Árlegur aðalfundur Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi var haldinn í Fjarðarborg dagana 14. og 15. september og sáu heimamenn undirbúning fundarins,
og einnig um mat og skemmtun fyrir gesti.
Skipulögðu hreppstarfsmenn óvissuferð fyrir fundargesti þar sem farið var með þá á bátum út í Höfn frá
bryggjunni. Þar tók Kalli Sveins á móti þeim með veitingar en síðan var hópurinn fluttur á fjárvögnum
aftur inn á Bakkagerði. Sá Ferðaþjónustan Álfheimar um matinn og hljómsveitin Ungmennafélagið spilaði svo undir dansleik um
kvöldið.
Við fengum myndir af fundinum frá Andrési Skúlasyni.