ATHUGIÐ: Framlengdur umsóknarfrestur

Verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar hefur ákveðið að lengja umsóknarfrest í frumkvæðissjóð Brothættra byggða til 7. maí næstkomandi.

 

Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs hefur Alþingi samþykkt að veita 100 milljónum króna aukalega til Brothættra byggða á árinu 2020. Hluti þess fjármagns mun bætast við frumkvæðissjóði þátttökubyggðarlaganna og mun því úthlutunarfjárhæð hækka frá fyrri áætlun.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið munu liggja fyrir í byrjun næstu viku.