BREIÐAVÍK - Örnefnaskrá
Innsti hluti Breiðuvíkur er Víknaheiði, þ.e.a.s. hluti hennar, en aðrir hlutar liggja í Desjarmýrar- og Litluvíkurlandi. Á heiðarbrúninni, sem að Breiðuvík snýr, er Vatnshnúkur en að norðan nær hún að Hvítuhnúkum.
Á Víknaheiði liggja Gæsavötn, Ytra- og Innra-. Liggja landamörk Breiðuvíkur og Desjarmýrarafréttar um mitt Innra-Gæsavatn.
Úr Innra-Gæsavatni fellur Stóraá, (í daglegu tali kölluð Stórá), út eftir og skiptir löndum Litluvíkur og Breiðuvíkur að Bringuhorni, (nánar síðar).
Utan Vatnshnúks liggur Skinnbrókargil sem kemur í Stóruá niðrundir jafnsléttu og heitir tungan sem milli verður Vatnstunga og nær að Vatnshnúk.
Utan Skinnbrókargils koma Innstu-Hlíðar og ofar Innstu-Hjallar, upp að Miðaftanshnúk og Gatfjalli, (gatið í fjallinu hrundi saman um 1950). Skarðið milli Miðaftanshnúks og Gatfjalls heitir Gatfjallskverk. Utan Gatfjalls er fjallið Bálkur. („Í það minnsta“ í seinni tíð hefur hann jafnan verið nefndur Staðarfjall frá Breiðuvík). Utan Bálks er Bálkaskarð. Niður frá Bálkaskarði er Innstidalur og um hann fellur Skjaldará í Stóruá niður fyrir utan Innstu-Hlíðar og Innstu-Hjalla.
Utan Skjaldarár neðst er Kriki. Upp af honum er Skjaldarmýri og þar upp af Skjöldur og röðin þar upp af Skjaldarröð. Utan Krika fellur Krikalækur í Stóruá, úr Miðdal sem er utan Skjaldar. Fjallið upp af Miðdal er ýmist nefnt Þriggjatindafjall eða Brúnutindar, (stundum Brúnkutindar).
Svæðið allt næst Stóruá frá Krikalæk og að Breiðamel heitir Innmýrar. Innst á Innmýrum heitir Langimelur. Stefnir hann út og fram og nær nokkurn veginn inn að Krikalæk. Um miðjar Innmýrar fellur Stórilækur í Stóruá. Í Stóralæk næst ánni fellur Skakkilækur að framan og ofan úr Ystadal í gegnum Langamel. Utan og ofan Miðdals er fjallið Brúnkolla og þar utan við er Ystidalur. Skerst fjallið niður milli dalanna. Frá Skjaldarmýri og út að Stóralæk nefnast einu nafni Hjallar. Yst og efst á Hjöllum er Bíldsbotn. Fjallið utan Ystadals er Marteinshnúkur en utan hans neðst hefur Stórilækur upptök sín.
Ofan Innmýra utan Stóralækjar heitir Svarðarmelur. Svæðið upp af Svarðarmel heitir einu nafni Hestar allt upp að Gagnheiði sem er næsta fjall utan við Marteinshnúk en um hana liggur leiðin til Borgarfjarðar. Yst og neðst í Hestum, ofan við Svarðarmel yst liggur Hestalág. Meðfram Hestalág að utan og ofan liggur Mannamelur (oft í daglegu tali Mannamell). Hjallabrúnin neðan við Gagnheiði er Efri-Hestur en neðri hjallinn Neðri-Hestur. Af Gagnheiði liggja reiðgötur (nú akvegur) um Efri- og Neðri-Hest og Mannamel niður í Móalág (ungt örnefni) og á Breiðamel.
Yst á Innmýrum, rétt framan Breiðamels, heitir Grásteinn (stakur steinn) og Kjóahraun ofar. Neðan Breiðamels meðfram Stóruá heitir Stórihvammur.
Lækurinn, sem kemur ofan af Efra-Hesti yst og fellur niður fyrir utan Hesta, Móalág og ofan Breiðamels heitir Hestalækur þar til hann sameinast Hestamýralæk en þá heita þeirLitlaá.
Milli þessara lækja utan til heitir Svunta og eru lækirnir þar, sem þeir falla meðfram henni, stundum nefndir Svuntulækir. Ysti tanginn sem verður milli lækjanna, þar sem þeir mætast utan við Svuntuna, er nefnt Svuntutaglið (ath: þetta orð er alltaf haft með greini í tali, Taglið – Taglinu og bendir það til, að það sé fremur skýringarorð en heiti eða örnefni, enda getur nefnst tagl allsstaðar þar sem lækir mætast með odda á milli. Er þetta notað víðar í Breiðuvík t.d. Laskataglið, við sömu aðstæður). Í Svuntutaglinu nær Hestalæk er dálítið móhorn sem oft (í upphafi sennilega í gamni) er kallað Vasi (nýlegt nafn).
Utan við Hestalæk ofan til koma mýrar sem heita Hestamýrar og ná út að Hestamýrarlæk. Upp af þeim er mjög hár hjalli, sem nær að Hestalæk að innan og nefnist Aurar. Fjallið upp af Aurum er Krossfjall (dregur nafn af lögun sinni) er það næst utan Gagnheiðar. Utan við Aura eru Kúabotnar og um þá fellur Hestamýralækur en meðan hann fellur um Kúabotna nefnist hann Kúabotnalækur. Ofan við Kúabotna er Sveif. Utan við Sveif er Háimelur en úr Háamel í Súlutind, um Hámela framanverða, liggja landamörk Breiðuvíkur og Kjólsvíkur. Kemur því innsti hluti Hámela í Breiðuvíkurland. (Annars vegar liggja landamörk úrHámel í Kerlingarfjall þaðan í Grenmóskoll, þaðan í Stóratind og úr honum réttlínis í sjó).
Utan Krossfjalls er Kjólsvíkurskarð, (til Borgarfjarðar) og liggur það að Súlutindi að innan. Utan Hestmýrarlæks liggur neðst (ofan Svuntu), Laski, þar eru svarðargrafir. Ofan til á Laska er melhóll er nefnist Laskakollur. Þar ofan við taka við Sellönd en utan við þau fellur Sellandalækur sem kemur úr tjörn neðarlega í Kerlingarfjalli og fellur hann niður með Laska utan og heitir á þeim kafla Laskalækur þar til hann sameinast Hestmýralæk. Þar sem Sellandalækur fellur meðfram Sellöndum nefnist fremri bakki hans Sellækjarbakki.
Upp af Sellöndum tekur við Kerlingarfjall. Utan á Kerlingarfjalli er Loðnagonta og er tjörn í henni neðan til. Framan við Kerlingarfjall er Fremra-Kjólsvíkurskarð, (í daglegu talið kallað Fremraskarð). Það er á milli Kjólsvíkur og Breiðuvíkur. Framan við Kerlingarfjall, milli þess ogKúabotna, er Kúabotnamelur. Milli Litluár og Stóruár, utan viðBreiðamel og Stórahvamm, liggur Hólmi allt þar til þær mætast. Innst á Hólma, fast við Breiðamelsenda, er Sveinsholt. Þar er nú fjárrétt. (Þar er nú gönguskáli Ferðafélags Fljótshéraðs).
Milli Breiðuvíkurtúns fremst og Litluár, þar sem hún fellur niður fyrir framan túnið, er Skipahryggur. Upp af honum heita Hólar. Neðan til í Hólum er Kálfatjörn og þvert ofan við hana Kálfahryggur. Efst í Hólum heitir Kró. Þar er grjótrétt. Frá Kró og upp á Kerlingarfjall liggur óslitinn hryggur. Heitir sá Sauðahryggur ið neðra en Kerlingarfjallshryggur ið efra. Þar sem brattinn hefst skiptir hann um nafn. Meðfram Sauðahrygg að framan að Sellandalæk heita Hólar. Neðst í Hólum er Stellutjörn. (Í henni fórst ær sem Stella hét um 1925).
Frá Sauðahrygg að framan og út að Stekkahrygg niður að túni og upp undir Kjólsvíkurhrygg heitir einu nafni Miðfjall. (Stekkahryggur er hár hryggur úti í fjalli, sem sker sig upp úr landslaginu, hæstur að ofan en lækkar og breikkar niður, en Kjólsvíkurhryggur hefur sömu stefnu áfram upp í Kjólsvíkurskarð en er miklu lægri. Nánar síðar).
Fremst og neðst í Miðfjalli upp af túninu framan til heitir Kvíahryggur. Er upphaf hans að neðan hái hóllinn fram og upp af bænum í túnjaðrinum. Fram og upp af Kvíahrygg, beint upp af krónni, utan Sauðahryggs, neðst heita Sauðabotnar. Í þeim er smátjörn.
Út af Sauðabotnum er Mómelur og nær að djúpu gili að utan. Frá þessu gili að StekkahryggeruKlofar. Ofan við Mómel og Sauðabotna er Lómstjörn. Er það stærsta tjörnin þar um slóðir. Þar upp af er Lómstjarnarenni. Upp af Lómstjarnarenninu, fremst utan Sauðahryggs efst, er Fagrihóll. Er hann beint fram af efsta hluta Stekkahryggs.
Upp af Fagrahól, upp undir Kjólsvíkurhrygg, er Blautamýri. Utan við hana er Ker (mýrardrap). Utan við Ker, út undir Kjólsvíkurhrygg og niður með Stekkahrygg efst, er Kerhólar. Neðan við Kerhóla eru fyrrnefndir Klofar og skilur þar á milli graslaut. Fremst og efst í Kerhólum er djúp tjörn. Hér líkur að segja frá Miðfjalli.
Meðfram ánni, út og niður af túninu, út að sandi, heita Brot.
Upp meðfram túninu að utan heita Holt. Utan undir Holtum er Réttargrund og er þar hlaðin fjárrétt. Þar utan er Krókur en þar er tóft af stóru fjárhúsi.
Milli Króks og Réttargrundar fellur Krókslækur sem kemur úr áðurnefndu Keri og fellur framan við Kerhóla og Klofa og dregur nafn af þeim um hríð (sbr. Svuntulæki). Upp af Krók eru Stekkabotnar Neðri- og Efri- og ná þeir upp á móts við efri enda Stekkahryggs, sem heitir Stekkahryggskollur en Stekkahryggur hefst í brekkunni upp af Réttargrundinni. Að utan takmarkast Stekkabotnar af læk, sem fellur í fossi ofan í Lækjarbás við sjó utan við Krók. Fyrir utan þennan foss eru Steinsfjörubakkar. Utan undir þeim bökkum er Steinsfjara. Upp úr henni gengur bergskora upp klettana upp á Steinsfjörubakka og heitir skoran Gjá. Beint undir Gjá, í sjó, er Æðarsker en klettarani úr horni Steinsfjörubakka, sem stefnir eins og Æðarsker heitir Fremrihlein. Utarlega í Steinsfjöru er klettur sem gengur að sjó (forvaði) og heitir Ytrihlein. Fast utan við Krókinn þar sem klettar byrja gengur fram lítil hlein sem Krókshlein nefnist.
Upp af Steinsfjörubökkum heita Hjallar. Upp af Hjöllum er Grenmór (Líklega er Grænmór réttara og heitir svo allt fjallið að Kjólsvíkurskarði en það verður milli Grenmós og Kerlingarfjalls. (Er þetta þriðja Kjólsvíkurskarðið sem fyrir kemur og liggur um þetta skarð alfaraleiðin milli Kjólsvíkur og Breiðuvíkur). (Þetta skarð gengur nú undir nafninu Kjólsvíkurvarp eða Kerlingarskarð).
Neðan til í Grenmó, upp af Hjöllum, er grasflötur og heitir hann Sneglubotnar (ungt örnefni).
Allur ysti hluti Grenmós, raðirnar milli hans og Svínavíkur, kallast Grenmósraðir. Ofan til á röðunum er lítið skarð og liggur að Svínavík, heitir það Kaplaskarð. Um það skarð mun hafa verið farið með hesta er gengu á Svínavík. Hnúkurinn efst á Grenmó heitir Grenmóskollur. Neðan við hann, Breiðuvíkurmegin, er Flötur. (Ath: í daglegu tali er þgf. af orðinu Flötur m.gr. alltaf Flötnum).
Fremst í Grenmó, út og upp af Stekkahryggskolli, eru klettar er heita Hrafnaklettar. Meðfram þeim, langs og í átt að Kjólsvíkurskarði, en utan við og meðfram Kjólsvíkurhrygg sem áður er nefndur, liggur graslág löng og heitir Kjólsvíkurgonta. Utan við Kjólsvíkurgontu, eftir að Hrafnaklettum sleppir, framan í Grenmó, heitir Hjallar. Eru þeir þrír, Neðsti- Mið- og Efsti-Hjalli.
Af Kjólsvíkurskarði og heim í Breiðuvík liggja reiðgöturnar fyrst niður Kjólsvíkurhrygg, fram af honum niður yfir Blautumýri, þaðna niður Lómstjarnarenni yst, á Móamel, þaðan niður yfir Bæjarbrekku, sem kemur fram í örnefnum í túninu.
BREIÐUVÍKURTÚN
Mýrin milli túns og Litluár heitir Fit. Framan við túnið, utan við Skipahrygg sem áður er nefndur er Fornibær, eru þar rústir. Við beygjuna á Litluánni fram af Fit er Grund. Fremsti hluti túns ofan götu, hóllinn framan við lækinn var kallaður Kompaníhóll. Utan í honum er fjárhústóft. Var þar Kompaníhús. Lækurinn utan við Kompaníhól heitir Bæjarlækur. Utan og ofan Bæjarlæks að mýrarhorni fram og upp af bænum heitir Ekra. Ofan til á Ekru eru Sigurðarhús (fjárhús). Fram og upp af Sigurðarhúsi, við Bæjarlæk, er Þríhyrningur (kringskefju blettur).
Milli Bæjarlæks og götu heim að bænum, utan við lægð sem liggur utan í Kompaníhól, heitir Afturkippur. Neðan götu, framan Bæjarlæks að fjárhústóft, heitir Hringir. Var þar mjög stórþýft en sumt af því hefur verið sléttað, þakslétta, og nefnist það Gamlaslétta. Um Hringina liggur hlaðin heimreið (geil). Framan við fjárhústóftina, neðan götu, er Hundstunga. Neðan viðHringi, í túnfætinum, er Gvendarbrunnur og liggur ræsi úr honum. Neðan götu utan Bæjarlæks, fram og niður af bænum er Snúruhóll. Framan í honum, meðfram læknum er Kattarhryggur.
Ofan við bæinn er Bæjarvöllur. Það sem hér hefur verið talið var nefnt Framtún meðan tvíbýli var.
Brekkan ofan túns heitir Bæjarbrekka, (í daglegu tali Brekkan).
Utan við bæ: Í Fitinni utan til er dálítill þurrlendishóll, heitir Litlatún. Ofan við götu er Heygarðshóll, hóllinn út og upp af bænum. Utan við hann er Nykurtjörn en úr henni fellur Nykurtjarnarlækur í Stóruá. Túnið utan við hann heitir Holt. Ofan við Nykurtjörn, utan túns, er Nykurtjarnarhóll. Á honum er gömul hjalltóft.
(Handrit: Daníel Pálsson)
(Skáletrað í sviga er innskot við prentun 2004. Helgi Magnús Arngrímsson).