Rotþrær

Nr. 259 5. mars 2013
GJALDSKRÁ
fyrir hreinsun rotþróa í dreifbýli í Borgarfjarðarhreppi.

1. gr.
Fyrir hreinsun rotþróa í dreifbýli í Borgarfjarðarhreppi skal húseigandi greiða árlegt gjald, rotþróagjald, skv. gjaldskrá þessari, sbr. 3. gr. samþykktar um notkun og hreinsun rotþróa í dreifbýli í Borgarfjarðarhreppi nr. 841/2001.

2. gr.
Rotþróagjald er kr. 5.000 á rotþró.

3. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps 4. mars 2013, skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir með síðari breytingum, tekur þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 213/2006.

Borgarfirði, 5. mars 2013.
Jón Þórðarson sveitarstjóri.
__________
B-deild – Útgáfud.: 20. mars 2013