Við í Grunnskólanum héldum árshátíðina okkar s.l. laugardag en
þar settu nemendur 1. - 10. bekkjar á svið leikritið Lísa í Undralandi eftir Klaus Hagerup. Í leikskrá segir þetta:" Í leikriti dagsins
er hin klassíska saga Lewis Carroll um Lísu sem ferðast til Undralands, í breyttri mynd þar sem talandi kanínur og syngjandi mús eru á meðal
atriða sem boðið er upp á. Ný lög í sýningunni eru eftir Hafþór Snjólf Helgason tónlistarstjóra." Nemendur
stóðu sig með stakri prýði og var sýningin vel sótt en um 90 manns drukku hátíðarkaffi að sýningu lokinni.
Undirbúningur sýningarinnar stóð í nokkrar vikur þar sem settar voru upp smiðjur þar sem nemendur tóku þátt í
leikrænni tjáningu, leikmynda- og búningagerð. Hér má sjá
myndir/pictures frá undirbúningunum og hér má svo sjá
myndir/pictures frá frumsýningunni.