Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2009 mánudaginn 7. des. kl.17 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra. Jón Sigmar boðaði forföll
og ekki náðist í varamann.
1. FundargerðSkipulags-ogbygginganefndar18.11.2009
Erindi frá Blábjörgum ehf. þar sem óskað er eftir byggingaleyfi vegna breytinga á frystihúsinu í sex
smáíbúðir,
vinnustofu, geymslur og sýningaraðstöðu. Skipulags- og bygginganefnd hefur samþykkt útgáfu byggingaleyfis og
staðfestir hreppsnefndin það hér með.
2. Læknabústaður á Egilsstöðum
Borist hefur erindi frá forstjóra HSA þar sem ,,er leitað eftir samþykki sveitarfélaganna
Fljótsdalshéraðs,
Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps, sem eiga samtals 15% eignarinnar.”
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur ekkert við fyrirhugaða sölu að athuga enda verði farið að reglum hins
opinbera þar um.
3. Fasteignagjöld 2010
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 10.000 á íbúð en þar sem
lítið sorp er kr. 5.500.
50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum. Sorpförgunargjöld skv.
óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 4.000, FKS kr. 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá:
kr. 3.000 á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000 lágmarki kr. 5.000. FKS kr.
30.000.
Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á
atvinnuhúsnæði 1%, á
sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu. Gjöldin eru óbreitt frá fyrra ári.
4. Útsvarsprósenta 2010
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 13,28% sem er hámarskálagning. Einungis þau
sveitfélög
sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.
5. Fjárhagsáætlun 2010
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar og skipulögð vinna við hana. Fyrri umræða áætluð 21.
desember.
6. Fundargerðir
Brunavarnir á Austurlandi 23.11.2009
21. fundur stjórnar samþykkti fjárhagsáætlun að upphæð 40.5 millj. hlutur
Borgarfjarðarhrepps er kr. 825.779.
Hreppsnefndin samþykkti framlagða fjárhagsáætlun Brunavarna á Austurlandi einróma.
HAUST 11.11.2009
Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.
7. Styrkbeiðnir
Samþykkt að styrkja útgáfu tímaritsins Glettings um 10 þúsund krónur.
8. Skýrsla sveitarstjóra
Bú Álfasteins ehf. er til skiptameðferðar, samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra er þess vænst að
meðferð
ljúki innan tíðar.
Rædd skipan nefndar um flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Fundi slitið kl.
19.05
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2009 mánudaginn 16. nóvember
kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra.
Gestir voru á fundinum undir 1. og 2. lið.
1. Heimsókn menningarfulltrúa Signýjar Ormarsdóttur
Oddviti bauð Signýju velkomna til fundarins, hún fór síðan yfir fjárhagshorfur hjá Menningaráði Austurlands
og þá fjármuni sem menningarsamningurinn hefur til ráðstöfunar, einnig kynnti Signý ,,Menningarstefnu í þágu
samfélagsins.”
Hlutverk og ábyrgð (vörður) sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarráðs, Menningarmiðstöðva auk sagna og setra í nýrri
stefnu um menningarmál á Austurlandi.
2. Verkefna vinna, Hafþór Snjólfur Helgason
Hafþór gaf hreppsnefnd skýrslu um þau verkefni sem hann hefur verið og er að vinna fyrir Borgarfjarðarhrepp.
Hreppsnefndin telur að starf Hafþórs hafi nú þegar skilað víðtækum árangri fyrir ferðaþjónustuna og samfélagið
í heild.
Í ljósi þess ákvað hreppsnefndin að fela sveitarstjóra að framlengja ráðningasamning Hafþórs Snjólfs.
3. Fundargerð og fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands
Fundargerðin lögð fram til kynningar, samkvæmt fjárhagsáætlun Minjasafnsins er hlutur Borgarfjarðarhrepps í
rekstrarkostnaði u.þ.b. kr. 635 þús. sem hreppsnefndin samþykkir einróma.
4. Tilnefning fulltrúa í starfshóp SSA um verkefnið ,,Austurland eitt sveitarfélag”
Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.
5. Fundargerð stjórnar Dvalaheimilis aldraðra
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Brunavarnir á Austurlandi fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7. Skýrsla sveitarstjóra
Í ljós hefur komið að verulegs viðhalds er þörf á Þórshamri, gluggar eru illa farnir,
einangra þarf sökkul og gera ýmislegt fleira, ákvörðun um úrbætur verður tekin þegar kostnaðaráætlun liggur
fyrir.
Rætt um hugsanlegt framhald á tónlistarkennslu.
Fundi slitið
kl:19.55
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2009 mánudaginn 2. nóvember kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitastjóra.
- Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 28.10.09
Þorsteinn Kristjánsson sækir um leyfi vegna viðhalds á íbúðarhúsinu á Jökulsá.
Fundargerðin borin upp og samþykkt einróma.
- Ósk um viðræður um nýjan samstarfssamning Markaðsstofu Austurlands
Sveitastjóra falið að ræða við forsvarsmenn Markaðsstofunnar um aðkomu
Borgarfjarðarhrepps að nýjum samstarfssamningi.
- Fjárhagsáætlun Héraðsskjalsafns Austfirðinga 2010
Hlutur Borgarfjarðarhrepps í rekstri safnsins er krónur 365 þús. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
- Styrkumsóknir Snorraverkefni og Eldvarnarátak 2009
Ákveðið að styrkja Eldvarnarátakið um 1.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri og Snorraverkefnið um
krónur 50 þúsund og taka á móti einum þátttakanda í starfsþjálfun.
- Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að því að hefja vinnu við áætlanagerðina eftir miðjan nóvember.
- Skýrsla sveitarstjóra.
Fram kom m.a. að kostnaður við hvern unnin ref er krónur 15.999 og 13.256 á minkinn. Talsvert færri refir voru unnir
á árinu 2009 en 2008 eða 41 á móti 63 en fleiri minkar voru drepnir eða 31 á móti 28. Sveitarstjóri sagði frá fundi með
þingmönnum þar sem meðal annars var rætt um læknisþjónustu en læknir er ekki með móttöku á Borgarfirði nú um
stundir.
Einnig var rætt um vegabætur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar sem verður væntanlega með óbreyttu sniði.
Nú er ljóst að Borgarfjarðarhreppur fær ekki úthlutað aukaframlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en á árinu 2008
var framlagið
3.098.000. Þannig virðist þeim sveitarfélögum refsað sem sníða sér stakk eftir vexti.
Lokið hefur verið við að skipta um þak á Ásbrún og væntanlega verður þrýstingsaukning á vatnsveitukerfinu í
næstu viku þegar
dæla verður tengd við kerfið.
Fjallskilastjóri greindi frá stöðu fjallskila sem er góð, nema helst á afmörkuðu svæði í Loðmundarfirði.
Fundi slitið kl:
19
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2009 mánudaginn 19. október kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamaðurinn Bjarni Sveinsson ásamt sveitarstjóra. Kristjana
Björnsdóttir
boðaði forföll vegna veikinda.
1.Ósk um lausn frá störfum í hreppsnefnd.
Steinn Eiríksson hefur óskað eftir lausn frá störfum í hreppsnefnd. Varamaðurinn Bjarni Sveinsson tekur sæti hans.
2.Erindi frá Sigurlaugi Elíassyni.
Hreppsnefnd hefur farið yfir erindi Sigurlaugs Elíassonar.
Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 15.09.2009 var samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 21.09.2009
og sér hreppsnefnd ekki ástæðu til að aðhafast frekar.
3.Byggðakvóti 2009/2010.
Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2009/2010
4.Fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands 22. okt. 2009.
Susanne Neumann verður fulltrúi og Helgi Hlynur Ásgrímsson til vara.
5.Beiðni um umsögn, varðar endurskoðun jarða- og ábúðarlaga.
Vísað til meðferðar í Landbúnaðarnefnd.
6.Skýrsla sveitarstjóra.
Farið yfir áhersluatriði vegna fundar með þingmönnum NA kjördæmis. Ágóðahlutur Brunabótafélagsins hefur
verið
greiddur út kr. 531.000. Sagt frá þingi SSA og Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2009. Styrkur hefur fengist frá
Nýsköpunarsjóði vegna verkefnavinnu ein milljón. Sagt frá erindi Fljótsdalshéraðs vegna Brunavarna á
Austurlandi.
Fundi slitið kl. 1935
Fundargerð ritaði.
Jón Þórðarson
Hundar og kettir í Borgarfjarðarhreppi verða heimsóttir af dýralækni og fulltrúa hreppsins 22 október eftir kl. 1500.
Eigendur eru minntir á að endurnýja tryggingar og athuga að dýrin séu skráð
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2009 mánudaginn 21. september kl.17.10 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason ásamt sveitarstjóra.
- Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar 15. sept. 2009
Fundargerðin samþykkt einróma.
- Skýrsla um framtíðarskipulag SSA
Hreppsnefnd er sammála megininntaki skýrslunnar þar sem hvatt er til aukins samstarfs innan SSA með hagræðingu að leiðarljósi.
- Atvinnumál
Hafþór Snjólfur sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir um verkefni tengd ferðaþjónustu sem unnin hafa verið í sumar.
Helstu verkefni eru Útbæjastígur gönguleið út með sjónum. Lundinn í Hafnarhólma, frekari úrvinnsla á hugmyndum tengdum
lundanum.
Grillhús við tjaldsvæðið. Golf á Borgarfirði. Símaleiðsögn á Borgarfirði.
- Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um rekstur stoðstofnana sveitarfélaga á Austurlandi og hugsanlegar breytingar á rekstri þeirra. Sagt frá fundi með vegagerðinni
um framkvæmdir í Njarðvík og möguleika á úrbótum á hættulegum stöðum á Borgarfjarðarvegi. Sagt frá
Hafnarsambandsþingi
og fundi með Kristjáni Helgasyni frá Siglingastofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hólmagarð á árinu 2010.
Bjarni Sveinsson verður fulltrúi á aðalfundi Haust 28 október.
Fundi slitið kl. 1935
Fundargerð ritaði.
Jón Þórðarson
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2009 mánudaginn 7. sept. kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana og varamaðurinn
Bjarni Sveinsson í fjarveru Steins Eiríkssonar.
- Fundargerð skólanefndar frá 2.sept. 2009
Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2009 til 2010 kemur fram að kennt er í þremur deildum. 18 nemendur stunda nám
við
Grunnskóla Borgarfjaðar á haustönn.
Skólahaldsáætlunin var samþykkt einróma.
- Tónlistakennsla2009 - 2010
Tónlistakennslan við Grunnskólann, nú á haustönn, verður með svipuðu sniði og síðasta skólaár.
Kennari verður Hafþór Snjólfur Helgason.
- FulltrúaráaðalfundSSA
Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Jakob og Jón Þórðarson til vara.
- Fundargerðvegnagönguleiða til Brúnavíkur
Sveitastjóri og lögmaður Borgarfjarðarhrepps Bjarni Björgvinsson hdl. áttu fund með landeiganda Hofstrandar
og lögmanni hans Jóni Jónssyni hdl. ,,Niðurstaða fundarins er sú að Jón Þórðarson sveitastjóri kynni sjónarmið
landeigenda á næsta fundi sveitarstjórnar Borgarfjarðarhrepps.”
- Skýrsla sveitarstjóra
Oddviti flutti skýrsluna í forföllum sveitarstjóra, þar kom m.a. fram að verið er að ljúka við að girða af
vatnsbólin.
Jakob sagði frá fundinum ,,Sókn er besta vörnin” sem haldinn var á Hótel Héraði, þar sem stækkun sveitafélaga
og sameiningarmál bar hæst. Landbúnaðarnefnd í umboði sveitarstjórnar ákvað að fjárfjöldi í dagsveri verði
36
í haust, heildarfjöldi dagsverk er sá sami og áður 99.
Fundi slitið kl:
19.00
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2009 mánudaginn 10. ágúst kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt sveitarstjóra. Bjarni Sveinsson mætti kl. 19.
Oddviti bar upp tillögu um dagskrábreytingu þess efnis að fundargerð bygginganefndar verði tekin á dagskrá sem 7. liður.
Tillagan samþykkt einróma. Jón Sigmar óskaði eftir því að fjallskil verði til umfjöllunar á þessum fundi og verða
fjallskilin 2009
8. liður.
1. Erindi frá Þorsteini Kristjánssyni
Þorsteinn fer þess á leit að fá keyptar eða leigðar landspildur beggja vegna flugbrautar samtals 7,5 hektarar.
Hreppsnefndin samþykkir að leigja Þorsteini umbeðið land og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um.
2. Erindi frá Torfa Áskelssyni
Óskað er eftir að fá leigða eða keypta landspildu fyrir vestan íbúðarhúsið á Ósi. Hreppsnefndin hafnar erindinu
enda
tilheyrir umrædd spilda lögbýlinu Ósi og er í útleigu.
3. Umsögn um rekstrarleyfi
Fyrir tekið erindi sýslumannsins á Seyðisfirði frá 14. júlí 2009 þar sem óskað er eftir umsögn hreppsnefndar er varðar:
,,Umsókn Arngríms Viðars Ásgeirssonar, kt. 150768-4979 f.h. ferðaþjónustunnar Álfheima, kt. 580108-1210 um breytingu
á rekstrarleyfi.” Hreppsnefndin hefur ekkert við breytingu leyfisins að athuga.
4. Erindi frá Hrossaræktunarsamtökum Austurlands
Borgarfjaðarhreppi er boðið að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu á Iðavöllum. Hreppsnefndin afþakkar boðið.
5. Erindi frá Fasteignaskrá Íslands
Tveir húseigendur á Borgarfirði hafa gert athugasemdir við Fasteignaskrá Íslands vegna hækkunar á fasteignamati á
eignum sínum. Hreppsnefnd hefur ekki athugasemdir við endurmat umræddra eigna. Sveitastjóri mun fara yfir fasteignaskrá
og í framhaldinu verður óskað eftir því við Fasteignaskrá Íslands að þær eignir sem þykja með óraunhæfu
mati verði endurmetnar.
6. Skýrsla sveitarstjóra
Rekstraryfirlit Borgarfjarðarhrepps fyrir fyrrihluta ársins liggur nú fyrir og er staða í samræmi við fjárhagsáætlun. Nú
liggur fyrir
verð á skólamáltíðum fyrir skólaárið 2008 til 2009 verðið er u.þ.b 300 kr. á máltíð og verður
gjaldið innheimt í þrennulagi.
Einnig var rætt um framhald á tónlistakennslu við Grunnskólann og lausagöngu hrossa í Njarðvík, vegabætur á Víkum og
fleira.
7. Fundargerð bygginganefndar
Fundargerð byggingarnefndar frá 10. ágúst samþykkt einróma. Fyrir liggur ný teikning af frístundahúsi að Bakkavegi 7
vegna athugasemda sem bárust verður grendarkynning endurtekin.
8. Fjallskil 2009
a. Kosning fjallskilastjóra
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b. Framkvæmd fjallskila
Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður
gangnadaga.
c. Fjallskil í Loðmundarfirði
Vonir standa til að fjallskil í Loðmundarfirði verði með breyttu sniði og munu sveitar- og fjallskilastjóri sjá um
skipulag.
Fundi slitið kl. 19.30
Kristjana Bj. ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2009 mánudaginn 6. júlí
kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
Björn Aðalsteinsson var hreppsnefnd til aðstoðar við fyrsta dagskrárlið.
1. Fjárhagsáætlun, endurskoðun
Farið yfir fjárhagsstöðu eins og hún var 31. maí. Samþykkt að bæta við kr. 1.500 þús. vegna fráveitu og 2.500
þús.
í viðhald félagslegra íbúða.
- Byggðakvóti
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, oddviti bar upp tillögu um vanhæfi Ólafs og var hún felld, tveir voru með þrír á
móti.
Bjarni og Jón Sigmar vöktu einnig athygli á hugsanlegu vanhæfi, vanhæfistillögurnar felldar í báðum tilvikum með fjórum
atkvæðum.
Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.
- Erindi frá Regula lögmannsstofu
Fyrir tekið bréf frá Jóni Jónssyni hdl. fyrir hönd Ingibjörns Kristinssonar. Efni: ,,Umgengni ferðafólks og gönguhópa
um land
Hofstrandar til Brúnavíkur.”
Þar sem málið er komið með formlegum hætti til hreppsnefndar, er sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við
lögfræðing.
- Fundargerðir Skipulags og bygginganefndar frá 16. júní og 30. júní
Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar einróma.
- Erindi frá Já sæll ehf
Þar sem fram hefur komið að leigutökum Fjarðarborgar hafi verið gefið munnlegt vilyrði fyrir afnotum af húsnæði grunnskólans,
samþykkir hreppsnefndin að leigja húsnæðið.
- Skýrsla sveitarstjóra
Fengist hafa kr. 1.800 þús. úr styrkvegasjóði, fénu verður fyrst og fremst varið til að laga varasama staði á ökuslóðum
til Víkna.
Veraldarvinirnir unnu við að yfirfara gönguleiðakerfið á Víknaslóðum undir stjórn Hafþórs Helgasonar, verkið gekk vel og
gestirnir
voru ánægðir með dvölina hér.
Fram kom tillaga um að bætt yrði einum lið á dagskrá sem fellur undir trúnaðarmál. Tillagan samþykkt einróma.
- Trúnaðarmál
Fundinum var lokað undir þessum dagskrárlið og bókað var í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið
kl.20.10
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 10. ágúst.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2009 miðvikudaginn
24. júní kl.17.00 í Hreppsstofu. Fundurinn er aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
- Klyppstaður, tillaga að deiliskipulagi
Umhverfisráðherra samþykkti þann 19. júní breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016,
Klyppstaður í Loðmundarfirði.
,,Samkvæmt 19. gr. skipulags og byggingalaga nr. 73/1997, hefur ráðherra þann 19. júní 2009
staðfest breytingu
á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016 frá 16. sept. 2005.
Breytingin felst í því að allt að 1 ha. landbúnaðarsvæði að Klyppstað
í Loðmundarfirði breytist í verslunar-
og þjónustusvæði (BV4). Á svæðinu verður ferðaþjónusta á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs
og gert er ráð fyrir svefnskála,
skálavarðahúsi og hreinlætishúsi. Svæðið er hverfisverndað og á náttúruminjaskrá auk þess að vera
skilgreint sem athyglisvert
búsetulandslag.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og
Skipulagsstofnum yfirfarið erindi og sent ráðherra til staðfestingar.
Breytingin öðlast þegar gildi.”
Breytingin var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda – Útgáfudagur 23. júní 2009
Með vísan til framangreindra breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi á
Klippstað í Loðmundarfirði sem auglýst var með athugasemdafresti til 29. maí 2009. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun
og hafa þær verið teknar til greina. Hreppsnefndin samþykkti tillöguna einróma með áorðnum breytingum.
Fundi slitið
kl:17.40
Kristjana Björnsdóttir
Ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2009 þriðjudaginn
9. júní kl.17.00 í Hreppsstofu. Fundurinn er aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt varamanninum
Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
Ársreikningur 2008 seinni umræða
Oddviti bar reikninginn upp til samþykktar við síðari umræðu og var hann samþykktur einróma.
Rekstrartekjur námu 99 millj. kr. þar af rekstrartekjur A hluta 97 millj. kr. Rekstrarniðurstaða
sveitarfélagsins er jákvæð, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, sem nemur 14 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð sem nemur 25 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitafélagsins í árslok 2008 nam 156 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta,
en eigið fé A hluta nam 190 millj. kr. Í ljósi slæmrar rekstrarafkomu B hluta sveitafélagsins
var ákveðið að A hluti sveitasjóðs legði B hluta til 11millj. 712 þús. kr. rekstrarhallinn er að
meginhluta tilkominn vegna hækkunar verðbóta á fasteignalánum félagslegra íbúða.
2. Erindi frá UMFB
UMFB óskar eftir því að Hreppurinn sjá um slátt á fótboltavelli félagsins í sumar í fimm skipti.
Hreppsnefndin samþykkti að verða við þessari ósk en kostnaður við hvern slátt er u.þ.b. 12 þús.
Þá óskar félagið eftir styrk vegna frjálsíþróttaæfinga, samþykkt að styrkja verkefnið um 60 þúsund
krónur.
3. Erindi frá Skúla Sveinssyni
Bjarni vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi og var það samþykkt, Bjarni vék því af fundi undir þessum dagskrárlið.
,Erindi frá Skúla Sveinssyni eftir samtal við sveitastjóra. ,,Skúli óskar eftir að Hreppsnefnd
Borgarfjarðarhrepps endurskoði afstöðu sína til leigu á hluta skólahússins í sumar. Hann tengir þetta
við leigu á Fjarðarborg, en forsenda þess leigusamnings hafi verið jákvæð afstaða hreppsnefndar við
fyrirspurn frá húsnefnd Fjarðarborgar. Ef af þessu gæti orðið óskar Skúli eftir að fá að leigja þrjú
herbergi í skólanum í fimm vikur frá 1. júlí til 5. ágúst. Hann býður kr. 200 þúsund í leigu.”
Fram kom
tillaga frá Kristjönu um: Að erindi Skúla yrði vísað frá þar sem um er að ræða sama erindi og var afgreitt
á fundi hreppsnefndar 2. júní. Tillagan felld með tveimur atkvæðum Jakobs og Jóns Sigmars, Ólafur sat
hjá þar sem hann telur eðlilegra að málinu ljúki með bókun. Ólafur gerir tillögu um eftirfarandi bókun:
Rekstraraðili Fjarðarborgar hefur haft skólahúsið á leigu undanfarin ár, telur hreppsnefndinni ekki stætt á að
breyta út af því. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum, Kristjana á móti.
Erindi frá Susanne Neumann
Erindi frá Susanna þar sem hún óskar eftir því að fá leigt land og spyr: 1) Er landið sem liggur fyrir norðan
veginn inn eftir að ruslasvæði til leigu? 2) Er landið fyrir ofan Árbæjartún ,,gamla hestagirðing” til leigu?
Öll girðingin í kringum leigulandið væri girt með rafmagni. Hreppsnefndin tekur jákvætt undir lið 1)
í erindi Susanne, en hafnar lið 2) Sveitastjóra falið að ganga frá málinu og kynna Susanne þær reglur
sem gilda munu um leiguna.
Fundi slitið kl.19.30
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2009 þriðjudaginn
2. júní kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur og Kristjana ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
Jón Sigmar og Steinn boðuðu forföll, ekki náðist í annan varamann. Magnús Jónsson endurskoðandi frá KPMG mætti við 8.
dagskrárlið.
1. Kosning oddvita og varaoddvita
Oddviti kjörinn Jakob Sigurðsson með 4 atkvæðum og Jón Sigmar varaoddviti með
3
atkvæðum, einn seðill auður.
2. Umsögn um rekstrarleyfi
Fyrir tekið erindi sýslumannsins á Seyðisfirði frá 29. apríl 2009 þar sem óskað er eftir umsögn hreppsnefndar er varðar:
,,Umsókn Bergrúnar Jóhönnu Borgfjörð kt.270648 -3399 vegna endurnýjunar rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II,
v/Farfuglaheimilisins Ásbyrgis, Borgarfirði eystra.” Hreppsnefndin hefur ekkert við útgáfu leyfisins að athuga.
Einnig erindi dagsett 29. maí 2009 er varðar: ,,Umsókn Skúla Sveinssonar, kt. 220162-5329, f.h. Já Sæll ehf, kt.
580509-1690 um nýtt leyfi til reksturs gististaðar í flokki II og veitingastaðar í flokki III, að Fjarðarborg, Borgarfjörður eystri.”
Hreppsnefndin leggst gegn því að leyfi verði veitt til lengri opnunartíma en venja er, þá vill hreppsnefnd benda á
þá staðreynd að engin gistiaðstað er í Fjarðarborg.
3. Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar frá 2. júní
Fundargerðin samþykkt einróma.
4. Ráðning starfsmanns
Ákveðið að ráða Hafþór Snjólf Helgason í 50% starf í sex mánuði til að vinna að þróunar- og
atvinnumálum.
Einnig felst í starfinu upplýsingagjöf við ferðamenn, ásamt ýmsu fleiru einkum lítur að ferðaþjónustu.
5. Niðurfelling á svæðisskipulagi Héraðssvæðis
Hreppsnefnd Borgarfjaðarhrepps fjallaði um framkomna tillögu samvinnunefndar frá 6. maí s.l.
og samþykkir að fella niður svæðisskipulag Héraðssvæðis 1998 til 2010.
6. Umsókn frá Skúla Sveinssyni
Skúli sækir um að fá leigt húsnæði grunnskólans.
Bjarni vekti athygli á hugsanlegu vanhæfi, vanhæfi hans var samþykkt einróma og yfirgaf Bjarni fundinn undir þessum lið.
Ákveðið að leigja ekki húsnæðið.
7. Vegagerð í Njarðvík
Vegagerðin ætlar í sumar að setja hólka í Hvannagilsárnar í Njarðvík í stað einbreiðra brúa, hreppsnefndin
hvetur
til þess að einnig verði settur hólkur í Njarðvíkurána í stað brúarinnar sem þar er.
8. Ársreikningur 2008 fyrri umræða
Magnús kynnti ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum, síðan var ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2008
borinn upp við fyrri umræðu og samþykktur einróma.
9. Skýrsla sveitarstjóra.
Lögð fram eftirlitsskýrslu frá HAUS vegna sorpflokkunarstöðvar og áhaldahúss, þar segir m.a. að aðstaða til
sorpflokkunar sé til fyrirmyndar og merkingar einnig. Ársskýrslur Þróunarfélags Austurlands og Vaxtasamnings lagðar fram til kynningar.
Borgarfjarðarhreppur mun taka þátt í útboði vegna rannsóknaboranna sem framkvæmdar verða fyrir styrk sem fékkst frá
Orkusjóði.
Fram kom tillaga um dagskrárbreytingu þannig að fyrir verði tekin a) Aðalskipulag
Borgarfjarðarhrepps breyting
á landnotkun og b) Klyppstaður tillaga að deiliskipulagi. Tillagan samþykkt og verða því áðurnefnd mál á dagskrá undir
liðum no. 10 og 11
10. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps breyting á landnotkun
Aðalskipulagsbreytingin sem auglýst var skv. 18. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 með athugasemdafresti til 25.
maí 2009 var samþykkt einróma.
11. Klyppstaður tillaga að deiliskipulagi
Tillagan hefur verið auglýst með athugasemdafresti til 29. maí 2009. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun og hafa þær
verið teknar til greina. Hreppsnefndin samþykkir tillöguna einróma með áorðnum breytingum.
Fundi slitið kl.
21.25
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hreppsnefnd kemur saman til aukafundar þriðjudaginn 9. júní kl. 17 í Hreppsstofu.
Vinnuskólinn hefst 18. júní skráning er hjá sveitastjóra.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2009 mánudaginn
4. maí kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, einnig mættur
Bjarni Sveinsson sem kallaður var til í fjarveru Steins.
Björn Aðalsteinsson var hreppsnefnd til aðstoðar við 1. dagskrárlið.
- Þriggja ára fjárhagsáætlun
Áætlunin tók talsverðum breytingum á milli umræðna en var síðan samþykkt
einróma með áorðnum breytingum við síðari umræðu. Helstu breytingar eru
að aukið var við framlag í atvinnuaukningasjóð og gert er ráð fyrir því að
byggt verði við húsnæði grunnskólans vegna sameiningar grunn- og leikskóla
árin 2011 og 2012.
- Atvinnuaukningarsjóður umsókn
Birni Gíslasyni veitt lán að upphæð kr. 800 þúsund til kaupa á traktorsgröfu að
uppfylltum þeim skilyrðum sem reglur sjóðsins kveða á um.
- Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar frá 29. apríl
Tekið fyrir erindi frá Einari Magna Jónssyni þar sem hann óskar eftir lóð undir
sumarhús, sveitastjóra falið að kynna Einari þær lóðir sem í boði eru.
Fundargerðin lögð fram og samþykkt einróma.
- Laun kjörstjórnar
Kjörstjórnarlaun verða 20 þús. krónur á hvern kjörstjórnarmann og eru óbreytt frá
því 2007.
- Styrkumsókn vegna Austfjarðatröllsins 2009
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100 þúsund, að því tilskyldu að
hluti
keppninnar fari fram á Borgarfirði.
- Umsókn um leyfi fyrir veitingastað í Iðngörðum
Hreppsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu.
- Umsókn um endurnýjun leyfis fyrir gististað í Réttarholti
Hreppsnefndin hefur engar athugasemdir við endurnýjum leyfisins.
- Fjarðarborg
Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu liggur fyrir beiðni frá hússtjórn um
að
eigendafélög leggi Fjarðarborg til fé að upphæð kr. 1 miljón, hlutur
Borgarfjarðarhrepps er kr. 400 þúsund. Hreppsnefndin samþykkir að verða
við beiðni hússtjórnar.
- Skýrsla sveitarstjóra
Ársreikningur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra, og fundargerð aðalfundar lagt fram til kynningar.
Rætt um uppbyggingu heimaþjónustu á Héraðssvæði.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps óskar Þresti Fannari, Þrastarungunum og öðrum sem komu að
Þjóðleik hjartanlega til hamingju með árangurinn og styrkir ferðasjóð nemenda um kr. 20.000.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2009
mánudaginn 20. apríl kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana
Bjarni Sveinsson mættur forföllum Steins.
- Þriggja ára fjárhagsáætlun
Samþykkt einróma við fyrri umræðu
- Tjaldstæði
Áhaldahúsið mun sjá um rekstur tjaldstæðisins
- Tilnefning á aðalfund Menningarráðs Austurlands
Ásta Sigfúsdóttir tilnefnd sem fulltrúi og Kristjana Björnsdóttir til vara
- Styrkbeiðni frá Austfirskum Krásum
Beiðninni hafnað
- Drög að samþykkt um hunda- og kattahald
Fyrir tekin drög að samþykkt um hundahald, kattahald og gæludýr önnur
en
hunda og ketti sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur unnið.
Hreppsnefndin vísar til gildandi samþykkta um hundahald í
Borgarfjarðarhreppi frá 18. júní 1998 og um kattahald frá 19. júní 1998
og sér ekki ástæðu til breytinga
- Skýrsla Sveitarstjóra.
Hreppsnefndin felur oddvita og sveitastjóra að yfirfara kjörskrástofn og undirrita kjörskrá.
Hreppsnefndin fagnar því sérstaklega að læknir verður til viðtals á
Borgarfirði
nú á miðvikudaginn og væntir þess að heimsóknir læknis komist aftur
í
viðunnandi horf.
Fundi slitið
19.30
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2009 mánudaginn 06. apríl kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason í stað Steins og Kristjönu, ásamt
sveitastjóra.
1. Kauptilboð í Iðngarða
Bjarni Sveinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt með fjórum
atkvæðum.
Kauptilboð að upphæð kr. 7.000.000 frá Fiskverkun Kalla Sveins var samþykkt með þremur atkvæðum,
einn á móti. Hreppsnefnd leggur áherslu mikilvægi þess að verkstæði Jóns Helgasonar verði gert kleyft að starfa áfram
í húsinu.
2. Bréf frá Álfasteini
Lagt fram bréf Álfasteins frá 19.mars 2009 varðandi húsaleigusamning í Iðngörðum.
3. Fundargerð Brunavarna á Austurlandi 16. mars.
Lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð HAUST nr. 82.
Lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla Sveitarstjóra.
Fyrirhugaður atvinnumálafundur verður haldinn 30. apríl þar verða fyrirlestrar um grunnþætti í atvinnumálum Borgarfjarðar. Fundurinn
verður auglýstur á næstunni.
Lagðar fram til kynningar tillögur frá HAUST um hunda og kattahald. Þetta er tilraun til samræmingar á reglum á starfssvæði HAUST, tekið
fyrir á næsta hreppsnefndarfundi.
Framkvæmdir við áhaldahús eru hafnar aftur og verið að koma fyrir millivegg og lofti.
Rætt um vinnu við þriggja ára fjárhagsáætlun hreppsins.
Kynnt stefnumótun Menningarráðs Austurlands, menningarstefna í þágu samfélagsins.
Fundi slitið kl. 19.25
Framlengdur er umsóknarfrestur Atvinnuaukningarsjóðs Borgarfjarðarhrepps til 1. maí.
Fundargerð
09031606
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2009
mánudaginn 16. mars kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og
varamaðurinn Bjarni í stað Steins, ásamt sveitastjóra.
1. Aðalskipulag, breyting á landnotkun
Með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkir
hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps að auglýsa tillögu að breytingu á
aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016. Í breytingunni felst eftirfarandi:
Á jörðinni Klyppsstað verði gert ráð fyrir lóð allt að 1 ha. fyrir verslun og
þjónustu. Klyppsstaður er ríkisjörð og verður tákn fyrir verslun og
þjónustu
merkt BV4. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ætlar að reisa ferðaþjónustuna, gert er ráð
fyrir að þar geti risið svefnskáli auk skálavarðarhúss og hreinlætishúss,
sambærilegt og á tveimur öðrum stöðum í sveitafélaginu.
2. HSA þjónusta
Oddviti og sveitastjóri fengu fund með framkvæmdastjóra HSA 9. mars s.l.
Á fundinum baðst framkvæmdastjóri afsökunar á því með hvaða
hætti
niðurfelling á læknisþjónustu á Borgarfirði var kynnt sveitastjórn og
íbúum.
Einnig kom fram að meginástaðan fyrir því að læknir hættir að koma á
Borgarfjörð er niðurskurður á þjónustu hjá HSA, í sparnaðarskyni, en
kostnaðurinn er kr. 650 þús. á ári. Hreppsnefndin dregur í efa að það náist
aukin hagkvæmni í rekstri HSA þó læknisheimsóknir verði lagðar af á Borgarfirði og
bendir á þá skerðingu sem orðið hefur, frá því að læknir kom einu sinni í viku,
niður í að læknir kemur einu sinni í mánuði eins og verið hefur frá því að framkvæmdir
vegna
uppbyggingar á Mið-Austurland hófust.
Hreppsnefndin mótmælir því harðlega að læknisþjónusta verði aflögð á Borgarfirði.
3. Skýrsla sveitastjóra
Fram kom að keyptur hefur verið umbeðin búnaður fyrir slökkviliðið m.a. vegna reykköfunar og fjarskipta.
Fundi slitið kl.
19.00
Kristjana
Björnsdóttir
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2009
mánudaginn 2. mars kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Bjarni
í stað Steins, ásamt sveitastjóra.
Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þannig að 5. dagskrárliður
verður kosning undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga.
Tillagan samþykkt.
- Styrkbeiðni
Beiðninni er vísað til félagsmálanefndar.
- Markaðsstofa Austurlands aðalfundur
Jón Þórðarson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps
og Hafþór Snjólfur Helgason til vara.
- Atvinnumál
Stefnt að því að boða til almenns fundar um atvinnumál nú í mars.
- Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að gert er ráð fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs verði svipuð og á fyrra ári,
Jón sagði frá heimsókn sinni í Byggðastofnun, sótt hefur verið um fjárveitingu í styrkvegasjóð
til viðhalds á vegum til Víkna. Einnig hefur verið sótt um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið
2008 til 2009. Undir þessum lið sagði oddviti frá fundi í húsnefnd Fjarðarborgar rætt
var um fjárhagsstöðuna sem er afar bágborin og hugsanlegar lausnir á fjárhagsvanda félagsheimilisins.
- Kosning undirkjörstjórnar til Alþingiskosninga
Aðalmenn: Bjarni Sveinsson
Varamenn: Helga Erlendsdóttir
Björn
Aðalsteinsson Kári
Borgar Ásgrímsson
Jóna
Björg Sveinsdóttir Freyja
Jónsdóttir
Kosning þeirra
gildir til loka kjörtímabils hreppsnefndar.
Fundi slitið kl:
19.10
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
09021604
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2009
mánudaginn 16. febrúar kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, Bjarni
mættur í stað Steins, ásamt sveitastjóra.
- Álagningfasteignagjalda2009
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður
samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin
að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af
fjórum eignum.
- ErindifráSSAvegnaÚÍA
ÚÍA óskar eftir styrk frá sveitafélögum á félagssvæðinu að upphæð kr. 200.
pr.
íbúa. Hreppsnefndin samþykkir að greiða hlut Borgarfjarðarhrepps sem er kr. 28.200.
- Erindifrásjálfboðaliðasamtökum
Fyrirspurnir hafa borist frá tveimur hópum sem óska eftir að fá verkefni hér í
sumar. Ákveðið að bjóða Veraldarvinum að koma, þeir hafa unnið áður að
hreinsun og fleiri verkefnum fyrir Borgarfjarðarhrepp.
Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þess efnis að fjórði
dagskrárliður verði kjör fulltrúa á XXIII. landsþing Sambands íslenskra
sveitafélaga og umboð til að fara með atkvæði á aðalfundi Lánasjóðs sveitafélaga 2009.
- Lánasjóður sveitafélaga aðalfundur, XXIII. Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga.
Sveitstjórn samþykkti að Jakob Sigurðsson fari með atkvæði sveitafélagsins á
aðalfundi Lánasjóðs sveitafélaga ohf. þann 13. mars n.k. Jakob verður einnig
fulltrúi á Landsþinginu og Jón Þórðarson til var.
- Skýrslasveitarstjóra
Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin
hefur ekkert við að athuga.
Fundi slitið kl: 18.55
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
09030205
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2009 mánudaginn 2. mars
kl.17.00 í Hreppsstofu.Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur
og Bjarni í stað Steins, ásamt sveitastjóra. Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þannig
að 5. dagskrárliður verður kosning undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga.Tillagan samþykkt.
1 Styrkbeiðni
Beiðninni er vísað til félagsmálanefndar.
2, Markaðsstofa Austurlands aðalfundur
Jón Þórðarson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps
og Hafþór Snjólfur Helgason til vara.
3. Atvinnumál
Stefnt að því að boða til almenns fundar um atvinnumál nú í mars.
4. Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að gert er ráð fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs verði svipuð og á fyrra ári,
Jón sagði frá heimsókn sinni í Byggðastofnun, sótt hefur verið um fjárveitingu í styrkvegasjóð
til viðhalds á vegum til Víkna. Einnig hefur verið sótt um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2008 til 2009.
Undir þessum lið sagði oddviti frá fundi í húsnefnd Fjarðarborgar rætt var um fjárhagsstöðuna sem er
afar bágborin og hugsanlegar lausnir á fjárhagsvanda félagsheimilisins.
5. Kosning undirkjörstjórnar til Alþingiskosninga
Aðalmenn: Bjarni
Sveinsson Varamenn: Helga Erlendsdóttir
Björn Aðalsteinsson
Kári Borgar Ásgrímsson
Jóna Björg Sveinsdóttir Freyja
Jónsdóttir
Kosning þeirra gildir til loka kjörtímabils hreppsnefndar.
Fundi slitið kl:
19.10
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
09021604
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2009 mánudaginn 16. febrúar kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, Bjarni mættur í stað Steins, ásamt sveitastjóra.
1 Álagning fasteignagjalda 2009
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.
Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum.
2 Erindi frá SSA vegna ÚÍA
ÚÍA óskar eftir styrk frá sveitafélögum á félagssvæðinu að upphæð kr. 200. pr. íbúa. Hreppsnefndin
samþykkir að greiða
hlut Borgarfjarðarhrepps sem er kr. 28.200.
3 Erindi frá sjálfboðaliðasamtökum
Fyrirspurnir hafa borist frá tveimur hópum sem óska eftir að fá verkefni hér í
sumar. Ákveðið að bjóða Veraldarvinum að koma, þeir hafa unnið áður að hreinsun
og fleiri verkefnum fyrir Borgarfjarðarhrepp.
Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þess efnis að fjórði dagskrárliður verði kjör fulltrúa á
XXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga og umboð til að fara með atkvæði á aðalfundi
Lánasjóðs sveitafélaga 2009.
4 Lánasjóður sveitafélaga aðalfundur, XXIII. Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga.
Sveitstjórn samþykkti að Jakob Sigurðsson fari með atkvæði sveitafélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitafélaga ohf.
þann 13. mars n.k.
Jakob verður einnig fulltrúi á Landsþinginu og Jón Þórðarson til var.
5 Skýrsla sveitarstjóra
Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
Fundi slitið kl: 18.55
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Fundargerð
09011201
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu
2009
mánudaginn 12. jan. kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur,
Bjarni Sveinsson mættur í fjarveru Steins. Sveitstjóri mættur að vanda.
1 Útsvarsprósenta 2009 (endurákvörðun)
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi hækkar úr 13,03% í 13,28%
sem er hámarskálagning útsvars samkvæmt nýgerðum breytingum, hækkunin
er tilkomin vegna þess að þau sveitfélög sem ekki nýta hámarksálagningu til
útsvars geta ekki vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði
sveitafélaga.
2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. jan. 2009
Borgarfjarðarhreppur hefur verið sýknaður af kröfu Kaupþings vegna meintrar
ábyrgðar á skuldabréfi sem Álfasteinn ehf (gamli) gaf út til
Búnaðarbanka
Íslands 19. mars 1997. Í dómsorðum segir að: ,,Stefndi,
Borgarfjarðarhreppur,
er sýknaður af kröfum stefnanda, Nýja Kaupþings banka hf.
Málskostnaður fellur niður.”
3 Fundargerð Héraðsskjalasafns frá 9. des. 2008
Fundargerð stjórnar safnsins lögð fram til kynningar.
4 Bláfáninn 2009
Hreppsnefndin samþykkir að sækja áfram um Bláfánann fyrir Bátahöfnina,
Ólafur verður sveitastjóra til aðstoðar sem fyrr.
5 Skýrsla Sveitarstjóra
Með bréfi dags. 7. jan. óskar samgönguráðuneytið eftir upplýsingum ,,um
þær reglur sem í
gildi eru varðandi afslátt á fasteignaskatt skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna
sveitarfélaga.” Sveitastjóri mun senda ráðuneytinu bókun hreppsnefndar frá 6.
mars 2006
en þar er að finna reglur þar að lútandi.
Fundi slitið kl: 18.30
Kristjana Björnsdóttir
ristaði
Næsti reglulegi fundur Hreppsnefndar verður 2. febrúar