25. okt. 2011
Ákveðið var að kanna aftur pappírsnotkun á snyrtingum. Karólína, Sylvía og Jörgen fóru í það mál, tóku sýnishorn og fóru í stofurnar og kynntu niðurstöður. Allir hafa tekið sig á eða flestir og þetta kom betur út núna en seinast. Ákveðið að endurtaka þetta í nóvermber.
30. sept. 2011
Ný nefnd fundar í fyrsta sinn hana skipa: Sylvía Ösp, Karólína Rún og Jörgen. Meðstjórnandi er Michal og Hrafnhildur til vara. Karólína valin ritari.
1. Fáninn okkar er ónýtur vegna veðrunar og Margrét er búin að hringja og biðja um nýjan fána. Hann er væntanlegur á næstu dögum.
2. Ný aðstaða í miðrými. Það er komin varmadæla í miðrýmið og búið að einangra loft og veggi. Hlýtt og notalegt er því í miðrýminu og kemur það til með að nýtast vel. Nú þarf að breyta merkingum á hurðum, þær eiga að vera opnar í lok dags svo hitinn dreifist.
3. Farið var yfir sparnaðarráð og flokkun, ljós í stofum og miðrými.
4. Gerð könnun á pappírsnotkun á snyrtingum og í smíðastofu. Umhverfisnefndin sá ástæðu til að fara inn í stofu og ræða þessi mál við nemendur. Ákveðið að taka á þessu máli strax og fylgjast náið með.
5. Önnurmál. Karólína kom með þá hugmynd að nýta sér rúlluplast bænda til listsköpunar.
6. Aðgerðaráætlun:
Að vera vakandi fyrir pappírssparnaði og ljósanotkun.
Fleira ekki gert og fundi slitið
Karólína Rún ritaði fund.
2010
17. des. 2010
Afhending grænfána. Þetta var óvenjuleg athöfn sem fram fór í miðrými skólans. Orri Páll komst ekki en Rán sem ætlaði að koma var veik. Orri og Guðrún töluðu saman í síma, hátalari settur á og faninn afhentur. Ekki var veður til að flagga og ákveðið að bíða og byrja á þessari athöfn á nýju ári. Umhverfisverkið var afhjúpað og Sara, formaður umhverfisnefndar, talaði fyrir hönd nefndarinnar.
S. Margrét ritaði.
4. okt. 2010
Fundur í miðrými skólans, allir nemendur nema Sara Rós og Jörgen Fífill. Kennarar: S. Margrét, Guðrún og Jóna.
1. Talað um heimsókn Orra Páls " græna karlsins". Það sem upp á vantar til að fá græna fánann er lítið. Þegar komið er inn í skólann á að sjást að við séum skóli á grænni grein.
2. Uppástungur: unnið með fuglaþema, blóm og tær. Vinna með hafið eða hreindýr. Ákveðið var að melta hugmyndir með plagat eða eitthvað sýnilegt sem sést þegar komið er inn í skólann.
Fundi slitið
Rannveig Ósk ritaði.
30. sept 2010
Þennan dag heimsótti Orri Páll okkur frá Landvernd ásamt Rán Þórarinsdóttur frá Náttúrustofu AUsturlands. Tilgangurinn með þessari heimsókn var að skoða starfið í skólanum og meta það. Rán fræddi okkur um starfið sitt og sagði okkur frá lífi hreindýranna. Orri Páll spjallaði svo við okkur um umhverfismál. Grænfánaverkefnin eru unnin í 50 löndum víðs vegar um heim og um 200 skólar á Íslandi eru þátttakendur. Í ljós kom að við þyrftum að gera sáttmálann okkar sýnilegan með einhverskonar veggmynd og var ákveðið að ráðast í það verkefni. Orri Páll og Rán borðuðu hádegismat með okkur og héldu síðan heim á leið.
S. Margrét ritaði.
1. sept. 2010
Mætt eru ný umhverfisnefnd þau: Rannveig Ósk, Sara Rós, Þórdís Fríða og Bóas. Margrét Bragadóttir starfsmaður nefndarinnar.
1. Í vor voru keyptir flokkunarkassar fyrir skólannn og mötuneytið, nemendur merktu þá sérstaklega. Þrír fara í mötuneytið og þrír í skólann. Í framhaldi ræddum við flokkunarmál.
2. 30. sept. kemur Orri Páll frá landvernd og heldur fund með nemendum og metur grænfánaverkefnið í skólanum.
3. Ákveðið að taka saman upplýsingar og hengja blað upp í Samkaup.
Fundi slitið
Rannveig Ósk ritaði.
2009
Fundur 29. okt. 2009
Í umhverfisnefnd sitja: Rannveig ósk, Sara Rós og Sveinn Hugi. Sólbjört María er varamaður.
Margrét Bragadóttir er starfsmaður nefndarinnar. Allir mættir nema Sara Rós.
1. Spara ljós. Slökkva í miðrými eftir að það er orðið bjart. Virkja aðra utan nefndarinnar. Það má loga ljós í kennslustofum þangað til kennslu er alveg lokið. Einnig má draga gardínur fyrir glugga eftir kennslu til að halda hita inni.
2. Endurvinnslukassi upp við handavinnustofu þar sem flokkað er plast, pappír, umbúðar af kennarastofunni og því sem verið er að kaupa.
Fundi slitið
Rannveig Ósk ritaði fund.
5. apríl 2009
Mætt: Sara Rós, Karólína Rún, Rannveig Ósk, Sólbjört María, Sigurður. Ásta Sigfúsdóttir starfsmaður nefndarinnar.
Farið yfir umhverfisgátlista fyrir "Skóla á grænni grein".
1. Flokkunarstöð í skólanum mætti vera betur sett og fleiri flokkunarmöguleikar.
2. Nánasta umhverfi: nefndin samþykkir að gert verði skilti sem á stendur: "Vinsamlegast drepið á bílnum". Nefndin leggur til að farið verði um skólalóðina og rusl tínt. Jafnframt verði kannað hvort eitthvað sé bilað á lóðinni eða í skólanum. Samkeppni verði um hönnun á fuglahúsum og bætt verður út kjörum fugla í kring. Leggjum til að nemendur taki "flag í fóstur". Einnig að haldinn verði hreinsunardagur á Borgarfirði. Áhugavert væri að kynna friðlýst svæði í Borgarfjarðarhreppi fyrir nemendum.
3. Setja má miða við slökkvara og rafmagnstæki þar sem fólk er minnt á að spara rafmagn. Kynna má endurvinnslu og framleiðslu á pappír fyhrir nemendum. Hvetja til þemadaga í göngu, hjólreiðum og útivist á Borgarfirði.
Fundi slitið
Rannveig Ósk ritaði fund.
2007
23. okt. 2007
Mættir: Nemendur úr umhverfisræaði þau Sara Rós, Rannveik Ósk og Sigurður. Kennarar: Margrét - Jóna Björg, Þórey og Helga Erla.
1. Flokkun á lífrænu sorpi - Allir jákvæðir vegna moltukassa. Í hverri kennslustofu er lítið safnbox fyrir lífrænt sorp. Losað á föstudögum.
2. Nemendur hvattir til að vera vel á verði með ljósanotkun að óþörfu. Slökkva í öllum vistarverum þegar búið er að vinna ( kenna ).
Ekki spara vinnuljós.
Fundi slitið
HEE ritaði
18. sept. 2007
Mætt úr umhverfisráði. Sara Rós, Sigurður og Rannveig. Margrét tengiliður, Jóna Björg, Þórey og Helga Erla. Jóhanna Ólad. fjarverandi.
Margrét upplýsti umhverfisráð um stöðu mála.
1. Búið að tæta land udnir skólagarða og koma með sand- vantar búfjáráburð. Næsta vor er ætlunin að rækjta matjurtir. Forrækta og sá út, nota eggjabakka og boldvænna potta.
Moltukassinn er tilbúinn og verður hann staðsettur í nánd við skólann. Í hverri stofu verður lítið ílát sem "lífrænt rusl" fer í, síðan sjá umsjónarmenn um að losa í stærra ílát. Allt sem fellur til á kennarastofu og mötuneyti ( heimilisfræði ) verður sett í moltukassann. Farið yfir nokkur "græn" verkefni sem hafa verið í vinnslu síðan 2005.
1) Endurnýting á pappír - ljósrita báðum megin.
2) Rafmagnssparnaður ( ljós og heitt vatn ).
3) Flokkun á pappír. Margt gott og gagnlegt hefur áunnist en ástæða þykir að vera vel vakandi og allir séu meðvitaðir um " græna skólann" okkar. Ákveðið að senda út smá fréttapistil til íbúa / foreldra og upplýsa þá um stöðu mála.
Fleira ekki gert og fundi slitið
HEE ritaði fund.
(Vantar fundargerðir frá skólaárinu 2005 - 2006 og 2006 - 2007 )
2005
30.11.2005
Mættir umhverfisráðsmenn allir nema Susanne, Þórey og Kristjana.
Umgengnisreglur um pappír og sorp eru nú í burðarliðnum og verða hengdar upp í skólanum á næstunni. Mikill áhugi er á því að setja upp svokallaðan Moltukassa til að láta í lífrænan úrgang sem til fellur í skólnaum s.s. bananahýði, appelsínubörk, eplakjarna, eggjaskurn og kaffikorg svo nokkuð sé nefnt. Undanskilið er þó fisk- og kjötúrgangur. Þá var ákveðið að flýta útgáfu fréttabréfs til allra íbúa hreppsins og dreifa því helst í næstu viku. Í fréttabréfinu verður fólk m.a. hvatt til að ferðast meira fótgangandi.
Fleira ekki gert og fundi slitið
G. Finnsson ritaði
9. 11. 2005
Mættir umhverfisráðsmenn allir nema Susanne.
Tekið fyrir þemað "Meðhöndlun á rusli" sem búið er að samþykka að vinna með. Rætt um að endurnýta pappír t.d. á þann hátt að ljósrita báðum megin á blaði, endurnýta umslög eins og hægt er og minnka almennt umfang pappírs. Í framhaldi af því var ákveðið að afþakka allan ruslpóst frá fyrirtækjum og stofnunum. Stefna að því að senda tölvupóst til foreldra í stað prentaðra blaða um viðburði í skólanum. Til þess að það megi verða þarf að fá netföng frá foreldrum en langflest heimili hafa yfir slíku að ráða. Síðan var rætt um að búa til reglur um flokkun á rusli og virkja alla jafnt kennara sem nemendur í það verkefni.
Fleira ekki gert og fundi slitið
G. Finnsson ritaði
2.11. 2005
Mættir umhverfisráðsmenn allir nema Kristjana
Haldið áfram að fara yfir gátlistann og hann tæmdur. Í framhladi af því var ákveðið að velja tvo þætti til að vinna með s.s. "Meðhöndlun á rusli" og " Flutningar og ferðir". Samþykkt var að vinna markvisst í téðum flokkum og semja fréttabréf til kynningar og senda foreldrum og reyndar ráðamönnum hreppsins. Landverd fær yfirlit yfir stöðu mála.
Fleira ekki gjört og fundi slitið
G. Finnsson ritaði fund.
19.10.2005
Mættir umhverfisráðsmenn: Daníel Freyr Kristínarson, Sigurður Jakobsson, Þórdís Fríða Emilsdóttir, Gunnar Finnsson, Jóna Björg Sveinsdóttir, S. Margrét Bragadóttir, Þórey Eiríksdóttir, Susanne Neumann og Kristjana Björnsdóttir.
Farið yfir umhverfisgátlista fyrir skóla á grænni grein. rætt um hvaða leiðir væri vænlegast að fara í umhverfismálum. Í framhladi af því setur skólinn sér markmið og geririr áætlun til að ná þeim og öðlast þannig rétt til að draga grænfánan að húni. Fundarmenn töldu brýnt að virkja alla í þessu verkefni, nemendur, foreldra og kennara. Ákveðið að hittast eftir viku og halda áfram yfirferð gátlistans
Fundi slitið
G. Finnsson ritaði fund.