Tumi Árnason mundar saxann í listaverksmiðjunni
Þessa dagana, 19. 29. mars stendur yfir á Borgarfirði eystri verkefni sem ber nafnið 720° - Listaverksmiðja. Að verkefninu standa fyrirtækið Já
Sæll ehf og tónlistarmennirnir Jónas Sigurðsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.
Markmið verkefnisins er að skapa gott umhverfi til tónlistarsköpunar á Borgarfirði og bjóða listamönnum að dvelja í þorpinu í
10 daga til að sækja innblástur, slappa af, njóta og kynnast samfélaginu í leiðinni. Alls eru 12 tónlistarmenn þessa stundina á
Borgarfirði sem taka þátt í þessu verkefni. Já Sæll ehf sér um umgjörðin, matseld og annað sem viðkemur tæknimálum og
aðbúnaði.
Hver dagur Listaverksmiðjunnar hefst með rólegri samverustund og hugleiðslu eftir morgunmatinn, en það er sem eftir lifir dags gerir hver og einn það sem
honum hentar. Alls er boðið upp á 4 rými í þorpinu sem eru ætluð til sköpunar og músíktilrauna af ýmsum toga. Auk þess
hefur verði komið upp litlu kaffihúsi í þorpinu fyrir þátttakendur og heimamenn sem er ætlað sem afdrep milli vinnutarna.
Á föstudaginn verður uppskeruhátíð í Fjarðarborg þar sem allir eru velkomnir að kíkja í heimsókn, og svo á
laugardagskvöldið verða stórtónleikar í Fjarðarborg með Prins Póló og Jónasi Sigurðssyni.