginn 9. jan., var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum
voru: Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið eina mál fundarins; framhald fyrri umræðu um
fjárhagsáætlun 2006.
Fyrri umræðu lokið og áætlunin samþykkt einróma til annarrar umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30
Undirskriftir
MÞ fundarritari
Fundargerð 06.01.02 - 01
Árið 2006, mánudaginn 2. jan. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn:
Kristjana, Bjarni, Jón Sigmar, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra og oddvita:
Drepið á nokkur mál sem unnið hefur verið að undanfarið.
Hreppsnefndin ákvað að fresta frekari sölu á félagslegum íbúðum fram á mitt þetta ár.
Oddviti greindi frá heimsókn þýskra ferðaskrifstofumanna, sem voru að huga að möguleikum á sjóstangaveiði.
2. Vatnsveitugjaldskrá:
Samþykkt einróma við fyrri umræðu:
3. Fundargerðir landbúnaðarnefndar frá síðasta hausti lagðar fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun 2006:
Fyrri umræða lengra komin. Verður fram haldið á aukafundi næsta mánudag.
5. Byggðakvóti:
Hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Bjarna og Jóns Sigmars við umfjöllun um byggðakvótann og
viku þeir af fundinum undir þessum dagskrárlið.
Hreppsnefndin telur sig tilneydda að hafna einni umsókn um byggðakvótann þar eð byggðakvóti bátsins hafði í raun verið leigður
frá honum á síðasta fiskveiðiári.
Hreppsnefndin samþykkti síðan að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að byggðakvóta Borgarfjarðarhrepps, 93
þorskígildislestum, verði skipt milli eftirtalinna ellefu báta, 8.455 þorskígildiskíló til hvers:
Emil NS 5 Sknr 1963,
Högni NS 10 Sknr 1568,
Hjörleifur NS26 Sknr 9055,
Teista NS 57 Sknr 6827,
Eydís NS 32 Sknr 2132,
Sædís NS 154 Sknr 2508,
Esther NS 81 Sknr 7221,
Sæfaxi NS 145 Sknr 2465,
Góa NS 8 Sknr 6605,
Glettingur NS 100 Sknr 2666,
Gletta NS 99 Sknr 6305.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 22:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -