Árið 2005, mánudaginn 28. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana,
Jóna Björg, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir
var tekið eina mál fundarins
Úthlutun byggðakvóta í Borgarfjarðarhreppi:
Borist höfðu 12 umsóknir vegna jafnmargra báta. Jón Sigmar vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu sem hreppsnefndin var samþykk og vék
hann þá af fundi.
Á vef Fiskistofu er að sjá að sumir umsækjendur, sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári, hafi leigt
frá sér meiri aflaheimildir en þeir fengu til sín á árinu. Áður en hreppsnefndin tekur afstöðu til umsókna þeirra mun
hún gefa þeim kost á að skýra málið skriflega fyrir kl 17:00 þriðjudaginn 20. des. nk..
Vitað var að Fiskverkun Kalla Sveins ehf keypti á sínum tíma nokkra aflahlutdeild vegna eldri byggðakvótasamninga sem vistuð var á bátum
fyrirtækisins og síðan flutt á báta Vísis hf eftir þörfum. Hreppsnefndinni finnst þó ástæða til að óska eftir
skýringum á því að flutt voru tæplega 50 tonn frá Emil og Högna á síðasta fiskveiðiári. Hreppsnefndin mun á fundi
sínum 20. des. taka afstöðu til fyrrgreindra tólf umsókna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.11.21 - 15
Árið 2005, mánudaginn 21. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu
kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra.Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
M.a. var greint frá því
að samkomulag hafi orðið milli Borgar ehf ( með samþykki hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps) og Ástu og Kjartans í Brautarholti að þau kaupi hluta
frystihúss, þ.e. sláturhús og tækjasal, á eina milljón króna.
2. Útsvarsprósenta 2006 ákveðin 13,03%.
3. Aðalfundur Héraðsnefndar Múlasýslna 25.
nóv.
Sveitarstjóri tilnefndur fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.
4. Búfjáreftirlitssamningur:
Lögð fram tillaga að samningi um
búfjáreftirlit á Héraðssvæði, sem hreppsnefndin samþykkti fyrir sitt leyti.
5. Samkomulag um samstarf sveitarfélaga á Héraðssvæði var
samþykkt af hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps.
6. Minjasafn Austurlands:
Sótt er um aukaframlag vegna nýrrar
grunnsýningar. Hlutur Borgarfjarðar-hrepps verður 340 þús., sem hreppsnefndin samþykkir.
7. Brunavarnir:
Lagðir fram minnispunktar frá tveimur samráðsfundum
slökkviliðsstjóra, oddvita og sveitarstjóra ásamt tillögum um launagreiðslur og búnaðarkaup. Hreppsnefndin
samþykkir einróma fram lagðar áætlanir um skipan slökkviliðsins, launagreiðslur og tækjakaup.
8. Byggðakvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
fallist á eftirfarandi tillögur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um úthlutun aflaheimilda, sbr. reglugerð nr 722/2005 um úthlutun byggðakvóta
fiskveiðiárið 2005/2006:
1. Hreppsnefndin auglýsir eftir umsóknum um byggðakvótann.
2. Kvótanum
verður skipt jafnt milli þeirra báta sem skráðir eru og gerðir út frá Borgarfirði þegar úthlutun fer fram og
sótt hefur verið um byggðakvóta fyrir.
3. Þeir sem fá úthlutað byggðakvóta skuldbindi sig til að leggja
hann upp til vinnslu á Borgarfirði. Þá skuldbindi þeir sig ennfremur til að selja ekki eða leigja frá sér
aflaheimildir á fiskveiðiárinu umfram það sem þeir kaupa eða leigja til sín.
4. Telji einhver, sem fengið
hefur til sín byggðakvóta, sér nauðsynlegt að láta frá sér meiri aflaheimildir en hann fær til sín sbr. 3.
tl., þáskal viðkomandi gera hreppsnefndinni grein fyrir því fyrir lok maímánaðar og afsala sér jafnframt
byggðakvótanum, sem þá verður skipt milli annarra báta á Borgarfirði sem úthlutun hafa
fengið.
Til úthlutunar eru 93 þorskígildistonn í Borgarfjarðarhreppi. Umsóknarfrestur er til
kl 17:00 mánudaginn 28. nóvember 2005.
Baldur vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:20
Undirskriftir
Magnús
Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.11.07 - 15
Árið 2005, mánudaginn 7. nóv. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00.
Fundarmenn: Baldur, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Viðbótarframlag Skipulagsstofnunar vegna aðalskipulags hefur verið samþykkt. Rætt um bryggjusmíði, vatnsveituúttekt á sveitabæjum
o.fl.
2. Héraðsstjórnarfundargerð 2. nóv. 2005:
Þar var m.a. getið um skiptingu á sjóði á vegum Menningarsjóðs Héraðssvæðis, sem sérmerktur var
fornleifaskráningu.
3. Félagsþjónusta:
Undirritaður hefur verið samningur um félagsþjónustu á Héraðssvæði, sbr. fundargerð 15. ág.sl. Sameiginleg
félagsmálanefnd verður fyrir sveitarfélögin þrjú en Borgarfjarðar- og Fljótsdalshreppar kaupa hins vegar þjónustu af
félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Hreppsnefndin staðfesti síðan reglur um fjárhagsaðstoð, félagslega
heimaþjónustu, könnun og meðferð barnaverndarmála og um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum með
þeim athugasemdum einum að sveitarfélagið heitir Borgarfjarðarhreppur en ekki Borgarfjörður eystri.
4. Atvinnuaukningarsjóður:
Borist hefur umsókn frá Skúla Sveinssyni. Samþykkt
að veita Skúla 140 þús. kr lán.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.10.24. - 14
Árið 2005, mánudaginn 24. okt. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst í
Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá stöðu og framgangi ýmissa mála t.d.
tekjujöfnunarframlag, starfsmat, Atvinnuaukningarsjóður, ADSL, dvalarheimili aldraðra, skipulagsfundur, þingmannafundur og Álfasteinsábyrgð (gamli).
Í lokin var farið yfir lög og reglur um vanhæfi og hæfi sveitarstjórnarmanna og greint frá nokkrum úrskurðum
félagsmálaráðuneytisins þetta varðandi.
2. Bryggjusmíði:
Fram lagðar áætlanir og drög að samkomulagi við Siglingastofnun um að Borgarfjarðarhreppur taki að sér að smíða lengingu við
Nýju-bryggju í bátahöfn eftir reikningi en þó fari kostnaður ekki yfir ákveðið hámark. Hreppsnefndin samþykkir samningsgerð
á þessum nótum en þó með fyrirvara um að þurfi að kalla til kafara verði það skoðað sérstaklega.
3. Svæðisskipulag Héraðssvæðis:
Hreppsnefndin hefur ekkert að athuga við
fyrirhugaðar breytingar á svæðisskipulaginu í Fljótsdalshreppi.
4. Byggðaáætlun 2006 - 2009:
Tekin fyrir drög að áætluninni sem hreppsnefndin sér ekki ástæðu til að skipta sér af.
5. Fjallskilasamþykkt:
Fjallað um drög að samþykktinni, sem unnin voru af nefnd kosinni af Héraðsnefnd Múlasýslna. Hreppsnefndin telur að fyrirhugaðar breytingar á
fjallskilasamþykktinni verði til verulegra bóta en nokkur atriði þurfa þó nánari athugunar við og mun nefndin koma athugasemdum á
framfæri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð 05.10.03. - 13
Árið 2005, mánudaginn 3.okt., var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í
Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra og oddvita:
Fjallað var m.a. um tryggingasamning við VÍS, starfsmat, skipulagsuppgjör,
vöruflutningastyrk, sem ekki er að vænta á þessu ári, sveitarotþrær, Borg ehf, Smáragrundarsölu, slökkvilið, sem stendur til að
endurskipuleggja og Minjasafn Austurlands.
2. Flugvöllur:
Hreppsnefndin samþykkir rekstur flugvallar á Jökulsármóum á vegum
Flugmálastjórnar með þeirri athugasemd að ógengið er frá landnotkunarsamningi.
3. ADSL:
Söfnun á bindandi áskriftum að ADSL tengingum hefur gengið vel á Borgarfirði en nokkuð skortir þó á að 130 þús. kr
lágmarkstekjum á mánuði sé náð.
Hreppsnefndin mun brúa það bil með einhverjum hætti.
4. Byggðakvóti:
Í hlut Borgarfjarðarhrepps koma nú 93 tonn af "nýja kvóta". Hreppsnefndin ákvað að nýta heimild í reglugerð um
byggðakvótann til að setja reglur um úthlutun hans á Borgarfirði. Ráðuneytinu verða sendar lítilsháttar breyttar fyrra árs reglur
til staðfestingar. Baldur vék af fundi þegar fjallað var um þennan dagskrárlið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:10
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson fundarritari
Nokkru fé Atvinnuaukningarsjóðs er óráðstafað á árinu 2005.
Umsóknarfrestur um lán úr sjóðnum er til 12. okt. n.k.
Fundargerð 05.09.05 - 12
Árið 2005, mánudaginn 5. sept., kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn:
Kristjana, Jón Sigmar, Bjarni og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
ADSL: Ákveðið að leita eftir bindandi áskriftum. Rætt um horfur á vegabótum og sveitarlýsingu.
2. Aðalfundur SSA 15.- 16. sept:
Kristjana Björnsdóttir kosinn fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jakob Sigurðsson til vara.
3. Íbúðarsala:
Steinn Eiríksson hefur í bréfi óskað eftir útskýringum á því hversvegna tilboði hans í Smáragrund var ekki
tekið.
Þó seljanda íbúðar beri almennt ekki skylda til að gera grein fyrir forsendum þess hvaða kauptilboði hann tekur er hreppsnefndinni bæði
ljúft og skylt sem "stjórnvaldi" í skilningi upplýsinga- og stjórnsýslulaga að veita upplýsingar varðandi söluna á
Smáragrund og verða Steini sendar þær bréflega.
4. Skólahaldsáætlun:
Lögð fram áætlun um skólahaldið næsta
skólaár, sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.08.15 - 11
Árið 2005, mánudaginn 15. ágúst var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl
17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jón Sigmar og Jakob ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Greint frá ýmsum verkefnum m.a. "sveitarotþróavæðingu", sveitarlýsingu, bryggjusmíði, útsvörum, vínveitingaleyfum og horfum
um vegabætur á Borgarfjarðarvegi.
2. Fjallskil 2005:
Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
b) 33 kindur verða í dagsverki
c) Gangnastjórar verða þeir sömu og undanfarin ár
d) Landbúnaðarnefnd falið að jafna niður dagsverkum á bændur og ákveða
gangnadaga.
Loðmundarfjörður:
Fjallskil verða þar með svipuðum hætti og undanfarin ár
3. Búfjárhaldssamþykkt:
Landbúnaðarráðuneytið hyggst samþykkja tillögu
hreppsnefndar að búfjárhaldssamþykkt að teknu tilliti til athugasemda bændasamtaka Íslands.
Hreppsnefndin fellst ekki á að gerðar séu breytingar á 1. gr. samþykktarinnar en fellst á aðrar lagfæringar, sem lagðar eru til.
4. Fundargerð byggingarnefndar 20. júlí 2005 samþykkt samhljóða.
5. Héraðsstjórnarfundargerð 2. ágúst 2005 lögð fram til kynningar.
6. Samningur um félagsþjónustu:
Lögð fram drög að samningum um sameiginlega félags- og barnaverndarþjónustu á Héraðssvæði, sem hreppsnefnin er samþykk fyrir
sitt leyti.
7. Hafnargjaldskrá:
Ný hafnagjaldskrá með smá breytingum samþykkt einróma.
8. Smáragrund - kauptilboð:
Borist hafa tvö kauptilboð í Smáragrund. Ákveðið að taka því kauptilboði sem hefur minni fjárútlát í för
með sér fyrir hreppinn, sem er 4 milljóna tilboð Gunnars Vignissonar.
9. Byggðakvóti:
Úthlutaður "nýi kvóti" til Borgarfjarðarhrepps er 93 tonn. Fjallað verður um úthlutun hans í september.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.07.04. - 10
Árið 2005, mánudaginn 4. júlí var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl
17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jóna Björg, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra.Þetta
gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Nokkur mál voru til umræðu þ.á m. endurgreiðsla
á vsk. á þjónustu endurskoðunarfyrirtækja sem gera ársreikninga sveitarfélaga. Yfirskattanefnd hefur úrskurðað í
deilumáli þetta varðandi sveitarfélögum í vil. Vegagerðin hefur hafnað ósk um að girða með Útbæjavegi, sbr.
síðustu fundargerð.
2. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs:
Oddviti var kosinn Kristjana Björnsdóttir með 4 atkv., 1 seðill var auður.
Baldur Guðlaugsson var kosinn varaoddviti með 4 atkv. Jón Sigmarsson fékk 1 atkv.
3. Pósthús:
Póst- og fjarskiptastofnun hefur óskað eftir umsögn hreppsnefndar um
þá ósk Íslandspósts að loka póstafgreiðslunni á Borgarfirði. Hreppsnefndin mælir eindregið gegn lokun afgreiðslunnar.
4. Skipulag:
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir skýringum á nokkrum atriðum þar sem
ósamræmis gætir á milli aðalskipulags og svæðisskipulags annarsvegar og aðalskipulagsuppdráttar og greinargerðar hins vegar. Hreppsnefndin er
samþykk tillögum að skýringum, sem skipulagsráðgjafi og sveitarstjóri hafa gert.
5. Dvalarheimilissamningur:
Fram lögð drög að endurnýjuðum samningi við heilsugæsluna á Egilsstöðum um rekstur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra sem
hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.
6. Byggðakvóti:
Samþykkt að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.
7. Hafnargjaldskrá:
Samþykkt að taka stöðugjald af bátum við bátahöfnina, sem
verður 40% af bryggjugjaldi.
Fundartími hreppsnefndarfunda verður óbreyttur næsta ár, þó verður næsti fundur nefndarinnar 8.
ágúst.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:45
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.06.06 - 09
Árið 2005, mánudaginn 6. júní var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í
Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Kjarvalsstofa:
Arngr. Viðar Ásgeirsson stjórnarformaður Kjarvalsstofu gerði hreppsnefndinni grein fyrir
stöðu og framtíðarhorfum hennar. Málþing og minningarsýning er fyrirhugað 23. júlí í tilefni af afmælisári Kjarvals.
Ráðgert er að hluti sýningar í Kjarvalsstofu verði settur upp á Kjarvalsstöðum í haust. Rekstrarkostnaður Kjarvalsstofu er um 800
þús. á ári. " Álfadiskur", sem er fyrsti áfangi Álfheima, verður tilbúinn í sumar. Þá greindi Arngr. Viðar
frá kynningu á Víknaslóðum á vegum Ferðaskrifstofu Austurlands.
2. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á allmörg mál sem á döfinni eru um þessar mundir. Hreppurinn greiddi músaeyðingu að mestu í vor. Þeir sem hafa
sjálfir greitt einhverja slíka reikninga geta fengið þá endurgreidda hjá hreppnum.
3. Ársreikningur 2004. Síðari umræða.
Ársreikningurinn samþykktur einróma. Helstu niðurstöðutölur í þús:
Heildartekjur A-hluta |
|
57.336
|
"
|
A- og B-hluta |
61.091
|
Heildargjöld A- og B-hluta |
|
55.974
|
Rekstrarniðurstaða A-hluta |
|
5.778
|
"
|
A- og B-hluta |
2.442
|
Skuldir og skuldbindingar A- hluta |
|
20.741
|
"
|
A- og B-hluta |
76.373
|
Eigið fé A-hluta |
|
110.641
|
"
|
A-hluta og B-hluta |
105.980
|
4. Fulltrúi á aðalfund Þróunarstofu Austurlands kosinn Kristjana Björnsdóttir.
5. Markaðsstofa Austurlands:
Samþykkt að framlengja þjónustusamning við stofuna til næstu þriggja
ára.
6. Héraðsstjórnarfundargerð 12. mai lögð fram til kynningar.
7. Girðingar:
Fram lögð greinargerð landbúnaðarnefndar um möguleika á að girt verði meðfram
Útbæjavegi. Flestallir landeigendur á svæðinu hafa undirritað áskorun þess efnis. Landbúnaðarnefnd mun hreyfa málinu við
Vegagerðina. Hreppsnefndin hvetur mjög til þessarar framkvæmdar og er tilbúin að liðka fyrir málinu með lánveitingu ef fjárskortur stendur
í vegi fyrir því.
8. Skoðanakönnun:
Rannsóknastofnun háskólans á Akureyri hefur lagt fram niðurstöður úr skoðanakönnun um viðhorf íbúa Borgarfjarðarhrepps
til sameiningarmála. Helmingur svarenda telur sameiningu við Fljótsdalshérað vænlegastan kost en hinn helmingurinn telur enga sameiningu vænlegasta kostinn.
Könnunin í heild er til reiðu í Hreppsstofu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.05.02 - 08
Árið 2005, mánudaginn 2. mai var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í
Hreppsstofu. Til fundar mættu Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti í stað Baldurs. Einar E.
Sæmundsen skipulagsráðgjafi sat fundinn undir dagskrárlið l. Fyrir var tekið:
1. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016:
Að liðnum athugasemdafresti 9. mars höfðu borist athugasemdir frá 5 aðilum.
Síðar barst umsögn frá landbúnaðarráðuneytinu, sem gerði ekki athugasemdir við samþykkt tillögunnar. Athugasemdirnar sem bárust
voru frá eftirtöldum:
1) Birni Ingvarssyni og Þórhalli Þorsteinssyni
2) Búnaðarfélagi Borgarfjarðar
3) Þorsteini Kristjánssyni
4. Ásgeiri Arngrímssyni og Jóhönnu Borgfjörð
5. Landeigendum í Loðmundarfirði
Einar fór í byrjun yfir allar athugasemdirnar og drög að svörum við þeim.
Að því loknu voru athugasemdirnar teknar fyrir hver og ein og þær afgreiddar sem hér segir í stuttu máli. Um nánari afgreiðslu
vísast til greinargerðar með aðalskipulaginu.
1) Frá BI og ÞÞ: Hreppsnefndin samþykkir að verða við athugasemdum þeirra.
2) Frá Búnfél Bf: Hreppsnefndin fellst ekki á að hækka efri mörk landbúnaðarsvæðis úr 200 í 300 metra en rýmkar
nýtingarheimildir ofan 200 metra með orðalagsbreytingu. Skýringar sem Búnaðarfélaginu verða sendar eiga að gefa svör við athugasemdum um
að þrengt sé að ferðaþjónustu bænda.
3) Frá ÞKr: Litið er svo á að heimilt sé að gera fjárréttir og girðingar á Víkum og í Loðmundarfirði.
Hreppsnefndin sér ekki ástæðu til breytinga á texta um vistvæna og lífræna ræktun.
4) Frá ÁA og JB: Svör við athugasemdum þeirra koma fram undir öðrum töluliðum.
5) Frá landeig. Lf: Vegna andmæla þeirra við "hverfisfriðun"er bent á að hverfisvernd hefur verið á svæðinu með
svæðisskipulagi Héraðssvæðis frá árinu 2001. Reglur um hið hverfisverndaða svæði eru til undirbúnings væntanlegri
friðlýsingu en komið er til móts við landeigendur með rýmkuðum heimildum til að reisa frístundahús. Hreppsnefndin sér ekki
ástæðu til annars en að halda jeppavegi fyrir Borgarnes inn á skipulaginu enda gerir það aðeins mögulega framkvæmd síðar án
þess að til þurfi að koma breytingar á aðalskipulaginu. Hreppsnefndin sér ekki að nein rök séu færð fyrir þeirri fullyrðingu
að skipulagið " muni rýra eignarrétt okkar, þrengja stórlega að möguleikum okkar á að nýta eigin lönd og verðfella
þau".
Ekki hafa borist athugasemdir við tillögum að breytingum á svæðisskipulagi Héraðssvæðis.
Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016 var að gerðum þessum breytingum samþykkt samhljóða og verður sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.
2. Skýrsla sveitarstjóra:
Rætt var lítilsháttar um hafnargerð, Breiðvang II,
Kjarvalsstofu, heimagistingu ADSL og loftmyndir af Víkum. Hreppsnefndin samþykkti formlega að slit á félagsþjónustu Héraðssvæðis og
Menningarsjóði miðist við 31.12.2004.
3. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs:
Samþykkt að taka þátt
í gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi.
4. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2004 samþykktur eftir fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.04.18 - 08
Árið 2005, mánudaginn 18. apríl kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 17:00.
Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Á fundinum gerðist þetta:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Nokkur atriði voru til umfjöllunar þ.á m. sameiningartillögur, upplýsingaskilti og hreppsábyrgð á láni Álfasteins heitins.
Hreppsnefndin samþykkti veð sem Álfasteinn hinn nýi setur vegna skuldabréfs, sbr. síðustu fundargerð.
2. Staðardagskrá 21:
Lögð fram tillaga að Staðardagskrá 21, sem nefnd kjörin af
hreppsnefnd hefur samið með aðstoð Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfisfræðings.
Hreppsnefndin samþykkti tillöguna einróma með örlitlum breytingum. Hreppsnefndin fól síðan staðardagskrárnefndinni að starfa áfram
og fylgja málinu eftir með kynningu og úttektum á framvindu mála með vissu millibili.
3. Búfjárhaldssamþykkt:
Fram lögð að nýju tillaga að samþykkt um
búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi, sem farið hefur í umsagnarferli samhliða tillögu að aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps.
Nokkrar umsagnir bárust og gengu þær að mestu út á mótmæli við lausagöngubanni sauðfjár í Loðmundarfirði.
Hreppsnefndin samþykkti með 4 atkvæðum að fella út 5. gr. samþykktarinnar. Svo breytt var samþykkt um búfjárhald í
Borgarfjarðarhreppi samþykkt einróma.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:15
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.04.04 - 07
Árið 2005, mánudaginn 4. apríl kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum
voru Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Þar voru til umræðu og upplýsingar nokkur atriði svo sem rekstrarframlag v/félagsíbúða, byggðakvóti, Fjarðarársamningur,
sjóvarnir, hafnarreglugerð, refaveiðimenn, fuglabæklingur, vinnuskóli, upplýsingaskilti, loftmyndagrunnur og verklag við umfjöllun athugasemda vegna
skipulags og búfjárhaldssamþykktar.
Ákveðið að taka kauptilboði Péturs Hjaltasonar í íbúð í Smáragrund.
Söluverð kr 4,0 millj.
2. Landmótunarreikningur:
Hreppsnefndin er samþykk framlagðri tillögu sveitarstjóra að bréfi til Landmótunar vegna viðbótargreiðslna fyrir vinnu við skipulagið,
sem einkum eru með hlutdeild í áætlaðri sérfræðivinnu.
3. Menningarsamningar:
Hreppsnefndin staðfestir samninga um menningarmál, sem gerðir voru á Breiðdalsvík 15. mars sl. Annarsvegar um samstarf ríkis og sveitarfélaga á
Austurlandi um menningarmál og hins vegar samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.
4. Niðurfelling fasteignaskatta:
Farið yfir niðurfellingalista fasteignaskatta íbúðarhúsnæðis. Niðurfellingarreglurnar verða endurskoðaðar fyrir næstu
álagningu.
5. Fjallskilasamþykkt:
Starfshópur á vegum Héraðsnefndar Múlasýslna, sem vinnur að
endurskoðun fjall-skilasamþykktar Múlasýslna óskar eftir tillögum sveitarstjórna um breytingar á henni.
Hreppsnefndin telur ófullkomin og úrelt fjallskilalög höfuðvandann, sem erfitt er að ráða bót á með nýrri fjallskilsamþykkt
enda framkvæmd fjallskilanna víða meira vandamál en fjallskilasamþykktin sjálf.
6. Atvinnuaukningarsjóður:
Ein lánsumsókn barst, frá Álfasteini ehf. Hreppsnefndin samþykkir 1,5
millj. lánveitingu til Álfasteins með tryggingum sem hreppsnefndin samþykkir.
7. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2006 - 2008 samþykkt einróma við síðari
umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:40
Undirskriftir
Magnús Þorsteinson
fundarritari
Fundargerð 05.03.07 - 06
Árið 2005, mánudaginn 7. mars, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu.
Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á eftirfarandi mál, stöðu þeirra og framgang:
Bláfánaumsókn, íbúðir í sölumeðferð, byggðakvóta, skoðanakönnun, leigu á Fjarðará,
húsaleigubætur í heimavistum, hunda- og kattagjöld, fjárhagsáætlun 2005, endurgreiðslur vegna sveitarotþróa,
íslenskunámskeið fyrir nýbúa, héraðsþing á
Fljótsdalshéraði og greinargerð frá Ferðamálahópnum.
2. Aðalfundur Menningarráðs Austurlands verður á Breiðdalsvík 15. mars.
Stefnt að því að senda fulltrúa á fundinn.
3. Fundargerðir Héraðsstjórnar og samstarfshóps um byggðasamlög 23. feb.
lagðar fram til kynningar.
4. Hreppsnefndin felur oddvita að undirrita friðarsamning Evrópusambands
Soroptimista og Borgarfjarðarhrepps.
5. Landmótunarreikningur:
Landmótun, sem hefur á hendi ráðgjöf vegna aðalskipulags
Borgarfjarðarhrepps, sem nú er á lokastigi, fer fram á viðbótargreiðslur vegna aukavinnu við skipulagið, einkum vegna
Náttúruverndaráætlunar.
Hreppsnefndin vill koma nokkuð til móts við óskir Landmótunar og felur sveitarstjóra að gera tillögu um afgreiðslu á málinu að
höfðu samráði við Skipulagsstofnun, sem greiðir helming kostnaðar við Skipulagið. Stefnt er að afgreiðslu málsins á næsta fundi
nefndarinnar.
6. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2006 - 2008 samþykkt við fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Minnt er á eindaga umsókna um lán úr Atvinnuaukningarsjóði 1. apríl nk.
Eftirtalin hljóðfæri úr eigu tónskólans eru til sölu hjá Margréti Bragadóttur:
Klarinet, trompet og tvær þverflautur.
Fundargerð 05.02.14 - 05
Árið 2005, mánudaginn 14. febrúar, kom "kvótahreppsnefnd" Borgarfjarðarhrepps saman á fund í
Hreppsstofu kl 17:45. Mætt voru: Kristjana, Jóna Björg og Jakob ásamt sveitarstjóra. Á dagskrá var eitt mál:
Úthlutun byggðakvóta í Borgarfjarðarhreppi:
Tveir umsækjendur lögðu fram
fullnægjandi greinargerðir um ráðstöfun aflaheimilda á síðasta fiskveiðiári, sbr. síðustu fundargerð
kvótahreppsnefndar.
Greinargerð þriðja umsækjandans skýrir ekki mál hans til fulls en vegna vélarbilunar í báti hans ákvað hreppsnefndin að
láta við svo búið standa.
Hreppsnefndin samþykkti síðan að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að byggðakvóta Borgarfjarðarhrepps, 56
þorskígildislestum, verði skipt milli eftirtalinna ellefu báta, 5.091 þorskígildiskíló til hvers:
Hafbjörg Sknr 2056, Emil Sknr 1963, Högni Sknr 1568, Hjörleifur Sknr 9055,
Gletta Sknr 6305, Sædís Sknr 2508, Góa Sknr 6605, Baui frændi Sknr 6030,
Eydís Sknr 2132, Teista Sknr 6827, Sæfaxi Sknr 2465.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:45
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -
Fundargerð 05.02.07 - 03
Árið 2005, mánudaginn 7. febrúar, kom "kvótahreppsnefnd" Borgarfjarðarhrepps saman á fund í Hreppsstofu kl 16:00.
Fundarmenn: Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið eina mál fundarins, úthlutun á byggðakvóta í
Borgarfjarðarhreppi.
Fyrir lok umsóknarfrests höfðu borist ellefu umsóknir um kvóta vegna jafmargra báta.
Skv. upplýsingum á vef Fiskistofu hafa þrír umsækjendur sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta ári leigt frá
sér meiri aflaheimildir en þeir fengu til sín á fiskveiðiárinu og virðast því ekki hafa staðið við samningsskilmálana.
Áður en hreppsnefndin tekur afstöðu til umsókna þeirra mun hún gefa þeim kost á að skýra málið skriflega fyrir kl 16:00
mánudaginn 14. febrúar n.k. Hreppsnefndin mun þá taka afstöðu til fyrrgreindra ellefu umsókna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 16:55
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.01.31 - 02
Árið 2005, mánudaginn 31. janúar, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst í Hreppsstofu kl
17:00. Fundarmenn: Jón Sigmar, Kristjana, Baldur, Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Jakob kom til fundar kl 17:30.
Þetta var gert á fundinum:
1. Byggðakvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið hefur fallist á eftirfarandi tillögur hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um úthlutun aflaheimilda, sbr.4.mgr. 4. gr.
reglugerðar
nr. 960/2004, um úthlutun á 3.200 þorskígildislestum til stuðnings byggðarlögum:
1. Hreppsnefndin auglýsir eftir umsóknum um Byggðakvótann.
2. Byggðakvótanum verður skipt jafnt milli þeirra báta sem skráðir voru og gerðir út frá Borgarfirði í upphafi
fiskveiðiársins og sótt hefur verið um byggðakvóta fyrir.
3. Þeir sem fá úthlutað byggðakvóta skuldbindi sig til að leggja hann upp til vinnslu á Borgarfirði. Þá skuldbindi þeir sig
ennfremur til að selja ekki eða leigja frá sér aflaheimildir á fiskveiðiárinu umfram það sem þeir kaupa eða leigja til sín.
4. Telji einhver, sem hefur fengið til sín byggðakvóta, sér nauðsynlegt að láta frá sér meiri aflaheimildir en hann fær til sín
sbr. 3. tl. þá skal viðkomandi gera hreppsnefndinni grein fyrir því fyrir lok maímánaðar og afsala sér jafnframt byggðakvótanum, sem
þá verður skipt milli annarra báta á Borgarfirði sem úthlutun hafa fengið.
Til úthlutunar eru 56 þorskígildistonn í Borgarfjarðarhreppi.
Umsóknarfrestur er til kl 16:00 mánudaginn 7. febrúar 2005.
2. Fjárhagsáætlun 2005:
Samþykkt einróma eftir fyrri umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari
Fundargerð 05.01.17 - 01
Árið 2005, mánudaginn 17. jan. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jóna
Björg, Jón Sigmar, Jakob, Kristjana og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta var gert á fundinum:
1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fram kom m.a. að samþykkt hafði verið smá fjárveiting af sjóvarnafé vegna Karlfjöru. Starfsleyfi hefur verið gefið út vegna
sorpurðunar á Brandsbölum til 2017.
Aðalskipulagið er nú að fara í auglýsingaferli. Ákveðið að sækja um Bláfánann 2005.
Lagðar verða kr 20.000 til neyðarhjálpar úr norðri. Athugað verður um íslensku-kennslu vegna nýbúa.
2. Staðardagskrá 21:
Tilnefnd hafa verið í vinnuhóp vegna verkefnisins: Margrét Bragadóttir, Bjarni
Sveinsson, Þorsteinn Kristjánsson, Ólafur Hallgrímsson, Jóna Björg Sveinsdóttir og Kristjana Björnsdóttir. Hópurinn hefur haldið
einn fund með verkefnisstjóra, Ragnhildi H. Jónsdóttur, sem hafði komið áður á fund með hreppsnefndinni.
Hreppsnefndin samþykkti "Ólafsvíkuryfirlýsinguna" einróma.
3. Fundargerðir landbúnaðarnefndar lagðar fram til kynningar og nokkurrar umræðu. Hreppsnefndir væntir
niðurstöðu frá nefndinni um athugun á Útbæjavegargirðingu hið fyrsta.
4. Skoðanakönnun:
Fram lagður verksamningur við rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um könnun á viðhorfi til sameiningar sveitarfélaga, sem hreppsnefndin
er samþykk.
5. Fjárhagsáætlun 2005:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00
Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari