Fundargerð 07.12.19 - 18
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu miðvikudaginn 19. des. kl. 18:00 fundurinn er aukafundur.Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Bjarni í stað Steins.
- Breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins
Hreppsnefndin samþykkir einróma að óska eftir því við skipulagsstofnun að
eftirfarandi breytingar verði gerðar á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016 sem hreppsnefndin telur óverulegar.
1) Landnotkun á um 5000 fermetrar svæði nyrst í Bakkagerðisþorpi breytist úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og
þjónustusvæði BV4.Ástæða breytingarinnar eru áform um byggingu gistihúss í áföngum.
2) Svæði við vatnstank (umhverfis gamla vatnstankinn) var opið óbyggt svæði, en verður verslunar- og þjónustusvæði
BV5.Ástæða breytingarinnar eru áform um uppbyggingu ferða- og fræðsluþjónustu.
3) Reitur BH (iðnaðarsvæði) verður verslunar- og þjónustusvæði BV6.Ástæða breytingarinnar eru áform um að breyta gamla
frystihúsinu í gisti- og veitingaþjónustu
4) Hluti iðnaðarsvæðis BI6 verður svæði fyrir frístundabyggð.Ástæða breytingarinnar er að húsi á umræddum reit
hefur verið breytt í sumarhús.
Hreppsnefndin samþykkir að bæta það tjón er einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytingu þessa.
- Deiliskipulag fyrir hótelbyggingu á Bökkunum
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til kynningar.
- Tónlistakennsla
Samþykkt fjárveiting til að ráða tónlistakennara til starfa í Grunnskólanum frá 1. janúar til 31.
maí 2008.
- Húsaleiga Iðngörðum
Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu undir þessum dagskrárlið,tillaga um vanhæfi hennar
felld samhljóða með 4 atkvæðum.
Fyrir tekið bréf Steins Eiríkssonar varðandi húsaleigu í Iðngörðum.Hreppsnefndin hafnar einróma erindi Steins um lækkun á
húsaleigu frá apríl 2004 til desember 2007 enda liggur fyrir undirritaður húsaleigusamningur sem er í fullu gildi.
- Kauptilboð í fasteignir
Borist hefur kauptilboð frá Álfasteini ehf. í Iðngarðana að upphæð kr. 6,600
miljónir.Hreppsnefndin samþykkir kauptilboðið einróma.
- Skýrsla oddvita
Hreppsnefndin fór yfir nokkur atrið sem nauðsynlegt er að lokið verði við fyrir áramót, oddviti er búinn
að ræða þessi atriði við sveitastjóra.
Rætt um ráðningasamning sveitastjóra sem rennur út 31. des. 2007.
Fundi slitið kl: 21.55-Kristjana Björnsdóttir ritaði-
Fundargerð 07.12.03 - 17
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 3. des. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Steinn.
1.. Útsvarsprósenta 2008
Útsvarsprósenta ákveðin 13.03% sem er hámarksálagning.
2.. Kauptilboð í fasteignir
Steinn vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem var samþykkt einróma og vék hann af fundi undir
þessum dagskrárlið.
Kristjana tók við fundarritun í fjarveru Steins.
Borist hafa kauptilboð í fasteignirnar Kögur og Iðngarða, hreppsnefndin samþykkti einróma að hafna báðum þessum tilboðum.Eignirnar eru
áfram til sölu.
3.. Fjárhagsáætlun 2008
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
4.. Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra:
Fjallskil: Stefnt er á viðræður við Fljótsdalshérað og Seyðfirðinga um gerð 3 ára samnings um framkvæmd fjallskila
í Loðmundarfirði.
Bréf: Kynnt bréf frá Dýralæknafélagi Íslands vegna örmerkjagagnagrunns. Bréf frá UMFÍ vegna
íþróttamannvirkja kynnt. Bréf frá Stígamótum vegna fjárbeinar.
Fundir og fundargerðir: Fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands frá 15 nóvember kynnt. Fundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga verður 6. des
í Vinaminni.
Annað: Sveitarstjóri skýrði frá íbúatölu og lögheimilisflutningum á árinu.
Jakob skýrði frá horfum á vegaframkvæmdum á leiðinni Móberg til Hóll, sem eru miklar líkur á að verði næsta
sumar. Jakob óskaði eftir frekari skýringum og tölum vegna niðurrifs bræðslutanka.
Ólafur spurðist fyrir veðurstöð og Kristjana um skipulagsmál. Jakob spurðist fyrir um leigumál hjá hreppnum.
Fundi slitið kl:21.45.Fundargerð ritaði Steinn Eiríksson
Fundargerð 07.11.19 - 16
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 19. nóv. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Ólafur, Kristjana og Steinn.
1.. Fjárhagsáætlun 2008
Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 og farið yfir hluta hennar.
2.. Fasteignagjöld 2008
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr 10.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr
5.500. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum. Sorpförgunargjöld skv.
óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000, FKS kr 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: kr 3.000
á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr 12.000 lágmarki kr 5.000. FKS kr
30.000.Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á
atvinnuhúsnæði 1%, á sjúkrastofnanir, skóla og fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.
3.. Launamál
Hreppsnefnd staðfestir leiðréttingu á launum fyrri skólastjóra vegna seinustu þriggja ára. Fjallað var um launamál hjá
sveitarfélaginu. Sveitarstjóri gerði að tillögu sinni að þessi liður yrði haldinn fyrir luktum dyrum og bókað í
trúnaðarbók og var það samþykkt.
4.. Skýrsla sveitarstjóra
Skýrsla sveitarstjóra:
Skólamál: Skólastjóri hefur skoðað möguleika þess að ráða tónlistakennara í hlutastarf á næstu
önn. Vegna breyttra aðstæðna í mannahaldi eru skólastjóri og leikskólastjóri að vinna tillögur að breytingum skólahaldi.
Önnur skólamál kynnt.
Heilbrigðismál: Fundargerðir HAUST kynntar. Olíulykt hefur fundist úr hluta af fráveitukerfi hreppsins að undanförnu. Leit að uppruna hefur
enn ekki borið árangur. Málið hefur verið tilkynnt HAUST.
Framkvæmdir: Réttir og girðingar hafa kostað 871 þús í ár en áætlun gerði ráð fyrir 650 þús en
framkvæmdir við réttir í Loðmundarfirði fóru töluvert fram úr því sem reiknað var með í
fjárhagsáætlun. Í ár var áætlað fyrir sparkvöll kr 2,25 milljónir en það var áður en ákvörðun var
tekin að breyta hönnun í yfirbyggt hús í maí sl. Kostnaðurinn við Sparkhöllina er kominn í kr. 3,85 milljónir og kostnaður enn
óbókaður við hana. Skemman við áhaldahúsið var hönnuð í byrjun sumars og pöntuð í framhaldinu. Skemman sem er 300 fm
með vegghæð 4,4 mtr kostar rúmar 9 milljónir óuppsett. Von er á húsinu fljótlega. Við leikskólann hefur girðing verið
endurnýjuð og skipt um sandkassa o.fl. Kostnaður við þetta er 800 þús. Fjárhagsáætlun 2007 gerði ráð fyrir að nota 350
þús í leikskólann. Á áætlun var 1,1 milljón í vatnsveitumál en 150 þúsund notuð. Vegir á
Víknaslóðum kostuðu 900 þús en 1,25 milljónir voru á áætlun og úr Styrkvegasjóði. Niðurrif bræðslutanka
kostaði 1,8 milljónir en áætlun gerðu ráð fyrir 400 þús. Þetta verk fór langt fram úr áætlun fagaðila.
Ferðamannaaðstaða við Hafnarhólma o.fl. kostaði 290 þús en á áætlun var uppá 600 þús. Nokkur verkefni voru á
áætlun varðandi viðhald fasteigna og stærsta var í Þórshamar sem kostaði kr. 560 þús sem var nærri áætlun.
Sjóvarnir við Fiskmóttökuhús FKS og í Karlfjöru eru í umsjón Siglingarstofnunar og þeirra hönnun á verkinu lá fyrir
í vor. Verktaki í verkið fannst í sumar og gerður var samningur við hann í september og skulu verklok vera seinast lagi í apríl 2008. Tilboð
verktakans var undir viðmiðunartölum Siglingarstofnunar. Kostnaður við sjóvarnirnar eru tæpar 6 milljónir og eru að 88% greiddar úr
ríkissjóði. Ekki eru aðrar sjóvarnir á Borgarfirði á samgönguáætlun Alþingis á tímabilinu 2007 til 2010.
Vinna starfamanna áhaldahússins til loka október: Stærstu verk ársins eru; Sorphirða og sorpmál 750 kls mest í jan, feb og
ágúst. Framkvæmdir við leikskóla 375 kls mest í júlí og ágúst. Vigtun afla 365 kls. Sparkhöll 295 kls í október.
Viðhald á Þórshamri í feb og mars 292 kls. Sláttur og opin svæði júní til ágúst 291 kls + 460 kls vinnuskóla.
Verkefni á hafnarsvæðinu aðallega í maí og júní 291 kls. Réttir og girðingar í Loðmundarfirði í ágúst
og sept. 216 kls. Skólaakstur 184 kls. Uppsetning á nýjum löndunarkrana í mars og apríl 165 kls. Viðhald á palli og tröppum á
ferðamannaaðstöðu í Hafnarhólma í apríl, maí og júní 165 kls. Girðingar og réttir aðallega júlí,
ágúst og sept. 164 kls. Víknaslóðar og viðgerð gatna aðallega maí, ágúst og sept. 144 kls. Önnur verkefni tóku minni
tíma. Verkefni nóv. og des verða við skemmu við áhaldahús. Starfsmenn áhaldahúss hafa tekið lítið frí á þessu
ári og unnið vel og áfallalaust að öllum málum.
Annað: Kynnt beiðni frá Markaðsstofu Austurlands um framlengingu á samningi.
Sveitarstjóri tilkynnti að Borg ehf. hafi ákveðið að nota hluta af hagnaði seinasta árs til kaupa á jólaskrauti fyrir
sveitarfélagið upp á allt að 200 þús.
Fundi slitið kl: 22.30 Steinn Eiríksson ritaði
Fundargerð 07.11.05 - 15
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til fundar þess 15. á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 5. nóv. kl. 17:00 Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur, Jakob og Bjarni í stað Steins.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Jakob flutti skýrsluna í fjarveru sveitastjóra m.a. rætt um að verja þurfi steypu veggi kringum sparkvöllinn sem getur verið hættulegur
þeim sem eru að leik á vellinum. Jarðvinnu við áhaldahúsgrunninn er lokið en teikningar að grunninum er ekki tilbúnar enn.
Rætt um þann drátt sem orðið hefur á ákveðnum framkvæmdum á vegum Hreppsins. M.a. drepið á minka og
refaveiði, fund með þingmönnum NA-kjördæmis og Kjarvalsstofu. Lögð fram til kynningar ályktun samstarfsfundar forsvarsmanna Vopnafjarðar-
Borgarfjarðar- Breiðdals- og Djúpavogshreppa og Seyðisfjarðarkaupstaðar um „að strax verði skipað í sérstaka
verkefnastjórn um byggðaáætlun byggðalaga á Austurlandi sem standa utan áhrifasvæðis álversframkvæmda.“
Húseignirnar Kögur og Iðngarðar verða settar í sölumeðferð hjá fasteignasölu
2.. Erindi frá Seyðisfjarðarkaupstað vegna veiðistjórnunar.
Hreppsnefndin styður baráttu Seyðfirðinga í viðleitni þeirra til að fá Seyðisfjarðarflóa, að meðtöldum
Loðmundarfirði, lokað fyrir dragnótaveiðum.
3.. Fulltrúi á aðalfund HAUST
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps er Steinn Eiríksson.
4.. Starfsendurhæfing Austurlands
Borgarfjarðarhreppur er ekki aðili að Starfsendurhæfingu Austurlands og hefur ekki fengið ósk þess efnis, því telur hreppsnefndin ekki
ástæðu til að ábyrgjast reksturinn.
5.. Styrkumsókn vegna verkerfnis um útgáfu sveitablaða.
Umsókninni hafnað.
6.. Umsókn um lóð vegna hótelbyggingar.
Hreppsnefndin fagnar fyrirhugaðri hótel byggingu og mun láta skoða hvort einhverjir annmarkar eru á þeirri staðsetningu sem óskað er eftir.
7.. Fjárhagsáætlun 2008
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.
Kristjana óskaði eftir að fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands yrði tekin á dagskrá og var það samþykkt einróma.
8.. Fjárhagsáætlun Minjasafns Austurland
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 hljóðar upp á kr. 19.201.553 framlag Borgarfjarðahrepps til safnsins er kr. 539.448
Áætlun samþykkt einróma
Fundi slitið kl:
20.25
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð 07.10.01 - 14
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 1. okt. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón
Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Í bréfi dags. 11.sept. s.l. var farið yfir gæði neysluvatns og gerir HAUST kröfu ,,um að öll hross verið strax fjarlægð af svæðinu
umhverfis vatnsbólin.” Oddviti og sveitastjóri munu leita lausna í samráði við eigendur hrossanna. Sveitastjóri sagði frá
störfum almannavarnanefndar, hafnafundi og aðalfundi SSA, oddviti Borgarfjarðarhrepps á sæti sem varamaður í samgöngunefnd SSA. Aðalfundargerð
Skólaskrifstofu Austurlands lögð fram til kynningar. Fundargerðir félagsmálanefndar lagðar fram til
kynningar.
2.. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar ( 07-204)
Fundargerðin rædd og samþykkt með fjórum atkvæðum.
3.. Borgarfjarðarvegur
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps leggur til að fjárveiting sem ætluð er í Njarðvíkurskriður á árinu 2008 verði nýtt til
uppbyggingar á kaflanum Móberg – Hóll á Borgarfjarðarvegi. Hreppsnefndin telur þá framkvæmd mun brýnni og vonast til að
með þessu verði hægt að hefja þá framkvæmd á árinu 2008.
4.. Verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum (07-210)
Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til að taka þátt í verkefninu á þessu stigi.
5.. Svæðisskipulag Héraðssvæðis (07-206)
Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
Fundi slitið kl:
19.55
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð 07.09.03 - 13
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 3. sept. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón
Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Meðal annars kom fram að sparkvöllurinn verður færður til samkvæmt ósk UMFB og verður
staðsettur að nýju nú í vikunni og á þá að vera hægt að hefja framkvæmdir. Von er á tölum frá Jóhanni
Sigurðssyni í jarðvegsskipti vegna stækkunar áhaldahúss. Framkvæmdum við rétt og vörsluhólf við Klyppsstað er að
ljúka.SSA óskar eftir tilnefningum til menningarverðlauna,,Einstaklingar, félög og stofnanir skrásett á Austurlandi eiga rétt á að senda
inn tilnefningar.....” frestur til að senda inn tilnefningar er 17. september.
Stjórn SSA fundaði á Borgarfirði í ágúst, oddviti og sveitastjóri hittu stjórnarmenn.
Bréf frá skipulagsstofnun varðandi Bakkaveg 10 enn vantar teikningar að fyrirhugaðri framkvæmd á lóðinni.Sveitastjóri sagði frá
samráðsfundi með skólastjóra og formanni skólanefndar.Farið yfir málefni leikskólans.Rætt um brunavarnir, hreppsnefndin vísar til
bókunar frá 22. maí 2006 varðandi skipulag slökkviliðs.Rætt um fyrirkomulag í Bátahöfninni.
2.. Aðalfundur SSA 21.-22. sept. á Vopnafirði
Steinn Eiríksson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Kristjana
Björnsdóttir til vara.
3.. Borgarfjarðarvegur – framkvæmdir
Vegakaflinn 94-06 Borgarfjarðarvegur, Lagarfossvegur-Unaós er á vegaáætlun 2009 með
50 m.kr. Kaflinn 94-08 Borgarfjarðarvegur í Njarðvíkurskriðum með 20 m. kr. á næsta ári sem áætlað er að nýta til
lagfæringa í Skriðunum.Á næsta ári er einnig áætlað að klæða út á axlir á veginum út að
Bátahöfninniog fjölga útskotum á veginum.
4.. Skólahaldsáætlun grunnskóla
Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2007 til 2008 kemur framað
kennslustundir á viku eru 100 á haustönn,á vorönn er gert ráð fyrir 104 kennslustundum kennt er í þremur deildum. 20 nemendur stunda nám
við Grunnskóla Borgarfjaðar á skólaárinu tveir nemendur koma frá öðrum sveitafélögum. Sundkennsla fyrir 5. til 8. bekk fer fram
á haustönn en 1. til 4. bekkur fer í sund á vorönn.
Fundi slitið kl: 19.10
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð 07.08.13 - 12
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 13. ágúst kl. 17:00 Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Sveitstjóri kynnti bréf frá formanni UMFB þar sem fram kemur meðal annars að
Ungmennafélagið afsalar sér ,,þeim hluta vallarins frá grasvellinum að norðanverðu og allt að því svæði þar sem gert er
ráð fyrir hlaupabrautum...” .Grenndarkynning, athugasemd hefur borist frá UMFB og varðar hún staðsetningu á Sparkhöllinni, nú þegar
hafa allflestir nágrannar samþykkt framkvæmdina fyrir sitt leiti.
Sveitastjóri upplýsti um ýmis mál varðandi Grunnskólann. Helga Erlendsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri til eins
árs, meðan Gunnar Finnsson er í leyfi. Búið er að manna stöður kennara, tvær umsóknir bárust um starf skólavarðar
sveitastjóri mun ganga frá ráðningu, skólinn hefst 24. ágúst.
Þá var farið yfir ýmis mál er varða leikskólann.
Steinn Eiríksson er fulltrúi á hafnafundi sem haldinn verður á Ísafirði 14. sept. Í greinargerð frá Veðurstofu Íslands kemur
fram ,,að innan núverandi þéttbýlis á Bakkagerði er ofanflóðahætta talin innan ásættanlegra marka...”
Niðurstöður rannsókna á neysluvatni sem gerðar voru af HAUST sýndu að vatnið stenst gæðakröfur.
Þá upplýsti sveitastjóri um stöðu mála hjá Brunavörnum á Austurlandi og einnig að ein greinin í keppninni
Austfjarðatröllið 2007 verður á Borgarfirði fimmtudaginn 16. ágúst.
2.. Fundartími hreppsnefndarfunda næsta ár
Hreppsnefndarfundir verða eins og áður fyrsta og þriðja mánudag
mánuðina september til apríl og fyrsta mánudag mánuðina maí til ágúst. Beri reglulegan fundardag upp á frídag færist
fundur að jafnaði aftur til næsta virks dags.
3.. Fjallskil2007
a.Kosning fjallskilastjóra
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b.Framkvæmd fjallskila
Landbúnaðarnefnd falið að ákveða fjárfjölda í dagsverki, skipa gangnastjóra,
jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða gangnadaga.
Hreppsnefndin samþykkir tillögu fjallskilastjóra að heildarfjöldi álagðra dagsverka verði 99 í stað 96 eins og verið hefur.
c.Framkvæmd fjallskila í Loðmundarfirði
Fjallskil í Loðmundarfirði verða með breyttu fyrirkomulagi í haust
breytingarnar er gerðar í samráði við Seyðisfjörð og Fljótsdalshérað.
Stefnt er að fyrri smölun í Loðmundarfirði fyrstu vikuna í september.
d.Aukarétt í Loðmundarfirði samkv. 25gr. Fjallskilasamþykkta
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhreppssamþykkir einróma að
byggð verði aukarétt á Klippsstað í Loðmundarfirði sem tekin verður í notkun við haustgöngur 2007. Einnig verður komið upp
vörsluhólfi við Sævarenda.
4.. Styrkumsókn – IcelandReviewAusturlandskálfur
Samþykkt að styrkja verkefnið að upphæð kr. 50
þúsund.
5.. Styrkumsókn – Bræðslutónleikar 2007
Hreppsnefndin fagnar þeirri jákvæðu umfjöllun sem
Borgarfjörður eystri hefur hlotið í fjölmiðlum vegna Bræðslutónleikanna 2007 af því tilefni var ákveðið að styrkja
framtakið um 80 þúsund krónur.
6.. Bjarg – óskumfærsluá ljósastaur
Rúnar á Bjargi óskar eftir því að
ljósastaur sem stendur inn á lóðinni verði fjarlægður, málið verður athugað í samráði við RARIK.
7.. Kjörstjórnalaun – Alþingiskosninga
Laun til kjörstjórnar vegna Alþingiskosninga 2007 ákveðin 20
þúsund á hvern kjörstjórnarmann.
Fundi slitið kl: 20.45
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð 07.07.16 - 11
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 16. júlí kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Jakob.
1.. Vaxtasamningur Austurlands
Arngrímur Viðar Ásgeirsson kynnti samning um verkefni á milli Ferðaskrifstofu Austurlands og Vaxtasamnings Austurlands. Heiti verkefnisins er Álfheimar,
ferðaþjónustuklasi á Borgarfirði. Hann mun á næstunni halda áfram að kynna samninginn fyrir ferðaþjónustuaðilum á
Borgarfirði.
2.. Skýrsla sveitstjóra
Meðal annars fjallað um að óvenjulegt grugg hefur fundist í sjónum hér út af Borgarfirði, málefni leikskólans sem tekur aftur til
starfa 20. ágúst. Borgarfjarðarhreppi hefur verið úthlutað 1.000.000- úr styrkvegasjóði, fénu verður varið til vegabóta
á Víknaslóðum. Alþjóðlegur verkefnastjóri Bláfánans gerði úttekt á Bláfánahöfninni við
Hafnarhólma sem hlaut hjá honum afar góða dóma. Mjög góð þátttaka barna var á myndlistanámskeiði sem listanemar
frá öllum heimshornum buðu til í Vinaminni á dögunum. Farið yfir stöðu verkefna og framkvæmda.
3.. Brunavarnir á Austurlandi
Hreppsnefndin samþykkir tillögu og bókun stjórnar um að hafinn verið undirbúningur að stofnun atvinnuslökkvideildar á
Héraði.
4.. Fjarðarborg
Í bréfi frá stjórn Fjarðarborgar er óskað eftir að eigendafélögin leggi húsinu til 1.000.000 vegna erfiðar
lausafjárstöðu. Eins og undanfarin ár er í fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2007 gert ráð fyrir
greiðslum til Fjarðarborgar. Eignarhlutur hreppsins er 40%.
5.. Ræktunarlóð og hesthús í landi Bakka
Fyrir lá kaupsamningur vegna sölu á ræktunarspildu B 13 og ræktunarréttinda á spildu B 16 ásamt hesthúsi.
Borgarfjarðarhreppur hyggst ekki neita forkaupsréttar.
6. Bygginganefnd-fundargerð
Liður 1 frístundahús: Hreppsnefndin samþykkir tímabundið
stöðuleyfi til eins árs sem bygginganefnd hefur veitt framkvæmdaaðila að Bakkavegi 10 fyrir stöðuhjólhýsi á lóðinni.
Byggingaleyfi verða ekki gefin út fyrir framkvæmdum í frístundabyggð við Bakkaveg fyrr en teikningar liggja fyrir og grenndarkynning hefur farið
fram.
Liður 2 sparkhöll: Fyrir liggur útlitsteikning af sparkhöll og tillaga að staðsetningu. Grenndarkynning mun fara fram á næstu
dögum, hlutaðeigandi verða send göngin heim aðrir geta kynnt sér þau í anddyri Hreppsstofu.
Liðir 3 til 5: Staðfestir með þeirri breytingu á lið 4 að ekki verður farið í deiliskipulag fyrir svæðið.
7..Svæðisskipulag Héraðssvæðis
Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
Hreppsnefndin samþykkti svo hljóðandi bókun vegna samdráttar í aflaheimildum:
Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps lýsir yfir áhyggjum vegna þeirra áhrifa sem skerðing aflaheimilda mun hafa á samfélagið. Á
Borgarfirði eru fiskveiðar og vinnsla afar mikilvægir þættir í atvinnulífinu og því skiptir úthlutun byggðakvóta verulegu
máli. Sveitarstjórnin væntir þess af stjórnvöldum að þau hugi vel að minni byggðarlögum og geri þeim kleift að aðlaga
sig breyttum aðstæðum í sjávarútvegi. Bent er á Byggðastofnun sem mögulegt verkfæri.
Fundi slitið kl: 23.50
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Auglýsing
Sturtuvagn er til sölu skemmdur eftir tjón tilboð berist sveitastjóra fyrir kl: 14.00 miðvikudaginn 25. júlí 2007 vagninn stendur við
áhaldahúsið á Heiðinni.
Fundargerð 07.06.18 - 10
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 18. júní kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Steinn, Kristjana, Ólafur og Bjarni í stað Jakobs.
1.. Skýrsla sveitstjóra
Meðal annars farið yfir safnvegaáætlun, bréf frá Póst og fjarskiptastofnun varðandi háhraðatengingar í dreifbýli og
tilnefningu SSA í hreindýraráð fulltrúar eru Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri SSA og Gunnþórunn Ingólfsdóttir
oddviti Fljótsdalshrepps. Þá var farið yfir árangur af dvöl Veraldarvina á Borgarfirð sem og listamanna sem dvalið hafa hér
undanfarið en þessir hópar hafa tekið til og framið og gjörninga hér síðustu daga.
2.. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2006 – síðari umræða.
Ársreikningurinn samþykktur einróma við
síðari umræðu.
3.. Kauptilboð í Kögur
Borist hefur kauptilboð í húseignina Kögur að upphæð krónur ein miljón, hreppsnefndin hafnar tilboðinu sem hún telur vera of
lágt.
Fundi slitið kl: 19.20
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Fundargerð 07.06.04 - 08 (09)
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 4. júní kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Jakob, Steinn, Kristjana og Ólafur.
1..Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2006 - fyrri umræða.
Jóna Árný Þórðardóttir frá KPMG endurskoðun skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn borin upp samþykktur
einróma við fyrri umræðu.
2.. Skýrsla sveitstjóra
Sveitastjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Fjórar umsóknir hafa borist um starf í vinnuskólanum sem verður starfræktur fyrir
hádegi í sex vikur frá og með 18. júní. Sjö veraldarvinir eru mættir til sjálfboðastarfa hjá Borgarfjarðarhreppi og verða
hér næstu tvær vikur, þá koma nemar frá Listaháskólanum 9. júní og verða hér til 19. júní.
3.. Kosning oddvita og varaoddvita
Jakob Sigurðsson kjörin oddviti til eins árs með fjórum atkvæðum og Jón Sigmar varaoddviti með 3 atkvæðum.
4.. Byggðakvóti
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt einróma. Þá
vakti Jón Sigmar athygli á hugsanlegu vanhæfi var það fellt með 3 atkvæðum geng einu.
96 þorskígildistonn af byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007 komu í hlut Borgarfjarðar eystri og verður úthlutað af Fiskistofu
samkvæmt reglugerð þar um.
Hreppsnefnd hvetur útgerðarmenn til að kynna sér reglugerðina og sækja um kvóta.
5.. Bygging skemmu á Heiði
Hreppsnefnd fór yfir tillögur frá framkvæmdanefnd og fól nefndinni að ljúka samningum um kaup
og uppsetningu.
6..Rekstur tjaldsvæðis í sumar
Hreppsnefnd felur sveitastjóra að ganga til samninga við Helga Hlyn Ásgrímsson á grundvelli tilboðs hans að upphæð kr.700.000
7.. Leikskóli
Fyrir liggur ósk um vistun þriggja barna á leikskólanum eftir sumarfrí sveitastjóri mun í samráði við fagaðila finna út
þann opnunartíma sem flestum hentar.
8. Tækjakaup
Ákveðið að kaupa nýjan sturtuvagn í stað þess gamla sem varð fyrir skakkaföllum í vetur. Í staðinn verður frestað kaupum
á sláttuvél til næsta árs.
9.. Kauptilboð í Kögur
Borist hefur 900 þúsund króna kauptilboð í húseignina Kögur, hreppsnefnd hafnar tilboðinu sem hún telur vera of lágt.
Fundi slitið kl:22.55
Kristjana Björnsdóttir ritaði fundargerð
Til sölu er vökvakrani (gamli bryggjukraninn) áhugasamir hafi samband við sveitastjóra.
Fundargerð 07.05.07 - 08
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 7. maí kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón
Sigmar, Jakob, Steinn, Kristjana og Ólafur.
- Skýrsla sveitarstjóra.
Fundargerðir Minjasafns Austurlands frá 29. mars og 25. apríl lagðar fram til kynningar. Farið yfir stöðu framkvæmda m.a. kom fram að
löndunarkrani við Bátahöfnina er kominn í gagnið. Rætt var um skilvirkni búfjáreftirlits, lausagöngu hrossa og stöðu þeirra
mála í Borgarfjarðarhreppi. Þá var drepið á málefni grunn og leikskóla, áhaldahúss, refaveiða og brunavarna.
- Bygging skemmu á Heiði (07-045)..
Fyrir lágu verðtilboð frá nokkrum fyrirtækjum. Samþykkt að skipa sveitastjóra, oddvita og hreppsverkstjóra í framkvæmdanefnd sem
mun vinna málið áfram.
- Sparkvöllur
Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanga yfirbyggðs sparkvallar í sumar. Endanleg staðsetning verður ákveðin í
samráði við UMFB.
- Rekstur tjaldsvæðisins í sumar
Ákveðið að leita tilboða í rekstur tjaldsvæðisins, hægt er að nálgast gögn á Hreppsstofu frá og með 10.
maí.
- Kjörskrá
Farið yfir kjörskrárstofn og kjörskrá undirrituð.
- Fundargerð bygginganefndar
Fundargerð bygginganefndar frá 3. maí samþykkt með þeim breytingum að sumarhúsalóðir við Bakkaveg verða númer 4, 6, 8, og
10.
- Svæðisskipulag Héraðssvæða (07-115)
Fljótsdalshérað kynnir bréflega breytingar á svæðisskipulagi sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
- Aðalfundur Menningarráðs Austurlands
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps kjörin Bryndís Snjólfsdóttir.
- Umsókn skólastjóra um leyfi frá störfum (07-113)
Hreppsnefndin veitir skólastjóra umbeðið leyfi.
- Kauptilboð Söltunarstöðina Borg (07-114)
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem var samþykkt einróma og vék hann af fundi undir þessum dagskrárlið.
Borist hafa kauptilboð í Söltunarstöðina Borg, Flæðarmál ehf. gerir tilboð í 55% hlut í húsinuog Fiskverkun Kalla Sveins ehf.
í 45%. Hreppsnefndin samþykkir einróma að taka tilboðunum og mun byggingafulltrúi hnitsetja lóðamörk.
Fundi slitið kl: 23.00
Kristjana Bj. ritaði fundargerð
Tjaldsvæðisrekstur sumarið 2007.
Borgarfjarðarhreppur óskar eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðis hreppsins í sumar. Reksturinn er leigður frá 10. júní til 31.
ágúst 2007. Útboðsgögn verða afhent á Hreppsstofu frá 10. maí þeim sem þess óska. Tilboðum skal skila á Hreppstofu
fyrir kl. 14.00 föstudaginn 18. maí og verða tilboðin opnuð kl: 14.15 þann sama dag að viðstöddum bjóðendum. Hreppsnefnd áskilur
sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga 2007
Hægt er að greiða atkvæði hjá sveitastjóra á Hreppsstofu.
Fundargerð 07.04.02 - 07
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 2. apríl kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Ólafur, Jakob, Steinn og Kristjana.
1. Skýrsla sveitarstjóra..
Borgarfjarðarhreppi hefur borist beiðni um styrk til stjórnmálaflokka vegna komandi alþingiskosninga, hreppsnefndin er sammála um að veita ekki slíka
styrki. Sveitastjóri greindi frá stöðu framkvæmda á vegum hreppsins. Þá var drepið á ýmis mál sem varða
breytingar á aðalskipulagi, fund sveitastjóra með starfsmönnum HAUST og bruna- og almannavarnamál. Þá sagði oddviti frá aðalfundi
Sambands íslenskra sveitafélaga og stofnfundi Lánasjóðs Sambandsins sem nú er o.h.f.
2. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2008 til 2010
Þriggja ára áætlun önnur umræða, áætlunin borin upp og samþykkt einróma.
3. Úthlutun byggðakvóta
Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent út bréflega ,,Auglýsingu til sveitastjórna umúthlutun
byggðakvóta.” Þar með gefst sveitastjórnum kostur á að sækja um byggðakvóta á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með
síðari breytingum. Sveitastjóri mun sækja um kvóta fyrir Borgarfjörð.
4. Atvinnuaukningasjóður
Borist höfðu tvær umsóknir önnur frá Álfasteini e.h.f .
Steinn Eiríksson vakti athygli hreppsnefndar á vanhæfi sínu undir þessum lið, oddviti bar vanhæfið undir atkvæði og var það
samþykkt einróma. Ekki er talið fært að lána fé úr atvinnuaukningasjóði Borgarfjarðar til aðila utan Borgarfjarðarhrepps
og á þeirri forsendu var annarri umsókninni hafnað. Varðandi hinn umsækjandann verður óskað eftir frekari gögnum. Þegar þau
hafa borist verður umsóknin tekin til afgreiðslu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 21.00
Kristjana Bj. ritaði
Fundargerð 07.03.19 - 06
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 19. mars. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Ólafur, Jakob og Bjarni í stað Kristjönu. Steinn mætti kl. 18.10, við upphaf 4. dagskrárliðar.
Gengið til dagskrár:
1. Skýrsla sveitarstjóra..
Skýrslu sveitarstjóra frestað þar sem sveitarstjóri var ekki mættur en hann tafðist vegna flugs frá Reykjavík.
2. Bréf frá Bryndísi Snjólfsdóttur og Helga Arngrímssyni (07-093)..
Bryndís Snjólfsdóttir og Helgi Arngrímsson ítreka í bréfinu kauptilboð sitt í Gamla vatnstankinn á Bakkamelnum, frá
31.7.2006. Nefndin ákvað að taka tilboðinu og fól oddvita að ganga frá sölunni og svara efni bréfsins að öðru leyti.
3. Bréf frá Stefáni Smára Magnússyni ( 07-094)..
Bréfið fjallar að mestu um fjallskil í Loðmundarfirði og lagfæringar á vegum í Loðmundarfirði. Sveitarstjórn er að vinna
að þessum málum um þessar mundir og vonar að þeirri vinnu verði lokið fyrir haustið. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.
4. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2008-2010. (07-091)..
Áætlunin samþykkt samhljóða við fyrri umræðu.
5. Fasteignaskattur 2007. (07-071)..
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.
Fasteignamat ríkisins hefur nú tekið í notkun Landskrá fasteigna. Fasteignaskattar verða innheimtir með greiðsluseðli frá banka. Fyrsti
gjaldagi gjaldenda fasteignagjalda í Borgarfjarðarhreppi verður 1. maí.
6. Breytingar á samningi um félags- og barnaverndarþjónustu ( 07-095)..
Drög að samningi kynnt, en Seyðisfjarðarkaupstaður er að gerast aðili að samningnum.
Ekki gerðar athugasemdir við samninginn eins og hann liggur fyrir.
7. Stofnun lánasjóðs sveitarfélaga ohf. (07-096)
Jakobi Sigurðssyni veitt umboð til að fara með atkvæðisrétt Borgarfjarðarhrepps á stofnfundinum.
1. Skýrsla sveitarstjóra..
Greint frá fundi um fjallskilamál í Loðmundarfirði. Þar mættu fulltrúar Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og
Seyðisfjarðarkaupstaðar. Niðurstaða fundarins var að auka samstarf um fjallskil og hafa Loðmundarfjarðargöngu fyrr að hausti. Gerður verður samningur
um samstarfið.
Hreppsnefndin stefnir að því að bjóða út rekstur tjaldsvæðisins í sumar.
Stefnt að því að færa Fuglaskoðunarhúsið vegna fyrirhugaðra framkvæmda á þeim stað þar sem það hefur verið,
verður því fundinn nýr staður.
Framhaldskólanemar eru minntir á möguleika á húsaleigubótum.
Framlögð lögð til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 7.mars og lögð fram til kynningar fundargerð Skólaskrifstofu
Austurlands frá 8. mars.
Lögð fram til kynningar ályktun frá Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, þar eru sveitarfélög meðal annars
hvött til að skrá og kortleggja vegi og slóða. Borgarfjarðarhreppur hefur þegar lokið þeirri vinnu og komið til Landmælinga Íslands.
Leiðsögumenn með hreindýraveiðum eru hvattir til að kynna sér hvar má aka í Borgarfjarðarhreppi þar sem upplýsingarnar eru
aðgengilegar á vef Landmælinga.
Ákveðið að kanna hvort hækka eigi verðlaun fyrir vetrarveiddan ref.
Lagt fram til kynningar nýtt samkomulag við kennara vegna kjarasamnings frá 8. mars 2007. Lögð fram ársskýrsla HAUST 2006.
Lögð fram skýrsla SSA um leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi.
Samþykkt var eftirfarandi ályktun í lok fundarins.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir megnri óánægju með 3 klst. rafmagnleysi á Borgarfirði síðastliðinn föstudag.
Rafmagnsveiturnar eru minntar á að á Borgarfirði er dísilrafstöð sem ætti að gangsetja í tilfellum sem þessum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21:35
Óli Hall ritari.
Fundargerð 07.03.05 - 05
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 5. mars. kl. 17:00 Mættir hreppsnefndarmennirnir
Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Kristjana. Jakob mætti kl. 17.20
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Í skýrslu sveitastjóra var m.a. kynntur samningur við Landsskrá fasteigna, minnst á að fyrirhugaður er fundur um fjallskilamál með
Seyðfirðingum og Héraðsmönnum. Veraldarvinir eru væntanlegir hingað í sumarbyrjun og munu vinna verkefni á vegum Borgarfjarðarhrepps. Unnið er
að viðhaldi innandyra í Þórshamri. Þá sagði oddviti frá stjórnafundi í Kjarvalsstofu sjálfseignarstofnun.
2..Kauptilboð í gamla frystihúsið og lóðasamningur (07-62)
Hreppsnefndin samþykkir að ganga að tilboði Blábjarga ehf. í hlut Borgarfjarðarhrepps í frystihúsinu. Sveitastjóra falið að ganga
frá nýjum lóðasamningi.
3..Bygging skemmu á Heiði
Unnið var að útfærslu byggingarinnar, næsta skref er að leita tilboða í skemmuna.
Fundi slitið klukkan 20.20 Fundarritari
Kristjana Björnsdóttir
Fundargerð 07.02.19 - 04
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu þriðjudaginn 19. feb. kl. 17:00. Mættir
hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Kristjana.
1.. Skýrsla sveitarstjóra
Nýlega var tekið sýni af neysluvatni og er allt í stakasta lagi. Fundargerðir HAUST nr 66 og 67 lagðar fram til kynningar. Leikskólanum hefur borist
ósk um vistun barns á fyrsta ári. Hreppsnefndin veitir leyfi fyrir vistun í þessu einstaka tilfelli enda rúmist vistunin innan núverandi
stöðugildis. Nýr nemandi er komin er í 1. bekk. grunnskólans.
Steinn og Jón Sigmar upplýstu um stöðu brunasamlags. Kynnt drög að verk- og þjónustusamningi Skrifstofuþjónustu Austurlands og
Borgarfjarðarhrepps.
Steinn sagði frá spjalli við Áskel Heiðar varðandi málefni Kjarvalsstofu, hreppsnefndin ræddi málefni sjálfseignarstofnunnarinnar.
Sveitastjóri sagði frá fundi með formanni UMFB þar sem farið var yfir undirbúning að byggingu sparkvallar. Búið er að sækja um
Bláfána fyrir bátahöfnina. Stefnt að því að ,,Bræðslutankarnir” verði fjarlægðir fyrir sumarið.
2..Kauptilboð í 64% hlut í gamla frystihúsinu (07-62)
Blábjörg ehf hefur gert tilboð í hlut Borgarfjarðarhrepps í frystihúsinu. Afgreiðslu málsins frestað, þar sem hreppsnefnd telur að
endurskoða þurfi lóðaleigusamning samhliða sölunni.
3.. Sýning listaháskólanema (07-042)
Hreppsnefndin fagnar áformum nokkurra listaháskólanema um listsýningu á Borgarfirði á sumri komanda og mun greiða fyrir komu þeirra eftir
mætti.
4.. Staðardagskrá 21 – fundargerð (07-041)
Fundargerð Staðardagskrárnefndar Borgarfjarðarhrepps frá 13. febrúar lögð til kynningar.
5.. Námsferð grunnskólans (07-063)
Hreppsnefndin samþykkir að greiða kostnað sem út af stendur vegna ferðar grunnskólabarna til Akureyrar.
6.. Fjarskipti á Vatnskarð (07-061)
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps leggur áherslu á að tryggja þurfi að GSM samband náist af Vatnsskarði. Vegurinn um Vatnsskarð getur verið
erfiður yfirferðar vegna illviðra og þurfa Borgfirðingar að fara um þennan fjallveg til að sækja þjónustu til Egilsstaða m.a.t.
læknisþjónustu. Þá er vegurinn mjög fjölfarinn yfir sumartímann þar sem Borgarfjörður eystri nýtur vaxandi vinsælda
meðal ferðamanna.
7.. Bygging skemmu á Heiði
Samþykkt formlega að ráðast í nýbyggingu á Heiðinni. Rætt um tilhögum og fleira.
Ósk um dagskrárbreytingu var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og var 8. lið bætt á dagskrá fundarins.
8..Sala á atvinnuhúsnæði í eigu Borgarfjarðarhrepp
Hreppsnefndin stefnir að sölu eignanna Kögurs, Borgar, Iðngarða og frystihúss.
Fundi slitið
kl:23.10
Fundarritari Kristjana Björnsdóttir
Minnt er á eindaga umsókna um lán hjá Atvinnuaukningasjóði sem er 1. apríl n.k. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð
má nálgast á Hreppsstofu.
Fundargerð 07.01.23 - 03
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu þriðjudaginn 23. jan. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.
1..Skýrsla sveitarstjóra.
Ma.minnst á Árskýrslu Borgarfjarðarhrepps fyrir 2005 sem er á leið í prentun.
Sjóvörn og sprengingar í grjótnámu sem áður var fjallað um 16. okt. 2006.
Fjallað um Brunavarnir á Austurlandi og samning aðildar sveitarfélagana um Brunavarnirnar.
Fram kom að líkur eru til að vegurinn um Bóndastaðaháls á Borgarfjarðarvegi verði klæddur á næsta sumri.
2..Styrkumsóknir.
Ferðamálahópurinn fer fram á styrk að upphæð 150 þúsund vegna endurgerðar og útgáfu
útivistarkorts fyrir Víknaslóðir. Samþykkt einróma.
Hafþór Snjólfur Helgason athugar með styrk vegna lokaverkefnis við Háskóla Íslands. Lokaverkefni hans fjallar um mannvistarsögu
Loðmundarfjarðar og endalok fastrar búsetu í firðinum. Hreppsnefndin vill styrkja Hafþór um 50 þúsund krónur, því verkefnið
fjallar um merkan eyðifjörð sem er innan sveitarfélagsins.
3..Hafnarmál – samgönguáætlun 2007-2010.
Viðlegubryggja við Hólmagarð er komin á samgöngu áætlun
2007-2010
Framkvæmdin er á síðasta ári áætlunarinnar, kostnaðaráætlun er 17.1 mkr.
4..Fjárhagsáætlun 2007 - síðari umræða-.
Áætlunin samþykkt einróma.
Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.
Skatttekjur:55.300
Bókfærðar heildartekjur:93.281
Afkoma aðalsjóðs:8.670
Afkoma A-hluta:5.888
Samtala A og B Hluta:135
Afborganir langtímalána: 3.440
Fjárfestingar:5.050
Handbært fé frá rekstri: 8.330
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.21:00
Fundargerð ritaði Óli Hall.
Fundargerð 07.01.15 - 02
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 15. jan. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.
1..Fjárhagsáætlun 2007.
Fyrri umræðu lokið og áætlunin samþykkt einróma til annarrar umræðu.
Fleira ekki og fundi slitið kl. 21:50
Fundargerð ritaði Jón Sigmar Sigmarsson.
Fundargerð 07.01.08 - 01
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2007 í Hreppsstofu mánudaginn 8. jan. kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob,
Jón Sigmar, Steinn, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.
1.. Skýrsla sveitarstjóra:
Sagt frá samráðsfundi með skólastjóra. Skólastarf er í nokkuð föstum
skorðum.
Oddviti greindi frá fundi Húsnefndar Fjarðarborgar sem var í síðustu viku. Nokkuð rætt um fundinn.
Drepið á sjálfvirkaveðurstöð kostnaður við tæki og uppsetningu áætlaður 500-700. þúsund.
2..Vaxtasamningur Austurlands.
Skrifað var undir Vaxtasamning Austurlands á Hótel Héraði 4.jan 2007.Sveitarstjóri fór yfir samninginn og
þau tvö verkefni sem eru Borgfirsk. Framlag Borgarfjarðarhrepps til samningsins er 80 þús í þrjú ár.
3..Hótel Blábjörg.
Fyrir fundinum lá kynning á áformum Blábjarga ehf. á fyrirhuguðum framkvæmdum við “gamla
frystihúsið”. Eignarhluti Blábjarga ehf. í frystihúsinu og viðbyggingum er 35,8%. Hugmyndir félagsins eru að breyta húsinu í
heilsuhótel og listagallerí. Vegna breytinga á húsinu vilja forsvarsmenn Blábjarga ehf. ræða nokkur atriði við Sveitarstjórn
Borgarfjarðarhrepps.
Kynning félagsins á áformunum rædd allnokkuð. Sveitarstjóra falið að svara forsvarsmönnum Blábjarga ehf. um spurningar þær er
snúa að sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps fagnar heilshugar þessum metnaðarfullu áformum.
4..Borg ehf.
Sveitarstjóri greindi frá því að Borgarfjarðarhreppur yfirtók eignir Borgar ehf.29.12.2006. Eins og samþykkt var á fundi Hreppsnefndar 18.des
síðastliðinn.
Borg ehf. sem er nær eingöngu í eigu Borgarfjarðarhrepps, hefur samið við skuldunauta sína og er félagið nú bæði eigna og
skuldlaust.
5..Fjárhagsáætlun 2007.
Unnið að gerð fárhagsáætlunar.
Fleira ekki og fundi slitið kl. 24:00
Fundargerð ritaði Óli Hall.