Fundargerðir 2010

      Fundargerð                                        14121021

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 21. fundar á árinu 2010 þriðjudaginn 14. desember kl. 13. í Hreppsstofu.

Allir hreppsnefndarmenn mættir ásamt Birni Aðalsteinssyni.  Eina mál fundarins gerð fjárhagsáætlunar.

                       Fundi slitið kl. 16.45                                     Kristjana Björnsdóttir

 


 


                                                           Fundargerð                                        20121022

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 22. fundar á árinu 2010 mánudaginn 20. desember kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana. 

1.           Fjárhagsáætlun fyrri umræða

Fjárhagsáætlun samþykkt einróma við fyrri umræðu.

2.           Samningar og samþykktir vegna félags og barnaverndarmála

Samningur um sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd milli Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Vopnafjarðarhrepps dagsettur 17. desember 2010 borinn upp og samþykktur einróma. 

Samningur um félagsþjónustu og barnavernd milli annars vegar Fljótsdalshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og  Vopnafjarðarhrepps og hinsvegar Fljótsdalshéraðs dagsettur 17. desember 2010 samþykktur einróma. Sveitarstjóri undirritar samningana f.h. Borgarfjarðarhrepps.

3.Fundargerðir

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:

a)                        Almannavarnanefndar í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði. 

b)                        Aðalfundar fulltrúaráðs Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

c)                        24. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

1.           Bréf

Með bréfi frá Umhverfisráðuneytinu dagsettu 23. nóvember vekur ráðuneytið ,,athygli sveitarfélaga sem liggja að ströndinni á þeirri umræðu sem er á alþjóðavettvangi um áhrif rusls og úrgangs á lífríki hafs og stranda, skaðsemi þess og kostnaðar vagna hreinsunar.”  Ráðuneytið vill meta umfang vandans og leitar í því skyni upplýsinga frá sveitarfélögum.

2.           Skýrsla sveitarstjóra

Sveitarstjóri hvetur hundaeigendur á að fara að reglum um hundahald.

Fundi slitið 18.40                                             Kristjana Björnsdóttir ritaði

                                       

 



 

Fundargerð                                        06121020

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2010 mánudaginn 6. desember kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana. 

  1. Útsvarsprósenta 2011

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 13,28%  sem er hámarskálagning,  en þó með þeim fyrirvara að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 % sem af því leiðir, verður  þá álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.  Einungis þau sveitfélög sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

  1. Fasteignagjöld 2011

Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 12.500 á íbúð,   kr. 7.000 þar sem lítið sorp er, veitingasölur kr. 15.000. Ein ruslapokarúlla (50 stk.) innifalin í gjaldinu,  aukapokar eru til sölu í áhaldahúsi.  Sorpförgunargjöld: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 5.000,  FKS kr. 50.000. Sveitarotþróargjöld: kr. 5.000 á rotþró.  Vatnsgjöld:á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000 lágmarki kr. 5.000. FKS kr. 30.000. Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati.  Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,4%, á atvinnuhúsnæði 1,1%, á sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu.

  1. Fjárhagsáætlun 2011

Farið yfir ýmis mál er varða gerð fjárhagsáætlunar, vinnufundur er áætlaður þriðjudaginn 14. des. kl: 13. 

  1. Minjasafn Austurlands

a) Samstarfssamningur um Minjasafn Austurlands-athugasemd Fljótsdalshrepps

,, Fimmtudaginn 25. nóvember sl. var haldinn eigendafundur vegna endurskoðunar á samstarfssamningi um Minjasafn Austurlands þar sem fulltrúar Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs mættu.”  Á fundinum kom fram svo hljóðandi tillaga frá Fljótsdalshreppi: Lagt er til að árleg framlög fari eftir íbúafjölda eins og ábyrgðir og hrein eign safnsins. Annar kostur kann að koma til greina þ.e. að árleg framlög skiptist til helminga annars vegar eftir íbúafjölda 50% og skatttekjuviðmið verði 50%.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps leggur til að árleg framlög skiptist til helminga.

b) Beiðni um viðbótarframlag

Hreppsnefndin samþykkir umbeðið framlag að upphæð kr. 100.834 enda fellur þá niður skuld safnsins við Fljótsdalshérað að upphæð kr. 2.000.000.

  1. Erindi til Atvinnuaukningasjóðs

Umsókn frá Ferðaþjónustunni Álfheimum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hús 3.

Við gerð fjárhagsáætlunar verður ákveðið hvort unnt verður að leggja Atvinnuaukningasjóði til aukið fé en samkvæmt reglum sjóðsins fer úthlutun fram í apríl.  Hreppsnefndin lítur jákvætt á umsóknina og fagnar áframhaldandi uppbyggingu.

  1. Kjörstjórnarlaun vegna stjórnlagaþingskosninga

Laun kjörstjórnarmann eru kr. 35.000

  1. Yfirfærsla á málefnum fatlaðra

Sveitarstjóri fer með umboð til að ganga frá samningi fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps

 

  1. Sameining á lögbýlinu Borg

Jakob vakti athygli að hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið og var það  samþykkt einróma.  Fyrir liggur svo hljóðandi erindi frá Jakobi Sigurðssyni og Margréti B. Hjarðar: ,, Við undirritaðir eigendur að jörðinni Borg í Njarðvík óskum eftir að sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps staðfesti sameiningu á spildum landnúmer: 197162 Borg/lóð 1 og 197419 Borg / lóð 2 við jörðina Borg í Njarðvík landnúmer: 157228.”

Hreppsnefndin samþykkir staðfestinguna einróma.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Borist hefur frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ,,afrit af kæru, dags. 22. nóvember 2010 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir frístundahús að Bakkavegi 10 í Bakkagerðisþorpi, Borgarfirði eystra.  Með vísan til 10. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er þess óskað að úrskurðarnefnd verði send gögn er málið varða fyrir 17. desember nk. og byggingaryfirvöldum sveitarfélagsins gefinn kostur á að tjá sig um kæruna til sama tíma.”  Sveitarstjóri og byggingarfulltrúi munu senda umbeðin gögn innan tiltekins tíma.

Lokið er framkvæmdum við botnlanga og gatnagerð við Bakkaveg.  Framkvæmdir við Bátahöfnina eru komnar á góða rekspöl.

 

Fundi slitið kl: 19.55                                                       Kristjana Björnsdóttir ritaði



Fundargerð                                        15111019

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2010 mánudaginn 15. nóvember kl: 17 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.  Eftir farandi dagskrárbreyting samþykkt:

Skýrsla sveitarstjóra færist fram um einn lið en heimsókn frá Þróunarfélaginu verður síðust á dagskránni.

 

1.      Ný heimasíða „borgarfjordureystri.is“

            ,,Ferðamálahópur Borgarfjarðar fer þess á leit við hreppsnefnd að Borgarfjarðarhreppur komi að/taki þátt í að kosta

nýja heimasíðu sem hópurinn er að láta smiða fyrir samfélag og ferðamál á Borgarfirði.” Hreppsnefndarmenn voru     

sammála um að sjálfsagt væri að taka þátt í verkefninu.

 

2.      Bréf til sveitarstjórnar

            Beiðni um fjárstyrk frá Stígamótum verður afgreidd við gerð fjárhagsáætlunar.

           

3.      Skýrsla sveitarstjóra.

            Milliuppgjör jan. – sept. 2010

            Fjárhagsstaða Borgarfjarðarhrepps er í allgóðu samræmi við fjárhagsáætlun.        

Rætt um stöðu undirbúnings vegna tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til         

sveitarfélaga 1. jan. 2011.  Borgarfjarðarhreppur er á sama þjónustusvæði og      

Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður, Vopnafjarðar-, Fljótsdals- og    

Djúpavogshreppar.  Sveitarstjóri sótti kynningarfund um málið í byrjun            

 mánaðarins og fór yfir gögn frá þeim fundi með hreppsnefndarmönnum. 

 

4.      Heimsókn framkvæmdastjóra Þróunarfélags Austurlands

Hafliði Hafliðason mætti á fundinn kl: 18 oddviti bauð hann velkominn.

      Hafliði kynnti starfsemi Þróunarfélagsins og svaraði spurningum   hreppsnefndarmanna. 

Stefnt að almennum fundi um atvinnumál með aðkomu          Þróunarfélagsins í febrúar.

     

      Fundi slitið kl:            19.00                                     Kristjana Björnsdóttir ritaði              

 


Fundargerð                                           01111018

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2010 mánudaginn 1. nóvember kl: 17 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Ólafur.  Fyrsti varamaður Bjarni Sveinsson mættur

í stað Kristjönu.

1.      Erindi frá Þjóðskrá vegna kjörskrár fyrir stjórnlagaþing.

            Sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskránni.

2.      Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins.

            Framlög aðildarsveitarfélaganna 2011 áætluð 17.1 milj. hlutur Borgarfjarðarhrepps 341 þúsund. 

Áætlunin rædd og samþykkt.

3.      Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 26.10.2010.

            Sótt um byggingarleyfi fyrir Bakkaveg 10. Grendarkynning hefur farið  fram og bárust athugasemdir frá einum aðila.

Skipulags og byggingarnefnd telur þær ekki þess eðlis þær hafi áhrif á byggingarleyfið.

            Sótt um leyfi til byggingar færanlegra timburhúsa með hvelfdu þaki í landi Stakkahlíðar í Loðmundarfirði. 

Afgreiðslu frestað þar sem málið er í vinnslu.

            Fundargerðin rædd samþykkt samhljóða.

4.    Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2011, stefnt að vinnu við áætlunina frá miðjum nóvember.

5. Skýrsla sveitarstjóra.

            a. Fundað með þingmönnum í kjördæmaviku og m.a. rætt um samgöngu og heilbrigðismál. b. Rætt um endurskoðun samnings

um Minjasafn Austurlands. c. Framkvæmdir eru hafnar við höfnina og að hefjast við gatnagerð á Bökkum. d. Veiddir refir 2010 eru 31

og minnkar 32, heildarkostnaður kr. 890 þús.

Fundi slitið kl. 1845.

Jón Þórðarson ritaði.

 



 

Fundargerð                                           18101017

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2010 mánudaginn 18. október kl: 17 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Kristjana.  Fyrsti varamaður

Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.

  1. Markaðsstofa Austurlands

      Ósk um viðræður vegna þátttöku sveitarfélaga í rekstri Markaðsstofunnar.        

Hreppsnefndin er tilbúin til viðræðna um áframhaldandi samstarf.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

   Fram kom m.a. að fjárhagsstaða Fjarðaborgar er með betra móti, pöntuð hefur verið varmadæla fyrir félagsheimilið

sem væntanlega kemur til með að draga   verulega úr hitunarkostnað.  Sagt frá fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra   

sveitarfélaga og ársfundi Jöfnunarsjóðs en útlit er fyrir verulega skerðingu áframlagi næsta árs. 

Búið er að ganga frá samningi við Yl ehf en þeir áttu lægsta   tilboð í framkvæmdir við Höfnina. 

Sótt verður um virðisaukaskattsnúmer fyrir          Hafnarsjóð.  Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í starfshópnum   

,,Austfirsk eining” sem tekur við af starfshópnum Austurland eitt sveitarfélag.

   Í bréfi frá Umhverfisstofnun er vakin athygli ,,á að í frumvarpi til fjárlaga 2011 er            

ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða.”

  1. Heimsóknir: a) Einar Rafn Haraldsson frá HSA,  b) Hafliði Hafliðason frá Þróunarfélagi Austurlands

      Hafliði boðaði forföll og Stefán Þórarinsson mætti á fundinn í stað Einars Rafns.

      Oddviti bauð Stefán velkominn á fundinn. Erindi Stefáns var að kynna hvaða     

afleiðingar niðurskurður til HSA á fjárlögum 2011 hefur á reksturinn.  Fram kom        

að samdrátturinn kemur verst niður á sjúkrasviði meðan heilsugæslu- og hjúkrunarsvið verða ekki eins illa úti.       

Löggöngum í Borgarfjarðarhreppi er lokiðannarstaðar en í sunnanverðum Loðmundarfirði. 

      Fundi slitið kl:   19.05                                                              Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                                ritaði                            

 



 

Fundargerð                                           04101016

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2010 mánudaginn 4. október kl: 17 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana

Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þannig að tveir liðir bætast við auglýsta dagskrá, aukafjárveiting og gatnagerð.

Samþykkt einróma og dagskrármálin verða númer 4 og 5 og skýrsla sveitarstjóra færist aftur sem því nemur.

  1. Umsókn um lóð

Jakob vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið, samþykkt einróma.

Jóhann Helgi Sigurðsson sækir um frístundalóðina að Bakkavegi 5.  Samþykkt að úthluta Jóhanni lóðinni.

  1. Erindi vegna grenndarkynningar (athugasemdir við grenndarkynningu)

Málinu vísað til umfjöllunar hjá bygginganefnd.

  1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu undir þessum lið, fellt með 3 atkvæðum.

Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

  1. Aukafjárveiting

Hreppsnefndin samþykkir allt að kr. 3,5 milljónir í aukafjárveitingu vegna undirbúnings frístundalóða við Bakkaveg 3, 5, 7, og 9.

  1. Gatnagerð

Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, var það samþykkt einróma. Jakob vakti einnig athygli á hugsanlegu vanhæfi sem

var samþykkt með 4 atkvæðum.  Kristjana og Jakob viku af fundi undir þessum dagskrálið. Verkfræðistofa Austurlands

framkvæmdi verðkönnun fyrir hönd Borgarfjarðarhrepp í jarðvinnu og lagnavinnu vegna lagningar botnlanga vestur úr Bakkavegi. 

Tvö tilboð bárust frá Ársverki ehf  að upphæð 3.098.650 og Vélaleigu JHS ehf  að upphæð 3.999.100. 

Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Ársverk.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Sagt frá SSA þingi og landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga gögn og fleira sem við kemur Landsfundinum er að finna á

www.samband.is 

Einnig var dreift fundargerð frá aðalfundi skólaráðs Borgarfjarðar eystri en það skipa:  Guðrún Ásgeirsdóttir, Sveinn Hugi Jökulsson

Jóna Björg Sveinsdóttir, Hólmfríður Lúðvíksdóttir, Beata Miszewska, Freyja Jónsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson. 

Varamenn: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Sigurlína Kristjánsdóttir og Bryndís Snjólfsdóttir.

 

      Fundi slitið kl: 18.35                             Kristjana Björnsdóttir

                                                                              ritaði

 



 

Fundargerð                                           20091015

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2010 mánudaginn 20. september kl: 17 í Hreppsstofu.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1.      Fundargerð Skólanefndar 16.09.2010

Þar kemur m.a. fram að skólanefnd hvetur til að samráðsfundir sveitastjóra, formanns skólanefndar og skólastjóra verði teknir upp að nýju. Rætt um úrbætur á aðkomu nemenda að skólanum. Hreppsnefndin tekur undir með skólanefnd og málið verður sett á framkvæmdalista. Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2010 til 2011  kemur fram 15 nemendur stunda nám við Grunnskóla Borgarfjaðar á haustönn og von er á einum til viðbótar í októmber.  Skólahaldsáætlunin var samþykkt einróma.

2.      Samningur um rekstur dvalarheimilis

Fyrir liggja drög að samningi um rekstur dvalarheimilis og leiguíbúða aldraðra við Lagarás 17 til 33 á Egilsstöðum.  Eina efnislega breytingin frá fyrri samningi er að í stað þess að samningurinn gildi til fyrirfram ákveðins tíma er hann nú uppsegjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara.  Samþykkt einróma en bent er á óskýrt orðalag í 2. grein. Sveitastjóri mun koma ábendingum á framfæri.

3.      Umsóknir um lóð

Kristjana og Jakob vöktu athygli á hugsanlegu vanhæfi. Þrír samþykktu vanhæfi Kristjönu, en vanhæfi Jakobs var samþykkt með fjórum atkvæðum.  Viku þau af fundi undir þessum lið.

Tvær umsóknir eru um lóðina að Bakkavegi 7 frá Rannveigu Árnadóttur og Magnúsi Guðmundssyni annars vegar og hins vegar frá Jóhanni Helga Sigurðssyni.  Rannveigu og Magnúsi var úthlutað lóðinni þar sem umsókn þeirra barst fyrr.  Hreppsnefnd bendir á að enn eru lausar lóðir fyrir frístundahús við Bakkaveg.

4.      Skýrsla sveitarstjóra

Farið yfir eftirlitsskýrslur HAUST frá 9. og 10. sept. Ýmsar athugasemdir gerðar og gera þarf úrbætur í samræmi við það. Einnig kom fram að uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010 hefur borist.  Framlag til Borgarfjarðarhrepps hækkaði um kr. 541.456.

 Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir áhyggjum vegna afkomu íbúa á Borgarfirði nú þegar Fiskverkun Kalla Sveins hefur boðað uppsagnir allra starfsmanna fyrirtækisins. 

 

Fundi slitið kl: 19.15                                                     Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                   ritaði

 



 

Fundargerð                                           06091014

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2010 mánudaginn 6. september kl: 17 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þ. Jón Sigmar, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.

1.      Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 6. september 2010.

Lögð fram fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 6. september 2010 á dagskrá voru tvö mál. Umsókn um byggingarleyfi

fyrir Bakkaveg 10 sem samþykkt var að senda í grendarkynningu, og erindi vegna endurbóta á  íbúðarhúsi á Grund. Fundargerðin

rædd og samþykkt.

2.      Fulltrúi á hafnasambandsþing.

 

Sveitarstjóri tilnefndur sem fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

3.      Umsókn um lóð.

Einfríður Árnadóttir og Christer Magnusson  sækja um lóðina Bakkaveg 9 fyrir frístundahús. Hreppsnefnd samþykkir umsóknina og

felur sveitarstjóra að ganga frá lóðaleigusamningi. Kannað verði fyrir næsta fund kostnaður við að gera lóðina tilbúna fyrir  framkvæmdir.

4.      Erindi frá foreldrafélagi grunnskólans.

Sveitarstjóra falið í samráði við skólastjóra að huga að tónlistakennslu fyrir skólaárið.

5.      Skýrsla sveitarstjóra.

Farið yfir verkskýrslu um störf  að ferðamálum í sveitarfélaginu. Sagt frá úthlutun úr styrkvegasjóði kr. ein miljón og rætt um

ráðstöfun fjárins.  Samgönguáætlun 2011- 2014, sjóvarnir við gamla frystihús og utan við bræðsluna eru komnar á áætlun.

Farið yfir rekstratölur eftir 6 mánuði.

            Fundi slitið kl: 18.45.                                        Jón Þórðarson  ritaði.

 


 

Fundargerð                                           16081013

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2010 mánudaginn 16. ágúst kl: 17 í Hreppsstofu, 

fundurinn er aukafundur.  Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þ. Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur. 

Einnig mættir til fundarins byggingafulltrúi Borgarfjarðarhrepps Sigurður Jónsson og Bjarni Björgvinsson lögmaður.

Dagskrá fundarins er samkvæmd fundargerð 03081012 dagskrárliðir 2 og 3.

         2. Bréf til hreppsnefndar

Tekið fyrir bréf frá Sigurlaugi Elíassyni:  Vegna skipulags og framkvæmda á lóðunum að Bakkavegi 7 og 10. 

,,Með vísan til 71. grein byggingarreglugerðar og skriflegt álit Skipulagsstofnunar frá 23. nóvember 2009

bendi ég á að stöðuleyfi getur ekki átt við um færanleg frístundahús og skora því á hreppsnefndina að fjarlægja

þegar í stað hús Einars Magna  af lóðinni nr. 10 og koma því fyrir á lóðinni nr. 7 þar sem gefið hefur verið

byggingarleyfi fyrir húsinu.”

Lóðarhafi að Bakkavegi 10 hefur stöðuleyfi útgefið 9. september 2009 og gildir það til 9. sept. 2010.  Hreppsnefnd hefur

borist erindi um byggingaleyfi fyrir nefndu húsi á lóð nr. 10.  Erindi þetta verður tekið fyrir hjá Skipulags- og bygginganefnd. 

Þar til afgreiðsla nefndarinnar liggur fyrir mun hreppsnefnd ekki aðhafast í málinu.

  1. Umsókn um lóð

   Umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar og erindinu vísað frá.

Fundi slitið kl: 18.35                                                        Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                   Ritaði

 



 

Þriðjudaginn 3. ágúst kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til  12. fundar á árinu 2010 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson,  Kristjana og  Ólafur.  Bjarni Sveinsson 1. varamaður mættur fyrir Jón Sigmar.

1.      Ráðningarsamningur við sveitarstjóra

Farið yfir fyrirliggjandi drög að samningi og þau samþykkt, oddviti og varaoddviti munu undirrita fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps.

2.      Bréf til hreppsnefndar

Sjá dagskrárlið 3.

3.      Umsókn um lóð

Kristjana leggur fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu dagskrármála 2 og 3.

Vegna þeirrar flækju sem upp er komin varðandi  lóðirnar að Bakkavegi 7 og 10 tel ég óhjákvæmilegt að Hreppsnefnd fundi sem fyrst með

byggingafulltrúa Borgarfjarðarhrepps og lögfræðingi þar sem farið verði yfir stöðu mála.  Afgreiðslu mála 2 og 3 á dagskrá verði frestað þar til

að þeim fundi loknum.  Samþykkt einróma.

4.      Fundargerð skipulags og bygginganefndar

Lögð fram fundargerð frá 29.07. 2010 þar sem á dagskrá voru 3 erindi:

  1. Þorsteinn Kristjánsson vegna byggingaleyfis fyrir gámaeiningahús í grennd við íbúðarhúsið á Jökulsá.
  2. Skúli Kristinsson vegna endurbóta á bílskúrsþaki við Árgarð.
  3. Jakob Sigurðsson vegna sólpalls og garðhúss við Hlíðartún.

Fundargerðin rædd og síðan samþykkt einróma.

5.      Fjallskil 2010

a.      Kosning fjallskilastjóra

      Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.

b.      Framkvæmd fjallskila

Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.

c.       Fjallskil í Loðmundarfirði

Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og seinasta haust.

Óskað verður eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á fæði og gistingu í Loðmundarfirði.

6.      Skýrsla sveitarstjóra

Meðal annars kom fram að illa gengur að fá starfsmann á leikskólann, um er að ræða 70% starf og áhugasamir eru hvattir til að hafa samband

við skólastjóra Guðrúnu Ásgeirsdóttur.  Borist hefur staðfesting á styrkúthlutun 2010 úr B-deild Hafnabótasjóðs til hafnargerðar á Borgarfirði

eystra að upphæð kr: 4,3 millj.  Framkvæmdir sveitafélagsins eru á áætlun.

                             

                                                                                 Fundi slitið kl: 19

                                                                              Kristjana Björnsdóttir

                                                                                          ritaði

Íbúð hreppsins í Víkurnesi er laus, upplýsingar hjá sveitarstjóra.

 



 

Fundargerð                                           05071011

Mánudaginn 5. júlí kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til  11. fundar á árinu 2010 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Kristjana og  Ólafur.

  1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 1. júlí

Fundargerðin rædd og síðan samþykkt.

  1. Erindi frá Kjarvalsstofu

Óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af Pósthúsinu vegna ársins 2010.  Hreppsnefndin samþykkir styrk til

Kjarvalsstofu sjálfseignarstofnunar að upphæð kr. 24 þúsund vegna nota Ævintýralands af húsnæðinu.

  1. Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Oddviti verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jón Þórðarson.

  1. Kosning fulltrúa á aðalfund SSA 24.-25. september

Oddviti verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jón Þórðarson

  1. Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Minjasafns Austurlands

Lagt fram til kynningar.

  1. Erindi vegna lóðar Runu

Óskað er eftir stækkun á lóðinni við Runu.  Hreppsnefndin telur ekki fært að úthluta frekar af landi Hafnarinnar

til einkanota.

  1. Erindi frá Sýslumanni á Seyðisfirði

Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins til að afskrifa útsvar, höfuðstóll kr. 259.541.- og dráttarvextir kr. 28.117.-

samtals 287.658.- á grundvelli árangurslauss fjárnáms, eignalaust bú og skiptum lokið þann 31.05.2010

Hreppsnefndin sér ekki tilgang í að aðhafast frekar og samþykkir að umrædd upphæð verði afskrifuð.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Farið yfir gögn varðandi Hólmabryggju, verkið verður boðið út í byrjun ágúst og áætlað að framkvæmdir hefjist í

september. Fyrir liggur uppgjör á dúnhirðingu í Hafnarhólma árið 2010.  Seldur var helmingur dúnsins og söluverðið

gekk allt upp í varphirðingu og kostnað, sem er þá greitt að fullu.  Andvirði síðari helmings skiptist því óskert á milli

eigenda þegar og ef hann selst.  Borgarfjarðarhreppur á 30% hlut.

Þá var rætt um heildarendurskoðun á reglum jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og fasteignaskattsprósentu.

                                                                  Fundi slitið kl: 19

                                                                  Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

 

Þökuskurðarvél verður á Borgarfirði á næstunni, þeir sem vilja láta skera eða kaupa þökur hafi

samband við Áhaldahús.


 



 

Fundargerð                                           15061010

Þriðjudaginn 15. júní 2010 kl: 17 kom nýkjörin Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til  fyrstar fundar í Hreppsstofu. 

Fundurinn er 10. fundur sveitarstjórnar á árinu. Allir nefndarmenn mættir. “Starfsaldursforseti” Kristjana Björnsdóttir, bauð

nýkjörna hreppsnefndarmenn velkomna til starfa.

 

  1. Kjörfundargerð frá 29. maí 2010

Samkvæmt kjörfundargerð voru eftirtaldir kosnir sem aðalmenn og varamenn í Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps:
Aðalmenn: 
            Jakob Sigurðsson                     Hlíðartúni     
            Ólafur Hallgrímsson                  Skálabergi    
            Jón Sigmar SigmarssonDesjarmýri      
            Jón Þórðarson                          Breiðvangi     
            Kristjana Björnsdóttir               Bakkavegi 1     

Varamenn: 
            Bjarni Sveinsson                       Hvannstóði
            Björn Aðalsteinsson                  Heiðmörk
            Helga Erla Erlendsdóttir            Bakka
            Björn Skúlason             Sætúni
            Jóna Björg SveinsdóttirGeitlandi

  1. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs

Jakob Sigurðsson kjörinn oddviti með 4 atkvæðum.

Ólafur Hallgrímsson kjörinn varaoddviti með 3 atkvæðum

 

  1. Fundartími hreppsnefndar næsta ár

Hreppsnefndin mun funda fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar á tímabilinu september til og með apríl en fyrsta mánudag

frá maí til og með ágúst

  1. Nefndarkosningar til eins árs: Undirkjörstjórn við Alþingiskosningar

Aðalmenn: Björn Aðalsteinsson     Varamenn:    Helgi Hlynur Ásgrímsson

                   Hólmfríður Lúðvíksdóttir          Björg Aðalsteinsdóttir

                   Bjarni Sveinsson                                  Margrét Bragadóttir

 

  1. Nefndarkosningar til fjögurra ára
    a) Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar

Aðalmenn:       Björn Aðalsteinsson                   Varamenn:        Bjarni Sveinsson

                        Jóna Björg Sveinsdóttir                                     Margrét Bragadóttir

                        Kári Borgar Ásgrímsson                                   Hólmfríður Lúðvíksdóttir
b) Skoðunarmenn hreppsreikninga

Aðalmenn:        Kári Borgar Ásgrímsson           Varamenn:        Helga Erlendsdóttir

                        Þorsteinn Kristjánsson                          Guðrún Ásdís Eysteinsdóttir.
c) Skólanefnd

Aðalmenn:        Ólafur Hallgrímsson                  Varamenn:        Freyja Jónsdóttir

                        Susanne Neumann                                            Helgi Hlynur Ásgrímsson

                        Katrín Guðmundsdóttir                                     Renata Miszewska



d) Skipulags- og Bygginganefnd

Aðalmenn:        Jakob Sigurðsson                     Varamenn:        Ásgeir Arngrímsson

                        Bryndís Snjólfsdóttir                                         Jóna Björg Sveinsdóttir

                        Þorsteinn Kristjánsson                          Helga Erlendsdóttir

f) Landbúnaðarnefnd

Aðalmenn:        Jón Sigmar SigmarssonVaramenn:        Ásgeir Arngrímsson

                        Margrét Hjarðar                                               Kristjana Björnsdóttir

                        Andrés Björnsson                                             Andrés Hjaltason


g) Stjórn Fjarðarborgar

Aðalmenn:        Jón Þórðarson                          Varamenn:        Björn Skúlason

                        Hólmfríður Lúðvíksdóttir                                   Helga Björg Eiríksdóttir
h) Hafnarstjórn

Hreppsnefnd fer með stjórn hafnarmála eins og áður.
i) Fulltrúaráð Héraðsskjalasafns

Aðalmaður:       Björn Aðalsteinsson                  Varamaður:      Kristjana Björnsdóttir
j) Stjórn Minjasafn Austurlands

Aðalmaður:       Kristjana Björnsdóttir Varamaður:      Björn Aðalsteinsson
k) Jafnréttisnefnd

Aðalmenn:        Helgi Hlynur Ásgrímsson           Varamenn:        Guðlaug Dvalinsdóttir

                        Karl Sveinsson                                                 Jökull Magnússon

                        Sigurlína Kristjánsdóttir                                     Berglind Helga Ottósdóttir
l) Staðardagskrárnefnd

Hafþór Snjólfur Helgason, Þröstur Fannar Árnason, Kristjana Björnsdóttir,

Ólafur Hallgrímsson, Jóhanna Borgfjörð, Jóna Björg Sveinsdóttir
m) Í stjórn Kjarvalsstofu

Aðalmaður: Jakob Sigurðsson               Varamaður:     Helga Björg Eiríksdóttir
n) Stjórn Borgar ehf

Aðalmenn:        Jakob Sigurðsson                     Varamenn:        Ólafur Hallgrímsson

                        Jón Þórðarson                                                  Kristjana Björnsdóttir

                        Jón Sigmarsson 
Sá nefndarmaður, sem fyrst er talinn skal kalla nefndina saman til fyrsta fundar.

 

  1. Kjörstjórnarlaun v/sveitarstjórnarkosningar

Kjörstjórnarlaun kr. 35.000 á mann.

 

7.      Sveitarstjóri

Oddviti og varaoddviti munu ræða við Jón Þórðarson um endurráðningu.

 

Fundi slitið kl: 19.40                                                           Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                      ritaði

 



 

Fundargerð                                           03051009

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2010 mánudaginn 3. maí kl. 17.00 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra.

 

  1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2009 síðari umræða

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 98,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu

rekstrartekjur A hluta 94,0 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 13,28% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall

fasteignaskatts í A-flokki var 0,36% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið

1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,65% með álagi.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð sem nam 0,2 millj. kr., en

rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 8,8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins

í árslok 2009 nam 156,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 199,1 millj. kr.

Ársreikningurinn samþykktur einróma og áritaður af sveitarstjórn.

  1. Minjasafn Austurlands frávik í fjárhagsáætlun

Stjórn Minjasafnsins leggur til við eigendur að þeir leggi safninu til viðbótarfé á árinu 2010 kr. 1.350 þús. 

Hreppsnefndin samþykkir að greiða hlut Borgarfjarðarhrepps sem er 57.945 kr.

  1. 22. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Fundargerð lögð fram til kynningar.

  1. Hreppsnefndarlaun

Ákveðið að hækka laun hreppsnefndarmanna um kr. 2.000 og verða þau þá 8.000 kr. á fund. 

Oddvitalaun hækka um kr. 4.000 og verða kr. 40.000 á mánuði.  Breytingin tekur gildi við upphaf kjörtímabils.

Laun fyrir setu í sveitarstjórn tóku síðast breytingum við upphaf kjörtímabils 2002.

  1. Kjörskrá vegna sveitastjórnakosninga

Oddviti og sveitastjóri falið að fara yfir kjörskrárstofn.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Lagðar fram skýrslur og ársreikningar Atvinnuþróunarsjóðs, Þróunarfélags og Vaxtasamnings Austurlands. 

Komið hafa upp vandmál varðandi hýsingu gagna Borgarfjaðarhrepps hjá DK.  Tölvubréf sem sendir voru á

netfang Hreppsins  í mars frá Sýslumanni, Stjórnarráðinu og fleirum skiluðu sér  27. apríl. 

 

Sveitastjóri og þakkaði hreppsnefnd samstarfið,  oddviti hreppsnefndarmenn þökkuðu einnig fyrir sig.

Þar með lauk síðasta reglulega fundi sveitastjórnar á kjörtímabilinu.

 

 

Fundi slitið kl: 18.30

 



 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2010 þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra. Einnig var mættur á fundinn

Magnús Jónsson endurskoðandi frá KPMG.

 

  1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2009 fyrri umræða

Ársreikningur 2009 lagður fram, Magnús skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn samþykktur einróma og vísað

til síðari umræðu.

 

  1. Menningarráð Austurlands tilnefning fulltrúa á aðalfund

Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra

      Á fjárhagsáætlun Siglingastofnunar fyrir árið 2010 eru 35,7 milj. til framkvæmda við Bátahöfnina og 11 milj. til sjóvarna á

Borgarfirði eystra á árunum 2011 og 2012.  Bréf frá Skipulagsstofnun lagt fram til kynningar.

      Eftir skýrslu sveitarstjóra kom Hafþór Snjólfur á fundinn. Hann upplýsti sveitarstjórn um stöðu helstu verkefni sem hann hefur unnið að. 

Fram kom að verið er að vinna að fjölmörgum áhugaverðum verkefnum í samvinnu ýmsa aðila sem tengjast ferðamálum á Austurlandi. 

Einnig kom fram að undirbúningur fyrir sumarið er í fullum gangi og unnið er að gerð viðburðardagatals.

 

      Fundi slitið kl. 19.35                                                     Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                      ritaði

 



 

Fundargerð                                           06041007

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2010 þriðjudaginn 6. apríl kl. 17.00 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra.

 

  1. Tímabundin ráðning skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar

Í bréfi dagsettu 23. mars 2010 lýsir Guðrún Ásgeirsdóttir kt: 260164-5629 sig ,,reiðubúna til að taka stöðu skólastjóra við

Grunnskóla Borgarfjarðar skólaárið 2010 – 2011 meðan á námsleyfi skólastjóra, Helgu Erlu Erlendsdóttir stendur.”

Með tilvísan í: Ný kjarasamningsákvæði um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda í grunnskóla þar sem segir m.a.

,,Auglýsing starfa: Almenn auglýsingaskylda er varðandi laus störf en með tilteknum undantekningum þó, þ.e. sé um afleysingu

að ræða eða störf sem standa 12 mánuði eða skemur.....,”

var samþykkt með fjórumatkvæðum að ráða Guðrúnu í starfið frá 1. ágúst 2010 til 1. ágúst 2011 án auglýsingar.

  1. Laun  kjörstjórnar við þjóðaratkvæðagreiðslu í mars

Bjarni vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið og var það samþykkt einróma.  Samþykkt með þremur

atkvæðum gegn einu að launin verði kr. 35.000 á hvern kjörstjórnarmann.

  1. Fjarðarborg, erindi frá hússtjórn

Erindið varðar viðhald á Félagsheimilinu og er stærsta verkefnið að mati húsnefndar að klæða alla glugga á samkomusal

Fjarðarborgar að nýju.  Eftir talsverðar umræður og misjafnar skoðanir á leiðum við viðhald félagsheimilisins lagði Kristjana

fram tillögu að eftirfarandi bókun.

Í bréfinu fer húsnefndin  fram á það að Borgarfjarðarhreppur ,,leggi viðhaldsverkefninu til efni en Kvenfélagið og Ungmennafélagið

greiði sinn hlut með gjafavinnu.”  Lausleg áætlun á efniskostnaði er tæpar 300 þúsund krónur.  Hreppsnefndin tekur jákvætt undir

ósk húsnefndar og mun sveitarstjóri hafa umsjón með umræddu efniskaupum.  Bókunin samþykkt með fjórum atkvæðum gegn

atkvæði Bjarna sem leggur fram eftirfarandi bókun. ,, Athugað verði: 1. Hvað kostar að heilklæða og einangra fletina sem

gluggarnir eru á?  2. Er hægt að fá styrk frá Orkustofnun til verksins?”

  1. Þróunarfélag Austurlands skipun fulltrúa í starfshóp

Sveitarstjóri mun skoða þátttöku Borgarfjarðarhrepps.  

  1. Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns

Lögð fram til kynningar.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

            M.a. rætt frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög ( skil á fjármálaupplýsingum), 452. mál. Frumvarpið og kostnaður sem því

mun fylgja vakti ekki sérstakan fögnuð sveitarstjórnar.  Sveitarstjóri mun koma þeirri skoðun á framfæri. Bréf frá Félagi atvinnuflugmanna

þar sem þeir hvetja samgönguyfirvöld til hefja nú þegar byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Hreppsnefndin þakkar bréfið

og tekur heilshugar undir með íslenskum atvinnuflugmönnum.  Sveitarstjóri sagði frá aðalfundi Dvalar og hjúkrunarheimilis aldraðra reksturinn

var réttu megin við strikið.           

           

            Fundi slitið kl: 19.45                                                           Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                                  Ritaði


  
Fundargerð                                           15031006

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2010 mánudaginn 15. mars  kl.17.00 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti kl: 17.40

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun (síðari umræða)

 Áætlunin samþykkt einróma.

  1. Leyfi skólastjóra

Helga Erlendsdóttir sækir um leyfi frá störfum sem skólastjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar skólaárið 2010 – 2011.

Hreppsnefndin veitir henni umbeðið leyfi.

  1. Erindi Blábjarga ehf

Í bréfi til Borgarfjarðarhrepps kemur fram að ætlunin er að breyta nýrri hluta frystihússins í 6 íbúðir í stað 7 hótelherbergja. 

Íbúðirnar verða leigðar út á almennum markaði. Í tengslum við þessar breytingar verður veðflutningur á láni Blábjarga ehf hjá

atvinnuaukningasjóði.  Hreppsnefndin fagnar þessum áformum enda afar lítið framboð á húsnæði á almennum markaði

í Borgarfjarðarhreppi.

  1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar

Fundargerðin rædd og síðan borin upp og samþykkt einróma.

  1. Lánasjóður Sveitarfélaga aðalfundur

Fundurinn verður haldinn 26. mars 2010 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Ársskýrsla HAUST 2009 lögð fram til kynningar.  Fyrirhuguð gerð göngustígs frá Bakkagerði út í

Skriðuvík hefur verði kynnt landeigendum.

 

Fundi slitið kl:18.30                                                            Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                      ritaði

 

 

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður þriðjudaginn 6. apríl


 

Fundargerð                                           15021004

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2010 mánudaginn15. febrúar  kl.17.00 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Kristjana, Jón Sigmar og Ólafur ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti ekki. Í upphafi fundar gat oddviti þess að nú fyrir stundu var Eyrarrósin afhend á Bessastöðum.Tónlistarhátíðin Bræðslan hlaut verðlaunin að þessu sinni.  Hreppsnefndin óskar handhöfum verðlaunanna til hamingju og fagnar þeirri jákvæðu umfjöllun sem Bræðslan hefur hlotið.

 

  1. Byggðakvóti 2009/2010

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, oddviti bar upp tillögu um vanhæfi Ólafs og var hún samþykkt

með tveimur atkvæðum, einn á móti og einn sat hjá. Jón Sigmar vakti einnig athygli á hugsanlegu vanhæfi,

vanhæfistillagan felld með þremur atkvæðum, einn sat hjá. Ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Borgarfjarðarhrepps

og er niðurstaðan sú að Borgarfjörður eystri fær 70 þorskígildistonn.

Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.

 

 

  1. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga

      ,,LS óskar eftir því að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn 

birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.”

Hreppsnefnd samþykkti einróma að veita Lánasjóði sveitarfélaga umbeðina heimild.

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra.

      Fram kom að búið er að gangsetja dælu á dreifikerfi vatnsveitunnar sem á að skila         

auknum krafti á neysluvatnið. Sveitarstjóra falið að ítreka við vegamálayfirvöld að    

lokið verði við úrbætur á veginum í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður einkum  

hvað varðar hættulega staði.  Rætt um ýmislegt sem varðar málefni Grunnskóla      

Borgarfjarðar.

      Umræða um ferðamál, verkefna áætlun og umsókn til Nýsköpunarsjóðs.

      Arngrímur Viðar kom á fundinn og kynnti fyrir hreppsnefnd stefnumarkandi       

verkefnaáætlun, Borgarfjörður eystri- Betri en þig grunar!

      Umræður um áætlunina og fleira sem við kemur hagsmunum Borgarfjarðar til     

framtíðar. 

 

      Fundi slitið kl: 19.25                                                     Kristjana Björnsdóttir

                                                                                                      ritaði



 

Fundargerð                                           01021003

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2010 mánudaginn

1. febrúar  kl.17.00 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur ásamt sveitarstjóra.

Í upp hafi fundar bað Kristjana um orðið og lýsti því yfir að henni hafi ekki verið boðaður fundur um gerð

fjárhagsáætlunar þannig að bókun frá síðasta fundi um boðuð forföll fær ekki staðist.

 

1.      Fjárhagsáætlun 2010 seinni umræða

      Oddviti bar áætlunin upp og var hún samþykkt með fjórum        atkvæðum, Kristjana sat hjá.

Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.

Skatttekjur:                               40.099

Bókfærðar heildartekjur:        97.577

Afkoma A-hluta:                          5.684

Samtala A og B hluta:         217           

                  Fjárfesting ársins er kr.8.500 þús.

2.      Erindi frá Ólafi Sigurðssyni

Erindið varðar drög að nýjum reglum fyrir bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. 

Hreppsnefndin tekur ekki afstöðu að svo komnu máli.

3.      Erindi frá Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa kallar eftir jafnréttáætlun sveitarfélaga, ásamt framkvæmdaáætlun.

Hreppsnefnd skipaði jafnréttisnefnt í byrjun kjörtímabilsins og vísar erindinu til hennar.

4.      Ríkisútvarpið Austurlandi

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps harmar samdrátt og lokun svæðisstöðva RÚV sem hún telur að hafi ótvírætt

menningar- og samfélagslegt gildi fyrir alla landsmenn.

5.      Erindi frá Matvælastofnun

Efni: Fé sem gengur úti í Loðmundarfirði og út með Seyðisfirði.  

,,Matvælastofnun beinir því til Borgarfjarðarhrepps og sveitarfélagsins Seyðisfjarðar, í samræmi við lögboðnar skyldur

sveitarfélaganna, að smala þau lönd þar sem fé kann að leynast.”

Hreppsnefndin telur að staðið sé að smölun í Loðmundarfirði með þeim hætti sem lög kveða á um.  Borgarfjarðarhreppur

skipuleggur tvær löggöngur auk þess sem reynt er að bregðast við þegar fréttist af fé í Loðmundarfirði eftir göngur. 

Þó hefur verið og er erfileikum bundið að halda svæðinu sunnanvert í Loðmundarfirði fjárlausu þar sem fé sem ekki er í

 aðhaldi sækir til baka frá Seyðisfirði eftir haustleitir og reyndar allan veturinn þegar fært er.

6.      Styrkir til Hjálparstarfs

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli sveitarstjórna á fréttum af styrkjum sveitarfélaga til hjálparstarfs á Haítí. 

Fram kemur í bréfinu að Reykjavíkurborg og Hveragerði veita styrk sem nemur 100 kr. á íbúa.  Hreppsnefndin ákvað að

styrkja hjálparstarfið um 200 kr. á íbúa og verður upphæðin afhent Rauðakrossinum til ráðstöfunar.

7.      Skýrsla sveitarstjóra

Í skýrslunni kom fram meðal annars að KPMG gerði stjórnsýsluskoðun hjá Borgarfjaðarhreppi og benti á nokkur atriði sem

betur mega fara og verða þau færð til betri vegar.

Fundi slitið kl: 19.45                                                                 Kristjana Björnsdóttir



Fundargerð 11011001

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2010 mánudaginn11. janúar kl.17.00 í Hreppsstofu. mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar og Kristjana. Vegna óvæntra tafa komst Ólafur ekki til fundarins.

Oddviti bar upp tillögu um breytingu á dagskrá þess efnis að 1. dagskráliður færist aftur ogverði númer 4 aðrir liðir færast fram sem því nemur.  Tillagan samþykkt einróma.

1.      Umsögn vegna aðalskipulags Seyðisfjarðar 2009-2029

Hreppsnefndin gerir ekki athugasemdir við drög að skipulagsáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað 2009 – 2029, enda falli það að gildandi aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps svo sem varðandi merktar gönguleiðir.

 

2.      Umsókn um lóð frá Bjarna Helgasyni

Í bréfi til Hreppsnefndar sækir Bjarni ,, um lóðina þar sem gamli Baldurshagi stóð á undir

79 m2 sumarbústað....”  Hreppsnefndin telur ekki fært að verða við ósk Bjarni að svo komnu máli, enda ekki

gert ráð fyrir sumarhúsabyggð á umræddu svæði samkvæmt aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 til 2016. 

 

3.      Árgjöld SSA

Árgjald Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2010 er kr.130.913

 

4.      Bréf frá Bjarna Björgvinssyni vegna erindis frá skiptastjóra Álfasteins ehf

Efni: Kröfur sveitafélagsins í eignir þrotabús Álfasteins ehf.  Tilboð um kaup á tækjum sem tryggð

eru með 1. veðrétti til handa Borgarfjarðarhreppi.

Borist hefur ,,tilboð frá skiptastjóra þb. Álfasteins ehf um að Borgarfjarðarhreppi, sem veðhafa á 1. veðrétti í

hluta eigna Álfasteins ehf. verði greidd 10% af samningsverði um eignir Álfasteins ehf á Borgarfirði, sem skiptastjóri

hefur samþykkt að selja og er söluverðið kr. 4.000.000.”

Heildarkrafa sveitafélagsins í þrotabúið með vöxtum og kostnaði er kr. 6,2 miljónir.

Þar sem ljóst þykir að aðrir kostir sem hugsanlegir eru í stöðunni munu ekki skila meiru upp í útistandandi kröfur telur

hreppsnefndin sig nauðbeygða að taka tilboðinu. 

 

Fundi slitið kl. 19                                                                  

Kristjana Björnsdóttir ritaði

 

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 25. janúar.