Ég sjálf/ur, líkaminn minn og umhverfi

  Ég sjálf/ur - líkami minn og umhverfið  

Markmið:

  • að barnið sé meðvitað um mismunandi fjölskyldubönd
  • að auka skilning barnsins á líkama sínum, líkamshlutum og starfsemi þeirra
  • að barnið sé meðvitað um heilbrigði og hollustu
  • að efla hreyfiþroska
  • að barnið skynji og læri að meta sitt nærumhverfi
  • að barnið þekki hin ýmsu kennileiti bæjarins
  • að barnið öðlist þekkingu á heimabæ sínum og nánasta umhverfi
  • að barnið skilji og læri hugtök í tengslum við líkama og hreyfingu
  • að barnið læri að fara að fyrirmælum

Leiðir:

  • Fara í vettvangsferðir og könnunarleiðangra
  • Fara í leiki sem efla  samhæfingu, fimi,  og úthald
  • Vinna með margvíslegan efnivið s.s. strá, steina, pappír, liti, leikdeig og ýmiss konar verðlaust efni
  • Lesa og syngja

Verkefni:

  • Skoða nágrenni okkar og búa til lágmynd
  • Taka mynd á myndavél
  • Lesa sögur um Borgarfjörð
  • Fara í heimsóknir á vinnustaði
  • Íþróttatímar sem reyna á samhæfingu, úthald og fimi
  • Búa til pappírspésa
  • Mála mynd með fótunum, höndunum, munninum
  • Verkefnamappa
  • Bakstur

Bækur:

Tumi og Magga, Stúfur, Tumi bakar, Tumi fer til læknis, Emma, Það er gaman í leikskóla, Líkaminn okkar, Ég fer í læknisskoðum, Stubbur, Dísa litla, Tommi er stór strákur, Emma fer til tannlæknis, Mínir einkastaðir, Fari til læknis, Um líkama þinn,  Það á að lækna mig sagði Ponsi litli, Tommi lærir um líkama og heilbrigði, Bragð, Lykt, Heyrn, Sjón, Tilfinningar. 

Söngvar:

Þú skalt klappa, Ég á gamla frænku,  Fingurnir,  Furðuverk, Óskasteinar, Höfuð herðar né og tær,  Hreyfa litla fingur, Tvö skref til hægri,  Klappa saman lófunum,  Fingurnir, Tásurnar, Litlu andar ungarnir,