Við úthlutun styrkja Menningarráðs Austurlands fyrr á þessu ári fékk Héraðsskjalasafn Austfirðinga fjárstyrk til verkefnisins
Austfirsk menning í ljósmyndum. Markmið verkefnisins er að fara með sérsniðnar ljósmyndasýningar til byggðarlaga á starfssvæði
safnsins. Nú er komið að Borgarfirði. Miðvikudagskvöldið 10. október verður sýning í Fjarðarborg og hefst hún kl.
20:00.
Aðalefni sýningarinnar eru ljósmyndir frá Borgarfirði og af fólki þaðan. Auk þess verður á dagskránni stutt kynning á
starfsemi Héraðsskjalasafnsins og sýning myndskeiðum úr safni Austfirska sjónvarpsfélagsins og útibús Stöðvar 2 á Austurlandi.
Þau myndskeið eru frá 9. og 10. áratug síðustu aldar og gefa áhugavert þversnið af atvinnu- og mannlífi á Austurlandi á
þeim tíma. Myndefnið er bæði ljósmyndir og lifandi myndir og kemur úr safnkosti Héraðsskjalasafnsins og Ljósmyndasafns Austurlands.
Dagskráin verður u.þ.b. ein klukkustund að lengd og munu undirritaður og Arndís Þorvaldsdóttir hafa umsjón með henni.
Ég hvet Borgfirðinga til að fjölmenna á sýninguna.
Aðgangur er ókeypis.
Hrafnkell Lárusson
forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga