AUGLÝSING - Rekstur Hafnarhúss

Rekstraraðili óskast

 

Borgarfjarðarhreppur leitar tilboða í rekstur annarrar hæðar Hafnarhúss á Borgarfirði eystri. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af rekstri, menntun sem nýtist í starfi, þekkingu á markaðsmálum, hafi gaman af mannlegum samskiptum og sé áhugasamur um þjónustu við ferðamenn. Þekking á náttúru, staðháttum og starfsemi hafnarsvæðisins er æskileg. Búseta á Borgarfirði eystri er kostur.

Þjónustuhúsið í Borgarfjarðarhöfn er glænýtt hús sem reist var m.a. til að stýra umferð ferðamanna um svæðið en síðastliðið sumar er áætlað að tæplega 50.000 ferðamenn hafi lagt leið sína í Hafnarhólma, sem staðsettur er mót húsinu. Vandfundnar eru í heiminum betri aðstæður til að skoða lunda en í Hafnarhólma. Mikilvægt er að rekstur í húsinu verði í sátt við náttúru, fuglalíf og aðra starfsemi á hafnarsvæðinu.


Á fyrstu hæð hússins eru salerni og sturtur ásamt aðstöðu fyrir hafnarstarfsmenn. Á þriðju hæð hússins er opið sýningarrými og á þaki hússins er útsýnispallur. Önnur hæðin hentar t.d. vel til framreiðslu veitinga og/eða verslunarreksturs.


Rekstur skal hefjast eins fljótt og unnt er vorið 2020 og standa fram á haust. Í framhaldi verður gerð krafa um lágmarks opnunartíma frá 15. apríl til 15. september ár hvert. Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsóknum til starfsstöðvar Austurbrúar á Egilsstöðum í lokuðu umslagi eigi síðar en 12. mars nk. Umsóknareyðublað, matsblað og ítarefni má finna á heimasíðu Borgarfjarðarhrepps.


Nánari upplýsingar veita Jón Þórðarson, borg@eldhorn.is og Eyþór Stefánsson, eythor@austurbru.is