Herjólfsvík

HerjólfsvíkHerjólfsvík er næst sunnan Litluvíkur og Breiðuvíkur. Víkin er lítil en ákaflega fögur og er mikið um sérkennilegar jarðmyndandir. Engin merkt leið liggur enn sem komið er til Herjólfsvíkur og ber að varast að fara þar í þoku, því þar er mjög villugjarnt. En óhætt er að fullyrða að enginn, sem kemur til Herjólfsvíkur í góðu veðri fer þaðan ósnortinn, enda ekkert sem minnir á nútímann á þessum afskekkta og fallega stað.

Í Herjólfsvík var aldrei búið ef frá er talin frásögn í þjóðsögum um Herjólf og systur hans Gunnhildi sem bjó í Gunnhildardal í Húsavík. Deildu þau um upprekstrarland sem endaði með því að þau felldu skriður á bæi hvors annars. Gunnhildur og hennar fólk komust af, því hún hafði veður af ferð Herjólfs, en hann fórst hins vegar ,,með hyski sínu öllu‘‘ undir skriðu Gunnhildar.

Sunnan Herjólfsvíkur eru Blábjörg, tígurlegt stuðlabergsþil og þar er talið að álfabiskupinn
yfir Íslandi búi.  Aðeins lítill hluti Blábjarga sést af landi, en frá sjó sést að þetta er mikilfenglegt
náttúrufyrirbrigði