30.03.2011
Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar 2011 verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Dagskráin að þessu sinni samanstendur af tveimur leikverkum og tónlistarflutningi. Nemendur 1. - 5. bekkjar flytja okkur sögur af Bakkabræðrum, sem ættu
að vera flestum kunnugir. Nemendur 7. - 10. bekkjar flytja leikritið Mold eftir Jón Atla Jónasson, en leikverkið er hluti af Þjóðleik, verkefni sem
fræðsludeild Þjóðleikhússins stendur fyrir í samstarfi við aðila á Norður-og Austurlandi.
Húsið verður opnað kl. 13.30. Opnað verður inn í sal kl. 13.55. Sýningin hefst svo stundvíslega kl. 14.00, og eru gestir því vinsamlegast
beðnir um að mæta tímanlega.
Kaffihlaðborð verður að sýningu lokinni.
Miðaverð kr. 1500 (leiksýning og kaffihlaðborð). Frítt fyrir nemendur grunnskólans og börn 6 ára og yngri.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar