Á Brúnavíkursandi
Þá er farið að styttast í göngudagana sem við ætlum að vera með hérna á Borgarfirði um næstu helgi. Veðurguðirnir
hafa ekki verið okkur sérstaklega hliðhollir, en óvenjumikill snjór er í firðinum eftir hretið núna um daginn. Því hefur planinu
verið örlítið breytt.
Það sem hefur breyst er að á laugardeginum verður farið á Skálanes við Njarðvík en það er skemmtileg og stutt ganga sem ætti
að henta flestum í sæmilegu formi.
Svo verða Þrastarungarnir með leiksýningu á fimmtudagskvöldið þar sem á að sýna leikverkið Mold aftur. Stórgóð
sýning sem má hiklaust mæla með.
Svo verður opnað á Sunnudaginn steinasafn í Ævintýralandi í gamla pósthúsinu en þar verður hægt að sjá
gríðarlega tengundafjölbreytni steintegunda sem finnast á Borgarfjarðarsvæðinu.
Dagskráin er hér í heild sinni. Endilega deilið og látið sem flesta sjá þetta.