Fjöruhreinsun

Í vor fóru nemendur grunnskólans og hreinsuðu burtu rusl úr Hellisfjöru og Kolbeinsfjöru . Alls eru þetta um eins kílómetra vegalengd. Töluvert var af rusli í Hellisfjöru en segja má að Kolbeinsfjaran hafi verið hrein. Þótt ótrúlegt sé höfðu nemendur ekki áður komið í Hellisfjöru en það er fjaran innan við höfnina. Kolbeinsfjaran er ein af okkar uppáhalds fjörum og alltaf gaman að koma þar. Hér má sjá myndirsem teknar voru þessa tvo daga sem hreinsunin tók okkur. Eins og sjá má var veðrið ólíkt þessa tvo daga.