Aðalfundargerð 2014

Aðalfundur Framfarafélags Borgarfjarðar haldinn á Álfheimum þann 30. október 2014 kl 20:00

Mættir.

Stjórn félagsins: Arngrímur Viðar, Hafþór Snjólfur og Hólmfríður Lúðvíksdóttir. Aðrir: Kristján Geir, Kári Borgar, Helga Björg, Sigrún Halldóra, Ólafur Hallgrímsson, Magnús Þorri Jökulsson, Þórey Sigurðardóttir, Bryndís Skúladóttir, Freyja Jónsdóttir, og Skúli Sveinsson.

 1.     Mál.

Kosning fundarstjóra og fundarritara. Bryndís Skúladóttir kosinn fundarstjóri og Hafþór Snjólfur Helgason kosinn fundarritari.

2.     Mál.

Skýrsla stjórnar lögð fram:

Skýrsla stjórnar Framfarafélags Borgarfjarðar 17. Júlí 2013 – 29. Október 2014

Ágætu félagar

Þetta fyrsta ár félagsins hefur verið viðburðarríkt og lærdómsríkt. Margt hefur komið á dagskrá og nokkur mál komist til framkvæmda og á leiðarenda meðan önnur mál sitja í startholunum.

Félagið var stofnað þann 17. Júlí 2013 og var hittist stjórn félagsins vikulega fyrstu mánuðina. Ásta Hlín sem vann að undirbúningi stofnunar starfaði áfram með stjórninni fram í miðjan ágúst.

Helstu málefni í upphafi voru Netmál, Ungmennaráðstefna, umsóknir um styrki til verkefna í atvinnu og byggðarmálum. Þá var sett upp heimasíða fyrir félagið og stofnaður bankareikningur fyrir félagið.

Kastljósþáttur í september vakti mikla athygli og hefur eflaust ýtt undir bætta þjónustu sem hluti íbúa hefur nú kost á með ljósneti. Þá  heppnaðist ungmennaráðstefna afar vel undir handleiðslu Ástu, Eyrúnar og Hólmfríðar.

Styrkumsóknir fyrir Nýsköpunarmiðstöð og Vaxtarsamning voru sendar inn og hlaut Framfarafélagið vilyrði fyrir styrk hjá Vaxtasamningi uppá 2. Milljónir í verkefni með MATÍS sem heitir „Matur og menning á Borgarfirði eystra“  og þá 1.3 milljónir hjá Nýsköpunarmiðstöð sem bar nafnið til móts við nýjan dag fjallaði um 3 viðfangsefni... Frekari vinnsla sjávarafurða, Viðskiptaáætlun fyrir vegna endurreisnar Álfasteins eða fyrirtæki á því sviði og þá til þróunnar á sex árstíðarferðapökkum.

Sent var erindi til Sveitarstjórnar varðandi íbúðarmál og auglýsingu á lausum lóðum og þá hugmynd að líkamsræktaraðstöðu í Fjarðarborg. Eainnig leitað svara varðandi byggingu nýrra íbúða í Frystihúsinu. Félagið sendi frá sér ályktun vegna minnkunar starfshlutfalls hjúkrunarfræðings á Borgarfirði og var í sambandi við stjórn HSA varðandi það mál.

Samráðsfundur með UMFB var áhugaverður en UMFB hefur haldið úti æfingum síðan í byrjun árs með góðum árangri sem of lítið hefur verið hampað.

Alls hefur stjórnin haldið 18 formlega fundi, auk þess að eignast 2 börn á árinu enn sem komið er. Teljum við það starf til eftirbreytni.

Við þökkum félagsmönnum og samstarfsfólki fyrir ánægjulegt ár og vonumst til að næsta ár færi  okkur ný tækifæri og betri lífskjör í okkar litla samfélagi.

Umræður um þennan lið og rætt um skýrslu stjórnar.

3.     mál

Reikningar lagðir fram til samþykktar. Arngrímur kynnir stöðu félagsins og leggur fram gögn um fjárhagsstöðuna og umræður kjölfarið.

4. mál.

Lagabreytingar.  Lagt til að gera breytingu á 8. grein samþykkta Framfarafélagsins og fjölga í stjórninni úr þremur í fimm. Samþykkt samhljóða að fjölga í stjórn.  Fimm aðalmenn og þrír varamenn. Kristján Geir bíður sig fram til stjórnar ásamt Elsu Arneyju og sitjandi stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi starfa.

8. grein hljómar nú svona:

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnina skipa fimm stjórnarmenn, þ.e. formaður, gjaldkeri og ritari sem jafnframt gegnir hlutverki varaformanns.  Að auki skulu kosnir þrír varamenn í stjórn. Stjórn og varastjórn eru kosnar til eins árs. Kjósa skal formann sérstaklega. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi, sem haldinn er eftir aðalfund félagins. Kjörgengir til stjórnar eru félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld.

5.     mál.

Ákvörðun félagsgjalds. Ákveðið að halda félagsgjaldi óbreyttu.

6.     Kosning stjórnar. Sitjandi stjórn býður kost á sér til áframhaldandi starfa.

Samhljóða kosning.

Formaður: Arngrímur Viðar

Stjórnarmenn: Hafþór Snjólfur Helgason, Elsa Arney Helgadóttir, Kristján Geir Þorsteinsson, Hólmfríður Lúðvíksdóttir.

Varamenn: Helga Björg Eiríksdóttir, Freyja Jónsdóttir, Óttar Már Kárason.

7.     Önnur mál.

 

Óformlegt spjall meðal fundarmanna.

Bryndís Skúla ræðir hugmyndir varðandi sumarbúðir á Borgarfirði með áhersluna á náttúrutengdar upplifanir.

Óli Hall ræðir um möguleikann á því að vera með líkamsræktaraðstöðu í Vinaminni í stað þess að vera koma þessu upp í Fjarðarborg.

Freyja ræðir um að fá nuddara á staðinn reglulega.

Stefna að því að vera með einhverskonar kjötkveðjuhátíð líkt og Kalli var með fyrir skömmu.

Hoffa ræðir um sykurmassanámsskeið og klæðskeranámsskeið sem og fjölþjóðakvöld.

Viðar ræðir um samtökin landsbyggðin lifir sem vill að við gerumst aðilar að Ákveðið að ræða nánar við þau og kanna samstarfsgrundvöll.

Ný stjórn verður boðuð á stjórnarfund á fimmtudaginn  13. nóvember. kl 17:15

Annars bara allir hressir og hugur í mönnum

Fundi slitið klukkan 21:00

 

Hafþór Snjólfur Helgason ritaði fundargerð.