18. maí 2015
Umhverfisráð kom saman. Mætt: Nanna Olga, Bóas, Þorbjörg Helga og Jóna.
1. Farið yfir dagskrá fyrir umhverfisdaginn ( Grænfánadaginn ), sem verður haldinn næsta miðvikudag.
- Hópavinnu og fræðslu frá kl. 8:00 - 9:30. Þá verður rýnt í umhverfissáttmálann okkar, markmiðin sex sem við settum okkur fyrir tveim árum og ákveðin ný markið til að stefna að næstu tvö árin. Fræðsla og grúsk hvað þetta varðar.
- Kl. 9:30 - 12:00. Farið á vettvang og rölt í hús til að safna saman endurvinnanlegu rusli, afhenda maíspoka og kynningarsnepilinn.
- Kl. 12:00 - 12:40. Grillveisla
- Kl. 12:40 - 15:30. Ruslatínsla í þorpinu.
2. Umhverfsráðið ætlar að vera leiðtogar í hópunum, aðstoða og hjálpa við framkvæmd.
3. Jónu falið að ganga frá umsókn að Grænfánanum með Svandísi skólastjóra þegar niðurstaða verður komin í það hvaða verkefni og markmið vera förunautar okkar næstu tvö árin í grænfánavinnunni okkar
Fleira ekki gert og fundi slitið
Hér má sjá kynningarsnepilinn okkar:
Ágætu Borgfirðingar
Eins og þið vitið er grunnskólinn Grænfánaskóli og erum við alltaf að láta okkur detta í hug nýjar leiðir til þess að vinna að umhverfisvernd og sjálfbærni. Það nýjasta hjá okkur voru vangaveltur um hvernig við gætum minnkað plast í heimilissorpi. Til eru maíspokar sem hægt er að nota í ruslafötur inni á heimilunum. Pokar þessir eru framleiddir úr endurvinnanlegu og lífrænu efni ( maíssterkju ) og innihalda ekki polyethylene. Þeir eru 100% niðurbrjótanlegir af örverum og brotna niður á 10 45 dögum í góðum jarðvegsskilyrðum.
Við skrifuðum við sveitarstjórn bréf og spurðum út í hvort hreppurinn gæti haft svona poka til sölu fyrir íbúa. Sveitarstjórn tók vel í þetta, ákvað að panta poka og gefa til kynningar. Þessa pokar er síðan hægt að kaupa t.d. á Eyrinni og í verslunum á Egilsstöðum. Það er von okkar að þessu verði vel tekið af Borgfirðingum því í sameiningu getum við áorkað miklu í umhverfismálum sem og öðrum. Til fróðleiks eru hér nokkrar staðreyndir um niðurbrot plasts í umhverfinu.
Áætlað er að um 50 milljónir plastpoka falli til á ári hverju hér á landi. Það eru um 1.120 tonn af plasti. Langstærstur hluti þessara plastpoka fer í urðun með öðrum heimilisúrgangi en á urðunarstöðunum tekur niðurbrot pokanna nokkrar aldir, jafnvel þúsund ár.Þessi mikla notkun plastpoka veldur miklum umhverfisáhrifum því talsvert magn af plasti er hvorki endurunnið né fargað heldur berst til sjávar með regni, frárennsli og ám eða fýkur til hafs. Plastefni brotna þar niður í smærri einingar á mjög löngum tíma, en eyðast jafnvel aldrei að fullu. Plast safnast því upp í umhverfinu.
Plastið hefur mikil áhrif á allt lífríki því árlega drepst mikill fjöldi sjófugla og sjávarspendýra eftir að hafa étið plast, auk þess sem dýr geta flækst í plastinu og jafnvel kafnað. Þá geta ýmis mengandi efni loðað við plastagnirnar, s.s. þrávirk lífræn efni. ( tekið af www.nyskopunarvefur.is)
Núna á síðustu dögum hefur verið umræða í fjölmiðlum um maíspokana og koltvíoxíð sem myndast þegar þeir brotna niður. Við höfum líka tekið þessa umræðu hjá okkur og gerum okkur grein fyrir því að maíspokarnir eru ekki nein töfralausn varðandi urðun á sorpi, þegar þeir brotna niður myndast efni sem hefur skaðleg áhrif á lofthjúp jarðar, en það hafa líka eldgos. ( Sjá vef veðurstofunnar ). Best væri auðvitað að ruslabíllinn okkar væri þannig útbúinn að hann tæki heimilissorpið án plastpoka og þá værum við laus við það að þurfa á velja á milli loftmengunar, skaða lífríkið eða umhverfismengunar.
Að lokum viljum við segja ykkur frá því að næsta haust ætlum við að sækja um Grænfánann í þriðja sinn. Síðast liðin tvö ár höfum við unnið að þeim sjö markmiðum sem við settum okkur er við sóttum um síðast. Þessi sjö markmið eru:
1. Áframhaldandi vinna með moltugerð og matjurtagarð.
2. Flokkun á rusli.
3. Áframhaldandi vinna með orku-, pappírssparnað og endurnýtingu.
4. Gróðursetningu á trjám í nágrenni skólans.
5. Stuðla að bættri lýðheilsu með hreyfingu og hollu matarræði.
6. Fuglar laðaðir að skólalóðinni með því að gefa þeim í vetrarhörkum og útbúa fuglahús.
7. Kynna stefnu skólans út á við og vera dugleg að fræða nemendur og foreldra um umhverfisvernd.
Við teljum að okkur hafi tekist nokkuð vel til þessi s.l. tvö ár en auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Það er líka gott að endurskoða markmið og setja okkur ný, en einnig skoða þær leiðir sem við höfum farið að markmiðunum og athuga hvort sniðugt væri að skoða nýjar leiðir. Nú á vordögum höfum við farið í þessa vinnu og í sameiningu velt þessum hlutum fyrir okkur þ.e. bæði litið um öxl og eins fram á veginn. Niðurstaðan er að sumt ætlum við að halda áfram með en svo komu fram nýjar og spennandi hugmyndir sem við ætlum að reyna að framkvæma næstu tvö árin. Á heimasíðu skólans undir flipanum Skóli á grænni grein má sjá fundargerðir, könnun, markmið og annað sem við erum að bralla.
Takk fyrir og bestu kveðjur úr Grunnskólanum
6. maí. 2015
Bryndís og Jóna hittust og eftirfarandi bréf sent til Sveinunga.
Borgarfirði eystri 06.05.2015
Ágæta stjórn Slysavarnardeildarinnar Sveinunga
Á sameiginlegum fundi umhverfisnefndar Borgarfjarðarhrepps og umhverfisnefndar Grunnskólans ( Grænfánanefnd ) þann 30. apríl s.l. lýstu nefndarmenn áhyggjum sínum af einnota umbúðum sem ekki hefur tekist að koma í skjól á Heiðinni og hafa verið að fjúka um með tilheyrandi umhverfismengun. Í framhaldi af þeirri umræðu var gerð svohljóðandi bókun:
Við skorum á Slysavarnardeildina Sveinunga að ganga hið fyrsta í það verk að hirða upp og koma í skjól einnota umbúðum sem tilheyra deildinni og hafa fokið í vetur um Heiðina, svæðið þar í kring og allt niður í fjörur.
Með von um skjót og góð viðbrögð.
Kær kveðja
Fyrir hönd umhverfisnefndanna.
_____________________________________
Fh. umhverfisnefndar Borgarfjarðarhrepps
Bryndís Snjólfsdóttir
______________________________________________________
Fh umhverfisnefndar Grunnskólans
Jóna Björg Sveinsdóttir og Bóas Jakobsson
4. maí. 2015
Hér kemur fundargerð frá sameiginlegum fundi umhverfisnefndanna.:
Fundur hjá Umhv.nefnd sveitarfélagsins og Grunnskóla Borgarfjarðar 29.4.2015
Á fundinn mættu Helgi Hlynur, Þórey Sig. Bryndís, Nanna Olga, Bóas og Þorbjörg Helga. Jóna mætti á fundinn en stoppaði stutt.
Rætt um tiltektardag í þorpinu.
Grunnskóabörn fara í hús og bjóða fólki að taka sorp hjá þeim til að fara með í endurvinnslu og einnig að afhenda maíspoka til kynningar. Umhverfisnefnd sveitarfél. sér um að undirbúa tiltekt í þorpinu. Ákveðið að fara þess á leit við Foreldrafélag Grunnskólans að vera með einhvernskonar veitingar að vinnudegi loknum.
Rætt um umhverfismengun sem orðið hefur af völdum einnota umbúað sem eru að fjúka um á Heiðinni og svæðið þar í kring. Umbúðir þessar eru á ábygð Slysavarnadeildarinnar Sveinunga, hefur þeim ekki tekist að koma þeim í skjól fyrir veturinn og hefur verið verulega umhverfismengun af völdum þessa í vetur. Í framhaldi af því var gerð eftirfarandi bókun: Við skorum á Slysavarnardeildina Sveinunga að ganga hið fyrsta í það verk að hirða upp og koma í skjól einnota umbúðum sem tilheyra deildinni og hafa fokið í vetur um Heiðina, svæðið þar í kring og allt niður í fjörur.
Ákveðið að senda bréf til Sveinunga með þessari áskorðun. Bryndísi og Jónu falið að rita þetta bréf.
Tillögur að sumarverkefnum innan Vinnuskólans:
- Vinna að endurbótum á gönguleiðum
- Hirða upp stikur fyrir vegagerð
- Einhver sérstök verkefni annað en að raka og hirða hey.
- Fara í leiðsögn einn dag með reyndum leiðsögumanni og fara einn dag á sjó með einhverjum góðum
- sjómönnum. Gæti flokkast sem starfskynning.
- Hvort ekki væri hægt að koma upp einhvernskonar leiktækjum sem hentuðu öllum aldri.
- Rætt um vottanir vegna bláfánans, grænfánans og frárennslilágna.
Bryndísi falið að hafa samband við einhverja á Djúpavogi og Stykkishólmi sem leitt gætu okkur aðeins áfram í þeim efnum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
20. apríl. 2015
Umhverfisráð kom saman.
Mætt: Bóas, Nanna, Þorbjörg og Jónatan Leó.
1. Umhverfisnefnd ( staðardagskrárnefnd 21 ) Borgarfjarðarhrepps óskar eftir því að hitta umhverfisnefndina til skrafs og ráðagerða varðandi umhverfismál í Borgarfjarðarhrepp. Ákveðið að hitta nefndina 28. eða 29. apríl á skólatíma. Ráðið beðið um að íhuga umræðuefni til að leggja fram á fundinum.
2. Farið yfir umsókn að endurnýjun á grænfánanum. Ákveðið að fá hugmyndir frá nemendum um ný og endurbætt markmið til að stefna á næstu tvö árin. Athuga með hvort hægt væri að hitta alla nemendur saman til að ræða þessi mál, jafnvel á umhverfisdaginn okkar.
3. Rætt um umhverfisdaginn okkar ( grænfánadaginn).
- Ákveðið að hafa fræðslu og hópavinnu.
- Bjóðast til að taka endurnýtanlegt rusl frá heimilum og fara með það niður á Heiði í flokkun.
- Afhenda maíspokana sem sveitarfélagið er búið að kaupa, ásamt kynningarsnepli um
Grænfánaverkefnið í skólanum og upplýsingum um ágæti maíspokanna.
4. Farið yfir punka um hvað ætti að vera í þessum kynningarsnepli.
5. Borist hefur bréf frá Landvernd varðandi fánann og endingu hans. Þetta virðist vera sama sagan um allt land, fáninn endist illa. Hægt að kaupa álskilti á kr. 8.000 til að setja á vegg, ákveðið að skoða þetta. Í millitíðinn ætlum við að nota fánann en hann hefur verið bættur með þvi að sauma á fánann bót úr elsta fánanum. Vonandi endist þetta úr sumarið.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
23. febrúar. 2015
Umhverfisráð kom saman.
Mætt: Bóas, Nanna, Þorbjörg og Jónatan Leó.
1. Borist hefur svar við bréfi frá hreppsnefnd varðandi maíspokana. Hreppurinn hefur keypt 200 poka sem við erum beðin um að dreifa í vor í tengslum við umhverfisdaginn okkar. Þá ætlum við einnig að senda út smá pistil um ágæti maíspoka ásamt upplýsingum um grænfánaverkefnin okkar hér í skólnum.
2. Bréf samið til landverndar varðandi endingarleysi grænafánans.
3. Ekki komið neitt svar um erindi okkar varðandi reglubundna hreyfingu/gönguferðir í skólanum. Ákveðið að ítreka þetta.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
19. jan. 2015
Umhverfisráð kom saman.
Mætt: Bóas, Nanna, Þorbjörg og Jónatan Leó.
1. Við höfum ákveðnar áhyggjur af því hversu illa fáninn endist okkur. Þó svo að hann hangi ekki upp í fánastönginni nema frá byrjun apríl til loka október þá fer hann mjög illa. Fáninn sem við fengum fyrir einu og hálfu ári síðan er orðinn trosnaður á saumum. Við tókum myndir af fánanum og einnig þeim gamla sem entist ekki nema eitt heilt ár og ætlum að senda myndir til Landverndar og vekja athygli þeirra á þessu. Kannski þyrfti að sauma fánann úr endingarbetra efni og með styrktum saumum.
2. Við fórum yfir ýmsa gátlista til að átta okkur betur á stöðu mála hjá okkur. Við skoðuðum skrefin 7, umhverfissáttmálan okkar, markmið skólans 2013 - 2015 og ýmislegt fleira var rætt í því samhengi. Okkur fannst við standa okkur þokkalega vel, þó má alltaf betur gera t.d. í sambandi við kynningarmál út á við og fræðslu inn í skólanum.
4. Rætt var um það verkefni okkar að auka hreyfingu í skólanum og ákveðið að fara með erindi inn á kennarafund.
5. Áhugi virðist vera hjá nemendum að gera Borgarfjörð að plastpokalausu sveitarfélagi. Í sambandi við þetta kom upp hugmynd að senda sveitarstjórn bréf þess efnis að þeir skoði að hafa maíspoka til sölu í áhaldahúsinu eins og þeir gera með stóru svörtu sorppokana. Béfið lauslega samið í fundinum en Jónu falið að klára það.
6.Í Júní 2015 verðum við búin að flagga fánanum í annað sinn í tvö ár. Nú er komið að því að sækja um endurnýjun á Græna fánanum í þriðja sinn. Ákveðið á fundinum að sækja um úttekt í september 2015. Ákveðið að útbúa umsókn fyrir páska og senda inn.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
2014
24. nóv. 2014
Umhverfisráð kom saman til að setja niður á blað hugmyndir nemenda og starfsfólks að nýjum verkefnum fyrir veturinn.
- Ákveðið að hafa annan sorpflokkunardag eins og þann sem var s.l. vor ( umhverfisdagurinn ).
- Útbúa veggspjald inni sem gefur til kynna að við séum Grænfánaskóli, þar sem við tökum alltaf niður fánann yfir vetrarmánuðina til að hann skemmist ekki vantar eitthvað sem gefur þetta til kynna.
- Auka hreyfingu í skólanum. Biðja nemendur og kennara um að koma með tillögur að skemmtilegri hreyfingu fyrir skólann sem heild. Hugmynd að hafa þessa hreyfingu fast 3 - 4 sinnum í mánuði og þá samþátta hana námsgreinum.
- Byrja að vinna að þeirri hugmynd okkar að Borgarfjörður geti orðið plastpokalaus hvað varðar sorpurðun.
Að auki ætlum við að halda áfram að vinna að moltugerð, kartöflurækt og hugsa til spörfuglanna sem heimsækja okkur í fuglahúsið.
3. nóv. 2014
Umhverfisráð kom saman til að klára að fara yfir gátlista fyrir skólann. Nú hafa kennarar og starfsfólk klárað að krossa við það sem að þeim snýr og gátlistinn þá tilbúinn. Næst er að fara yfir hann og sjá hvar við getum gert betur í þessum málum. Rauðakrossgámurinn er kominn niður á heiði og fórum við til að skoða hann, nú þurfum við að útbúa leiðbeiningar um móttöku fatnaðar fyrir fólk og senda í hús. Svandís skólastjóri bað okkur um að setja á blaðið beiðni til íbúa um að ef þeir ættu gömul gluggatjöld, sængurver og/eða garn að gefa okkur í skólanum það til að við getum endurnýtt það í ýmiss verkefni, vel tekið í þetta af ráðinu.
13. okt. 2014.
Umhverfisráð kom saman til að fara yfir gátlista fyrir skólann. Einnig lesið bréf sem okkur barst frá hreppsnefnd þar sem hún tekur vel í beiðni okkar um að fá Rauðakrossgáminn. Við fögnum góðum og skjótum viðbrögðum hreppsnefndar.
6. október 2014.
Umhverfisráð kom saman til að fara yfir gátlista fyrir skólann, skólaárið 2014 - 2015. Einnig útbjuggum við bréf til hreppsnefndar þar sem við óskum eftir því að þeir athugið með að fá Rauðakrossgám niður á heiði. Bréfið hljóðar svona:
15. sept. 2014
Ný umhverfisnefnd sem kosin var fyrir hálfum mánuði kom saman með starfsmanni sínum. Nefndin skipti með sér verkum þannig að Bóas Jakobsson er formaður, Nanna Olga Jónsdóttir er ritari, Þorbjörg Helga Andrésdóttir er meðstjórnandi og varamaður er Jónatan Leó Þráinsson. Jóna Björg er áfram starfsmaður nefndarinnar. Stefnt að fundi eftir hálfan mánuð til að fara yfir gátlista og setja okkur markmið fyrir veturinn.