Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að breytingu á aðalskipulagi ásamt drögum að nýju deiliskipulagi að Geitlandi Borgarfirði eystra skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð.
Um er að ræða breytingu í landi Geitlands á um 11 ha. svæði þar sem
landbúnaðarsvæði er breytt í iðnaðarsvæði fyrir
vatnsátöppunarverksmiðju, íbúðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði
fyrir tengda starfsemi. Gert er ráð fyrir vatnsöflun í landi Bakka.
Áætlanir
gera ráð fyrir framkvæmdum við byggingu verksmiðju, vatnstöku og
boranir fyrir vatni þar sem vinnsla grunnvatns verður um 2 l/sek.
Vatnsupptaka verður utan reits en borhola er í landi Bakka sem er í eigu
Borgarfjarðarhrepps.
Opið hús verður á hreppsstofu Bakkagerði, Borgarfirði eystra, fimmtudaginn 11. maí n.k. kl. 10:00 - 16:00.
Almenningi
verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða
senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa
Borgarfjarðarhrepps Hafnargötu 28, 710 Seyðisfirði eða á netfangið
sigurdur.jonsson@efla.is til og með 21. maí 2017.
Hægt er að nálgast breytingartillögu og nýtt deiliskipulagi hér fyrir neðan og á Hreppsstofu að Borgarfirði eystra.
Byggingarfulltrúinn í Borgarfjarðarhreppi