Hreppsfundargerðir 2004

Fundargerð 04.12.20 - 22

Árið 2004, mánudaginn 20.des. kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00 Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Til umræðu kom m.a: skipulag, áramótabrenna og skólastarfið að loknu verkfalli. Oddviti greindi lítillega frá aðalfundi Minjasafns Austurlands.
Ákveðið að auglýsa tvær leiguíbúðir hreppsins, Breiðvang II og Smáragrund,
til sölu á almennum markaði.

2. Byggingarnefndarfundargerð 30. nóv. 2004 samþykkt einróma.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 6. des. sl. lögð fram til kynningar.

4. Hafnarsamþykkt:
Tillaga að hafnarsamþykkt fyrir Borgarfjarðarhöfn samþykkt einróma og verður send samgönguráðuneytinu til staðfestingar.

5. Skoðanakönnun:
Lögð fram kostnaðaráætlun Byggðarannsóknastofnunar á Akureyri vegna könnunar á sameiningarvilja í sveitarfélaginu. Samþykkt að ganga til samninga við stofnunina um framkvæmd könnunarinnar.

6. Fasteignagjöld 2005:
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar.
Sorphreinsunargjald: Kr 8.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr 5.000. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.
Sorpförgunargjald: Skv. óbreyttri gjaldskrá. Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr 4.000,
FKS kr 50.000. Sveitarotþróagjald skv. óbreyttri gjaldskrá, kr 3.000 á rotþró.
Vatnsskattur: Á húsnæði 0,4 % af fasteignamati að hámarki kr 10.000. FKS kr 30.000. Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur á íbúðarhús og bújarðir 0,36%. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði 1%.

7. ADSL:
Leitað hefur verið eftir áhuga Borgfirðinga á ADSL tengingum ásamt sjónvarpsáskrift. Verulegur áhugi er fyrir hendi skv. könnun sem gerð var nýlega. Hreppsnefndin mun því sækja um að Síminn setji upp ADSL búnað á Borgarfirði hið fyrsta. Hér vék Baldur af fundi.

8. Byggðakvóti:
Í hlut Borgarfjarðarhrepps koma nú 56 tonn af "nýja kvóta".
Hreppsnefndin ákvað að nýta heimild í reglugerð um byggðakvótann til að setja reglur um úthlutun hans á Borgarfirði. Ráðuneytinu verða sendar óbreyttar reglur frá fyrra ári til staðfestingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:50

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.11.29 - 21

Árið 2004, mánudaginn 29. nóv. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana og Bjarni varamaður ásamt sveitarstjóra. Jón Sigmar mætti kl 17:50.
Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst m.a. á skipulag og innlausn á verkamannabústaðaíbúð í Smáragrund.

2. Útsvarsprósenta 2005 ákveðin 13,03 %.

3. Hafnarsamþykkt:
Lögð fram drög að samþykkt fyrir Borgarfjarðarhöfn, sem verða til athugunar áfram.

4. Dragnótaveiðar:
Hreppsnefndin fer þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að veiðar dragnótabáta lengri en 12 metra verði bannaðar í Loðmundarfirði, Húsavík, Breiðuvík, Brúnavík og Njarðvík allt árið auk Borgarfjarðar þar sem allar dragnótaveiðar eru bannaðar nú þegar.

5. Sameiningarmál:
Hrepsnefnd Borgarfjarðarhrepps gerir ekki athugasemdir við að sameiningarnefnd geri ekki tillögu um sameiningarkosningar í Borgarfjarðarhreppi hinn 23. apríl n.k. Nefndin telur vegasamband Borgfirðinga enn ekki vera komið í það horf að sameining ( við Fljótsdalshérað) sé raunhæfur kostur.
Nefndin hyggst standa fyrir skoðanakönnun meðal hreppsbúa um sameiningarmál.

6. ADSL:
Hreppsnefndin mun á næstunni kanna til hlítar möguleika á ADSL tengingu á Borgarfirði en nú býður síminn upp á sjónvarpsáskrift samhliða henni.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Tillaga að úthlutun á hreindýraarði hefur borist og mun liggja frammi á Hreppsstofu
til 8.desember.



Fundargerð 04.11.15 - 20

Árið 2004, mánudaginn 15. nóv., kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Jakob, Jón Sigmar, Baldur, Jóna Björg og Kristjana ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarsjóra:
Greint frá ýmsum málum sem eru í meðferð um þessar mundir. M.a. lögð fram yfirlit um fjallskilakostnað í Loðmundarfirði og kostnað við sveitarotþrær.
Ákveðið að kaupa nýjan pallbíll fyrir áhaldahúsið.

2. Ferðaþjónusta:
Tilmæli komu frá samtökum ferðaþjónustunnar að bæta þjónustu við ferðamenn í mai og september, sem hreppsnefndin mun leitast við að stuðla að fyrir sitt leyti.

3. Kynntur aðalfundur Héraðsnefndar Múlasýslna 2004.

4. Staðardagskrá 21:
Sótt verður um að Borgarfjarðarhreppur verði formlegur þátttakandi í verkefninu.

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 29. nóv. n.k.

Fleira ekki gert. fundi slitið kl 19:00

Undirdkriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.10.18 - 19

Árið 2004, mánudaginn 18. okt. var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Baldur, Jóna Björg og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Jakob boðaði forföll og ekki náðist í varamann. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á nokkur atriði, einkum fjármálalegs eðlis. Oddviti greindi einnig lítillega frá málefnum félagsheimilisins Fjarðarborgar.

2. HAUST:
Sveitarstjóri tilnefndur fulltrúi á aðalfund HAUST og oddviti til vara.

3. Fjármálaráðstefna:
Kynnt fjármálaráðstefna Samb. ísl. sveitarfélaga 1. og 2. nóv. n.k.

4. Héraðsstjórnarfundargerð 7. okt. lögð fram til kynningar.

5. Sameiningarmál:
Tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.10.13 - 18

Árið 2004, miðvikudaginn 13. okt. var haldinn aukafundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 14:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Bjarni varamaður ásamt sveitarstjóra og Einari E Sæmundsen, skipulagsráðgjafa.

Eina málið á dagskrá var
Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016
Einar lagði fram síðustu tillögu að skipulagsgreinargerð dags. 6. sept. 2004 ásamt uppdráttum dags. 12. okt. 2004. Nokkur atriði voru færð til betri vegar.
Tillaga að búfjárhaldssamþykkt lítillega rædd. Hreppsnefndin samþykkti skipulagstillöguna með áorðnum breytingum samhljóða og mun óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa hana.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 18:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
Fundarritari



Fundargerð 04.10.04 - 17

Árið 2004, mánudaginn 4.okt. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Jóna Björg, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Bjarni varamaður, ásamt sveitarstjóra.

Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Rætt um kaup á áhaldahúsbíl o.fl.

2. Fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands kosinn Margrét B Hjarðar,
Kristjana Björnsdóttir til vara.

3. Fulltrúi á Hafnasambandsþing kosinn Magnús Þorsteinsson,
Bjarni Sveinsson til vara.

4. Atvinnuaukningarsjóður:
Engin umsókn barst.

5. Vetrarflutningastyrkur:
Engin umsókn barst innan tilskilins umsóknarfrests en tvær bárust daginn eftir, sem hreppsnefndin samþykkti að taka til greina. Fiskverkun Kalla Sveins ehf úthlutað kr 350 þús. og KHB 150 þús.

6. Urðunarstaður:
Umhverfisstofnun leitar eftir umsögn hreppsnefndar um tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað á Brandsbölum. Hreppsnefndin hefur ekkert við starfsleyfistillöguna að athuga annað en að ekki eru tök á að uppfylla kröfur um daglegar veðurathuganir á staðnum.

7. Þriggja ára áætlun 2006 - 2008 lítilsháttar undirbúin.

8. Búfjárhaldssamþykkt:
Ákveðið að leggja fram tillögu að samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi samhliða auglýsingu um aðalskipulag hreppsins seinna á þessu ári.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:50

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.09.20 - 16

Árið 2004, mánudaginn 20. sept. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgar-fjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra.
Þetta var gert á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Þar kom fram að gamli slökkvibíllinn hefur verið seldur. Upplýst var um stöðu nokkurra annarra mála þ.á m. um brottfall úr eftirmiðdagsdeild í leikskóla, sem leiðir til lokunar deildarinnar um næstu mánaðamót að óbreyttu.

2. Byggðakvóti hinn nýi:
Lögð fram drög að umsókn til sjávarútvegsráðuneytisins, sem hreppsnefndin hafði ekkert við að athuga.

3. Byggðakvóti hinn gamli:
Nýsir f.h. Byggðastofnunar óskar eftir áliti hreppsnefndar á því hvort skilyrði samninga um kvótann í Borgarfirði hafi verið efnd á síðasta fiskveiðiári.
Hreppsnefndinni er ekki kunnugt um annað og því ættu að vera forsendur fyrir því að úthluta aftur á grundvelli fyrri samninga.

4. Skólahaldsáætlun:
Lögð fram áætlun skólastjóra um skólahaldið 2004/2005, sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.

5. Samþykkt um búfjárhald:
Lögð fram umsögn Jóns Höskuldssonar hdl. um drög að búfjárhaldssamþykkt í Borgarfjarðarhreppi. Málið verður í athugun áfram.

Minnt er á að umsóknarfrestur um atvinnuaukningarsjóðslán er til 1. okt. n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson



Fundargerð 04.09.06 - 15

Árið 2004, mánudaginn 6. sept. var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Jóna Björg, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

Í upphafi fundarins gerði sveitarstjóri grein fyrir nokkrum málum, sem eru á dagskrá um þessar mundir hjá hreppnum.
Samþykkt að veita Andrési Hjaltasyni veðleyfi vegna skuldbreytingaláns, sem hann hyggst taka hjá Lánasjóði landbúnaðarins.

1. Félags- og skólaþjónusta:
Fram lögð skýrsla starfshóps um sameiginlega félags- og skólaþjónustu á Norðursvæði Austurlands. Jóna Björg, sem var í starfshópnum, gerði einnig grein fyrir skýrslunni. Hreppsnefndin hefur ekkert við skýrsluna að athuga og telur að ganga eigi til samstarfsins á grundvelli hennar.

2. Snotrunes II:
Ólína og Margrét Halldórsdætur óska eftir samþykki hreppsnefndarinnar til að leysa Snotrunes II úr óðalsböndum. Hreppsnefndin samþykkti þessa málaleitan einróma.

3. Byggðakvóti:
Sjávarútvegsráðuneytið gefur nú sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta "hinn nýja", sem nú hefur verið aukinn verulega en "gamli kvóti" fellur niður í áföngum á næstu tveimur árum. Hreppsnefndin samþykkti að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

4. Hafnargjaldskrá:
Hreppsnefndin samþykkti einróma nýja gjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn, sem er nær óbreytt bráðabirgðagjaldskrá samgönguráðuneytisins frá síðasta ári, sbr. fundargerð hreppsnefndar 7. júní s.l.

5. Samþykkt um búfjárhald:
Lögð fram fyrstu drög að samþykkt um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:00

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson



Fundargerð 04.08.09 - 14

Árið 2004, mánudaginn 9. ágúst, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Baldur, Kristjana, Jakob og Jón Sigmar ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti að lokinni skýrslu sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið var á m.a: Framlag Brunabótafélagsins, vöruflutningastyrksumsókn, Bláfánaúttekt, Jökulsá, sveitarrotþrær, Hofstrandarsand, sjóvörn í Karlfjöru og endur-nýjun áhaldahúsbíls. Leiga á lögbýlinu Ósi ákveðin kr 100 þús. á ári næstu fimm ár.

2. Fulltrúi á aðalfund SSA kosinn Kristjana Björnsdóttir og Jakob Sigurðsson til vara.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 27.07. lögð fram til kynningar.

4. Merkingar horfinna húsa á Bakkagerði:
Lagt fram og rætt bréf Elísabetar Sveinsdóttur þar sem hún hvetur til að koma málinu í framkvæmd. Hreppsnefndin er sama sinnis og mun skoða málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

5. Kynntar hugmyndir Fjarðabyggðar um byggingu fjölnota íþróttahúss.

6. Þjóðahátíð Austfirðinga 2004:
Samþykkt að styrkja þetta framtak með kr 10.000,-

7. Samgönguáætlun - Siglingamál:
Tillögur Siglingastofnunar gera ráð fyrir lengingu Nýju bryggju á átt að Hólma um 12 metra á árinu 2005 og sjóvörnum við Fiskmóttökuhús og Karlfjöru árið 2007. Nefndin hefur ekkert við þessar tillögur að athuga.

8. "Vegafé":
Tekið fyrir bréf Sigurðar Sigurðarsonar og Ólafs Dýrmundssonar þar sem hvatt er til átaks til að draga úr hættu á því að slys verði við ákeyrslu á búfé.
Nefndin telur brýnt að girða fyrir lausagöngu sauðfjár á Útbæjavegi og felur landbúnaðarnefnd að hreyfa málinu við landeigendur og Vegagerðina.

9. Fjallskil:
Borgarfjörður:
a) Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
b) U.þ.b. 30 kindur verða í dagsverki.
c) Gangnastjórar verða þeir sömu og fyrra.
d) Landbúnaðarnefnd falið að jafna niður dagsverkum á bændum.
Loðmundarfjörður:
Fjallskil verða þar með svipuðum hætti og undanfarin ár.

10. Ræktunarlóðir á Bakka:
Fyrir var tekið erindi Fasteigna- og Skipasölu Austurlands vegna sölu á ræktunarréttindum úr lögbýlinu Bakka þar sem Helga og Björn á Bakka selja Þorsteini á Jökulsá tæpl. 38 ha ræktunar ásamt Bubbahúsum o.fl. Hreppsnefndin lýsir því yfir að hún hyggst ekki neyta forkaupsréttar að hinu selda. Hreppsnefndin samþykkir að leita leiða til að gera hið selda að sérstakri eign í veðmálabókum.

11. Hreppsnefndin samþykkir að framlengja ráðningarsamning sveitarstjóra óbreyttan til miðs árs 2005.
Út er komin ársskýrsla Borgarfjarðarhrepps 2003 og hefur verið dreift.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.07.06 - 13

Árið 2004, þriðjudaginn 6. júlí var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 14:00 í Hreppsstofu. Á fundinum voru: Kristjana, Jakob, Jóna Björg Bjarni og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið m.a. á aukaframlag Jöfununarsjóðs vegna grunnskóla, fasteignaskattsskýrslur, heilbrigðisþjónustu, ný jarða- og ábúðarlög, sveitarrotþrær og Útbæjagirðingu.

2. Kosning oddvita- og varaoddvita til eins árs:
Oddviti var kosinn Kristjana Björnsdóttir með 4 atkvæðum. Varaoddviti var kjörinn Baldur Guðlaugsson með 4 atkvæðum. Jón Sigmar fékk 1 atkvæði.

3. Kjörstjórnarlaun:
Kjörstjórnarlaun við nýafstaðnar forsetakosningar ákveðin kr 15.000 til hvers kjörstjórnarmanns.

4. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps:
Einar E Sæmundsen skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Hann lagði fram og fór yfir umsagnir stofnana, sem höfðu fengið skipulagsdrögin til athugunar. Umsagnir bárust frá Fornleifavernd ríkisins, Siglingastofnun, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Austurlandsskógum, Skógrækt ríkisins og Umhverfisstofnun. Einar gerði grein fyrir tillögum að svörum við athugasemdum umsagnaraðilanna

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 16:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Fundargerð 04.06.07 - 12

Árið 2004, mánudaginn 7. júní var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Mættir voru Baldur, Jón Sigmar, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var m.a. á heilbrigðisþjónustu, skipulagsfund, ársskýrslu, Álfastein, brunasamlag o.fl.

2. Héraðsstjórnarfundargerð 10. mai lögð fram til kynningar.

3. Byggingarnefndarfundargerð 29. mai samþykkt einróma.

4. Kjörstjórn við alþingiskosningar
til eins árs, sem jafnframt er kjörstjórn við forsetakosningar og aðrar kosningar á landsvísu eftir því sem lög standa til:
Aðalmenn:
Jakob Sigurðsson
Bjarni Sveinsson
Björn Aðalsteinsson

Varamenn:
Helgi Hl. Ásgrímsson
Jón Sigurðsson
Þorsteinn Kristjánsson

5. Félagsþjónusta:
Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð samþykktar einróma. Þær höfðu áður verið samþykktar af félagsmálanefnd og Héraðsstjórn.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps er samþykk því fyrir sitt leyti að fækkað verði í félagsmálanefnd Héraðssvæðis úr 7 í 5 og hefur ekki athugasemdir við hugmyndir um tilnefningu nefndarmanna. Nefndin telur þessar breytingar hins vegar ekki tímabærar fyrr en sér fyrir endann á vinnu við sameiginlega félags- og skólaþjónustu á Norðursvæði Austurlands og að afstöðnum sameiningarkosningum á Héraði.

6. Hafnarmál:
Sveitarstjóra falið að gera tillögu að aðlögun á hafnarreglugerð að aðstæðum á Borgarfirði. Samþykkt að núverandi sameiginleg hafnagjaldskrá verði óbreytt í gildi sem hafnargjaldskrá fyrir Borgarfjarðarhöfn frá og með l. júlí n.k.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:50

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.05.03 - 11

Árið 2004, mánudaginn 3. mai, var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jóna Björg, Jón Sigmar, Jakob og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra o. fl:
Rætt var um m.a. Vegáætlun, Bláfánann, Snorraverkefnið, aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps, aukaframlag v/grunnskóla, girðingarhólf í Loðmundarfirði og læknisþjónustu. Jóna Björg gerði grein fyrir störfum starfshóps, sem vinnur að stofnun sameiginlegrar félags- og skólaþjónustu á norðursvæði Austurlands að Seyðisfirði undanskildum.

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2003-Síðari umræða-
Helstu niðurstöðutölur:
Heildartekjur A-hluta                            51.349.302
" A og B hluta                                             55.793.455
Heildargjöld A og B hluta                      58.968.919
Rekstrarniðurstaða A - hluta                ( 260.749)
" A og B hluta                                              ( 5.124.453)
Skuldir og skuldbindingar A-hluta    21.465.529
" " A og B hluta                                           68.339.080
Eigið fé A - hluta                                      104.863.285
" " A og B -hluta                                        103.537.677

3. Hafnarreglur:
Við reglurnar bætist 6. töluliður:
Frá 15. mai til ágústloka eiga smábátar ( frístundabátar) að vera í tveimur innstu viðleguplássunum við gömlu bryggju að vestanverðu.

4. Efling sveitarstjórnarstigsins:
Fram lögð greinargerð SSA til nefndar um sameiningu sveitarfélaga.
Hreppsnefndin telur hugmyndir SSA raunhæfar og skynsamlegar á þessu stigi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:50

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.04.19 - 10

Árið 2004, mánudaginn 19. apríl, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Á fundinum voru Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Minnst var á m.a. framlag til félagsíbúða, refaveiðimenn, skipulag, brunasamlag, förgun úrgangs, Austurlandshefti og Snorraverkefni.
Um læknisþjónustu var eftirfarandi bókað:
Viðbrögð forráðamanna heilsugæslustöðvarinnar við ályktun hreppsnefndarinnar um læknisþjónustu 15. mars sl. hafa engin verið utan óljós munnleg skilaboð.  Hreppsnefndin mun því taka málið upp við heilbrigðisráðuneytið.
Oddviti greindi frá málefnum Kjarvalsstofu.

2. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2003 - Fyrri umræða -
Reikningurinn lagður fram og skýrður lítillega og síðan samþykktur til annarrar umræðu.

3. Frumvörp til nýrra ábúðar- og jarðalaga sem voru til umfjöllunar á síðasta þingi hafa verið lögð fram að nýju dálítið breytt. Hreppsnefndarmenn munu kynna sér frumvörpin eftir föngum.

4. Oddviti tilnefndur fulltrúi á aðalfund Menningarsamtaka Austurlands og Jóna Björg til vara.

5. Jökulsá:
Sveitarstjóri og oddviti lögðu fram samning um ný landamerki Jökulsár annarsvegar og Bakka ásamt Bakkagerði hins vegar, sem þeir höfðu gert við Þorstein Kristjánsson. Þegar landamerkjabréfinu hefur verið þinglýst verður gengið frá sölu á hluta hreppsins í Jökulsá til Þorsteins. Söluverð kr 80 þús.

6. Atvinnuaukningarsjóður:
Engin umsókn barst. Næsti eindagi umsókna er 1. okt. nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:10

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.03.29 - 09

Árið 2004, mánudaginn 29. mars var fundur haldinn í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Málefni: Efling sveitarstjórnarstigsins, samvinna á Norðursvæði, samþykkt um umgengni og þrifnað, Sláturfélag Austurlands, Þrotabú Álfasteins og húsaleigusamningar við endurreistan Álfastein.

2. Héraðsstjórnarfundargerð 18. mars lögð fram til kynningar.

3. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004 - 2016:
Skipulagið er nú komið á það stig að önnur drög að skipulagstillögu verði kynnt almenningi, stofnunum og nágrannasveitarfélögum og haft um það samráð þar sem ástæða þykir til.
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkti samhljóða að leggja fram til kynningar þá tillögu að aðalskipulagi fyrir Borgarfjarðarhrepp, sem nú liggur fyrir með lítilsháttar breytingum. Nefndin telur að hugmyndir tillögunnar um hverfisvernd Víkna og Loðmundarfjarðar séu raunhæfur umræðugrundvöllur við landeigendur á svæðinu. Endanleg skipulagstillaga mun ráðast af afstöðu þeirra svo og friðlýsingarreglugerð í framhaldi af henni ef samkomulag næst. Stefnt er að setningu samþykkta um búfjárhald og lausagöngu búfjár í Borgarfjarðarhreppi í tengslum við gerð aðalskipulagsins. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram til kynningar innan skamms

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:40

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari




Fundargerð 04.03.15 - 08

Árið 2004, mánudaginn 15. mars, var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðar-hrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Jakob, Jóna Björg og Baldur ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Drepið á nokkur mál svo sem fjárhagsáætlanir í fyrirskipuðu formi, þrotabú Álfasteins, nýja Álfastein, Austurlandssýningu, samgöngumálþing, Bláfána og ýmis fundarboð. Samþykkt að sleppa gjaldtöku vegna hunda og katta fyrir síðastliðið ár vegna þess að hreinsunartíminn hefur færst svo mikið aftur.
Um læknisþjónustu var gerð svofelld ályktun:
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir áhyggjum vegna fækkunar lækniskoma til Borgarfjarðar. Læknir hefur ekki starfað í heilsugæsluselinu síðastliðnar fimm vikur og mun ekki vera að vænta komu hans fyrr en í mai. Hreppsnefndin telur þetta óviðunandi ástand.

2. Iðngarðasamþykkt:
Vegna breyttra aðstæðna ákvað hreppsnefndin að fella úr gildi samþykkt um rekstur iðngarða á Borgarfirði. Leigusamningar í Iðngörðum verða því framvegis eins og tíðkast um atvinnuhúsnæði.

3. Atvinnuaukningarsjóður:
Gerð var smábreyting á l. málslið 6. gr. reglugerðar fyrir Atvinnuaukningarsjóð Borgarfjarðarhrepps, sem verður þá svohljóðandi:
Lánin skulu veitt gegn sjálfskuldarábyrgð og veði, sem hreppsnefndin samþykkir.

4. Ós:
Ákveðið að leigja út hluta af lögbýlinu Ósi til næstu fimm ára með svipuðum leiguskilmálum og síðasta leigutímabil.

5. Jökulsá:
Að undangengnum viðræðum við oddvita og sveitarstjóra við Þorstein Kristjánsson, sbr. fundargerð 3. feb., heimilar hreppsnefndin þeim að ganga til samninga við hann um sölu á nokkru af hluta hreppsins í Jökulsá með breyttum lanadamerkjum.

6. Samstarf á Norðursvæði:
Framlögð fundargerð frá fundi fulltrúa sveitarfélaganna á Norðursvæði Austurlands frá 25. feb. sl. Hreppsnefndin telur einsýnt að hraðað verði vinnu við sameiginlegar almanna- og brunavarnir á svæðinu, sem einhugur virðist vera um.
Jóna Björg tilnefnd í vinnuhóp til þess að halda áfram undirbúningi að stofnun sameiginlegrar félags- og skólaþjónustu á Norðursvæði Austurlands. Nefndin er samþykk stofnun formlegs samstarfshóps á Norðursvæðinu eins og lagt er til.

7. Skipulag:
Hreppsnefndin hefur farið yfir drög að skipulagsgreinargerð og uppdrætti og gert athugasemdir, sem komið verður á framfæri. Umfjöllun um drögin verður lokið á næsta fundi.

8. Héraðsstjórnarfundargerð 9. mars lögð fram til kynningar.

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður 29. mars nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 21:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari

Minnt er á eindaga lánsumsókna í Atvinnuaukningarsjóð 1. apríl nk.



Fundargerð 04.03.01 - 07

Árið 2004, mánudaginn 1. mars, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Mætt voru: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni Sv. ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Aðalskipulag 2004 - 2016:
Á fundinn mætti Einar E Sæmundsen landslagsarkitekt og lagði fram og skýrði önnur drög að skipulagstillögu, sem í framhaldi af þessum fundi verða send hinum ýmsu stofnunum til athugunar og athugasemdagerðar eftir því sem þeim þykir ástæða til.

2. Skýrsla sveitarstjóra:
Stutt og laggóð.

3. Brunasamlag:
Sveitarstjóri tilnefndur í starfshóp sem á að vinna að stofnun brunasamlags á Norðursvæði Austurlands.

4. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2005 - 2007:
Samþykkt einróma við síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.02.16 - 06

Árið 2004, mánudaginn 1. mars, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Mætt voru: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni Sv. ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Aðalskipulag 2004 - 2016:
Á fundinn mætti Einar E Sæmundsen landslagsarkitekt og lagði fram og skýrði önnur drög að skipulagstillögu, sem í framhaldi af þessum fundi verða send hinum ýmsu stofnunum til athugunar og athugasemdagerðar eftir því sem þeim þykir ástæða til.

2. Skýrsla sveitarstjóra:
Stutt og laggóð.

3. Brunasamlag:
Sveitarstjóri tilnefndur í starfshóp sem á að vinna að stofnun brunasamlags á Norðursvæði Austurlands.

4. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2005 - 2007:
Samþykkt einróma við síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.02.16 - 06

Árið 2004, mánudaginn 1. mars, kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Mætt voru: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Bjarni Sv. ásamt sveitarstjóra. Fyrir var tekið:

1. Aðalskipulag 2004 - 2016:
Á fundinn mætti Einar E Sæmundsen landslagsarkitekt og lagði fram og skýrði önnur drög að skipulagstillögu, sem í framhaldi af þessum fundi verða send hinum ýmsu stofnunum til athugunar og athugasemdagerðar eftir því sem þeim þykir ástæða til.

2. Skýrsla sveitarstjóra:
Stutt og laggóð.

3. Brunasamlag:
Sveitarstjóri tilnefndur í starfshóp sem á að vinna að stofnun brunasamlags á Norðursvæði Austurlands.

4. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2005 - 2007:
Samþykkt einróma við síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 20:30

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
fundarritari



Fundargerð 04.02.02 - 05

Árið 2004, mánudaginn 2. febrúar kom hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til fundar í Hreppsstofu kl 17:00. Fundarmenn: Kristjana, Jón Sigmar, Baldur, Jakob og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra um ýmis málefni, sem til umfjöllunar eru um þessar mundir.

2. Héraðsstjórnarfundargerð 26. jan. 2004 lögð fram til kynningar.

3. Jökulsá:
Fyrir var tekið endurnýjað erindi Þorsteins Kristjánssonar um kaup á eignarhluta hreppsins í Jökulsárlandi. Hreppsnefndin vill koma til móts við óskir Þorsteins að nokkru leyti og felur oddvita og sveitarstjóra að ræða málið við hann.

4. Lausaganga hrossa í Loðmundarfirði:
Eigendur og umráðamenn jarða í Loðmundarfirði fara þess á leit við hreppsnefndina að hún hlutist til um að lausaganga hrossa verði bönnuð í Loðmundarfirði. Hreppsnefndin mun skoða málið í tengslum við skilgreiningu Víkna- og Loðmundarfjarðar í aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, sem nú er unnið að.
Jafnframt verði hugað að setningu samþykktar um búfjárhald í Borgarfjarðarhreppi.

5. Fjárhagsáætlun 2004. - Síðari umræða :
Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru í þús. króna:
Skatttekjur 45.000. Bókfærðar heildartekjur 79.754. Rekstrarafgangur fyrir afskriftir og afborganir skulda 11.000. Fjárfestingar 6.200. Afborganir langtímaskulda 3.300.
Bati lausafjárstöðu 1.000. Fjárhagsáætlunin samþykkt einróma.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 23:30

Undirskriftir hreppsnefndarmanna
Magnús Þorsteinssson
fundarritari



Fundargerðir 04.01.12 - 02, 04.01.14 - 03 og 04.01.19 - 04

12. janúar, 14. janúar og 19. janúar 2004 voru haldnir fundir í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps þar sem unnið var að fjárhagsáætlun 2004.
Á fundina mættu allir hreppsnefndarmenn ásamt sveitarstjóra.




Fundargerð 04.01.05 - 01

Árið 2004, mánudaginn 5. jan., var haldinn fundur í hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, sem hófst kl 17:00 í Hreppsstofu. Fundarmenn: Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Baldur og Jóna Björg ásamt sveitarstjóra. Þetta gerðist á fundinum:

1. Skýrsla sveitarstjóra:
Fjallað m.a. um fjallskil í Loðmundarfirði, skipulag og staðardagskrá 21, sorpurðun, hreindýraarð og Álfastein. Um lántöku var gerð eftirfarandi bókun:
Hreppsnefndin samþykkir 2ja milljón króna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga til allt að 10 ára. Lánið er bundið vísitölu neysluverðs með breytilegum vöxtum, nú 4,5%, með tryggingu í tekjum Borgarfjarðarhrepps .

2. Brunasamlag:
Fram lögð skýrsla Deloitte & Touche um mat á skiptihlutfalli og fjárhagsáætlun fyrir sameinað slökkvilið, sem stefnt er að á Norðursvæði Austurlands ásamt drögum að stofnsamningi. Hreppsnefndin telur að málið þurfi talsvert meiri athugunar við áður en tekin verður ákvörðun um þátttöku í brunasamlaginu.

3. Héraðsstjórnarfundargerð 16. des. 2003 lögð fram til kynningar.

4. Fundargerðir landbúnaðarnefndar lagðar fram til upplýsinga fyrir hreppsnefndina.

5. Sjálfsmatsúttekt grunnskólans:
Úttekt KPMG Ráðgjafar, sem unnin var í sept. - nóv. 2003 kynnt sveitarstjórn.

6. Forkaupsréttur að sumarbústaðalóð í Setbergslandi:
Hreppsnefndin er samþykk eigendaskiptum að bústaðnum ásamt leigulóðarréttindum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 19:40

Undirskriftir
Magnús Þorsteinsson
- fundarritari -