Álfaborgarsjens 2016 á Borgarfirði

Þrátt fyrir að Bræðslan sé búin þá er svo langt frá því að við séum hætt með skemmtilega viðburði hérna í firðinum. Næst tekur við Álfaborgarsjens og þar eru frábærir viðburðir í boði í Fjarðarborg.
Á föstudagskvöldið verður hið sívinsæla hagyrðingamót haldið og að þessu sinni er það undir stjórn Gísla Einarssonar. Hagyrðingar kvöldsins verða þeir Andrés Björnsson, Bjarki Karlsson, Friðrik Steingrímsson, Halla Gunnarsdóttir og Ingunn Snædal. Eftir hagyrðingamótið munu svo Jón Arngrímsson og félagar spila fyrir þá sem vilja halda áfram með gleði inn í nóttina.

Á laugardaginn verða svo stórtónleikar með hinum frábæra Óskari Péturssyni og undirleikaranum Eyþóri Inga Jónssyni. Þetta eru svokallaðir óskalagatónleikar þar sem gestir velja efnisskrána á staðnum úr lista með tæplega 300 lögum. Þeir félagar eru stórkostlegir tónlistarmenn en leggja líka mikla áherslu á grín og gaman á milli laga.

Fyrir tónleikana verður boðið upp á matarhlaðborð í Fjarðarborg. Skráning í matarhlaðborð stendur til kl 22:00 á fimmtudagskvölið í s: 472-9920

.