8. apríl 2019
Mætt: Zlata, Júlíus, Páll, Pétur og Jóna.
Fundarefni:
Úrbótaganga. Umhverfisnefnd Borgarfjarðarhrepps óskar eftir því að nemendur aðstoði við úrbótagöngu sem fara á í sveitarfélaginu og bendi á það sem þeim þykir megi fara betur. Nemendur taka vel í þetta. Ákveðið að þeir fari með sinni fjölskyldu í gönguna en geti einnig skilað inn ábendingum í gegnum strarfsmann nefndarinnar ( Jónu ).
Það sem nemendur sjá strax að geti verið fallegra er: svæðið í kringum Bakkaárbrúna, göngustígurinn upp í útikennslustofu og merkja leiðina þangað, meira af blómum í útipottum á sumrin, fleiri bekki og sæti, mætti mála vegginn á þvottaplaninu og moka burt drullunni, laga gamla steypta völlinn og skipta um körfuboltaspjöld.
Fjáröflunarbingó. Þar sem það voru veikindi og mikill undirbúningur vegna árshátíðar ákveðið að bíða með að gerast þorpsvinir þangað til í haust.
Fleira ekki gert og fundi slitið
11. mars 2019
Mætt: Zlata, Júlíus, Páll, Pétur og Jóna
Fundarefni:
Pappírsþurrkur. Athuga hvort ekki megi hafa handklæði í stað bréfþurkna á salernum bæði nemenda og kennara. Leikskólinn hefur haft það svoleiðis s.l. tvö ár. Ákveðið Jóna spyrji skólastjóra um þetta.
Fjáröflun: Ákveðið að hafa fjáröflunarbingó í apríl ( fyrir páska ) til að safna peningum. Ákveðið að gerast þorpsvinir hjá samtökunum SOS. Jóna komi á sambandi við þau samtök fyrir skólann.
Fleira ekki gert og fundi slitið
12. nóvember 2018
Mætt: Zlata, Júlíus, Páll, Pétur og Jóna
Fundarefni:
Útikennslustofa: Nemendur ánægðir með verkefnið sérstaklega af því að við gátum verið svo mikið úti. Umræður sköpuðust um það hvort við getum tengt þetta verkefni neyslu. Ákveðið að svo væri þar sem við þurftum ekki að kosta miklu til, vorum nægjusöm og gerðum okkur að góðu það sem aðrir vildu ekki nota.
Kertaganga í Álfaborg. Ákveðið að fara aðra kertagöngu í Álfaborg eins og við gerðum í fyrra. Þema göngunnar eftir sem áður „misjöfn kjör barna í heiminum“.
Fleira ekki gert og fundi slitið
24. sept. 2018
Mætt: Zlata, Júlíus, Páll, Pétur og Jóna umsjónarm.
Farið yfir umhverfisgátlista. Julian Eron ( leikskólanemandi ) mætti á fundinn og hjálpaði til. Nemendum skipt í tvo hópa. Þeir fóru yfir listana og kynntu niðurstöður fyrir hinum nemendunum. Niðurstöðurnar verða kynnar starfsfólki skólans á starfsmannafundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
27. ágúst 2018.
Mætt: Zlata, Júlíus, Páll, Pétur og Jóna umsjónarm.
Fundarefni:
Skipa í umhverfisnefnd: Þar sem aðeins eru fjórir nemendur í skólanum var ákveðið að allir séu í umhverfisnefnd bæði nemendur í grunnskóla en eins elsti nemandinn í leikskólanum Julian Eron 5 ára. Pétur Atli kosinn formaður nefndarinnar.
Ákveða verkefni vetrarins:
Gönguferðir: Fyrir valinu urðu Landsendinn, Geirishólar, Svartfell, Fardagafoss og Hrafnatindar.
Styrkja börn í útlöndum: Ákveðið að hafa fjáröflun og safna peningum til að styrkja barn/börn/þorp. Nánari ákvörðun um þetta tekin síðar.
Neysla: Vinna verkefni tengt neyslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.