Bakkagerði. Höfuðborg Borgarfjarðarhrepps
Búið er að samþykkja ársreikning Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2011.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 104,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta
96,9 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,40% en lögbundið
hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var
álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,10% með álagi.
Rekstarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 3,9 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var
jákvæð sem nam 6,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011 nam 164,4 millj. kr. samkvæmt
efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 163,2 millj. kr.
Smellið hér til að skoða
ársreikning (PDF)
Jón Þórðarson Sveitarstjóri