79 ára og kominn á nýjan bát

Eiríkur Gunnþórsson keypti sér nýjan bát á dögunum. Hann keypti bátinn Sæberg SU-112 frá Fáskrúðsfirði og mun hann heita Björgvin NS-1. Eiríkur sigldi bátnum á Seyðisfjörð þar sem hann var botnhreinsaður og málaður. Hann kom svo á bátnum í höfnina núna á föstudaginn síðasta.


Eiríkur varð 79 ára á dögunum og er þetta sjötti báturinn sem hann gerir út á. Árið 1953 keypti hann sér sinn fyrsta bát, þá 13 ára gamall. Sá bátur hét Rán NS-32 og var smíðaður hér á Borgarfirði af Sigurði S. Sveinssyni. Eiríkur og Dagur Björnsson keyptu saman bát árið 1962 frá Reyðarfirði sem fékk nafnið Skjótanes NS-49. Eiríkur fékk svo Hörð Björnsson til að smíða fyrir sig nýjan bát árið 1971 og fékk sá bátur nafnið Björgvin NS-1. Árið 1990 keypti hann sér nýjan bát, Hafbjörgu NS-1. Svo minnkaði hann við sig árið 2005 og keypti sér minni Hafbjörgu sem hann hefur róið á undanfarin ár. Sá bátur er þó ekki farinn úr firðinum en athafnamaðurinn Helgi Hlynur Ásgrímsson keypti hann.


Óskum við Eiríki til hamingju með nýja bátinn.

 

Myndirnar tók Helga Björg Eiríksdóttir

Mynd: Helga Björg Eiríksdóttir

Mynd: Helga Björg Eiríksdóttir

Mynd: Helga Björg Eiríksdóttir

Mynd: Helga Björg Eiríksdóttir

Mynd: Helga Björg Eiríksdóttir

Mynd: Helga Björg Eiríksdóttir