Borgarfjörður eystri, á Borgarfirði eystra

Borgarfjörður eystri eystra
Borgarfjörður eystri eystra
Um daginn hringdi maður í vefstjóra þessarar síðu og var frekar fúll og þá bara út af nafni hennar. Réttara væri að við hefðum lénið www.borgarfjordureystra.is. Það væri málfræðilega rétt og ættum við að leggja okkur fram við að leiðrétta þessa málvillum sem virðist vera orðin að málvenju. Örnefni og málfræði er mikið hitamál hjá sumum og er það bara gott. Krafðist hann þess að ég færi umsvifalaust í þetta mál. Ég ætla ekki að taka afstöðu með því hvað er rétt eða rangt en það er því miður ekki hægt að breyta léninu svo auðveldlega. þá þyrfti ég að byrja alla vinnu upp á nýtt við að tengja síðuna út um allan heim.

Svona þegar maður fer að hugsa um þetta ná er þetta notað sitt á hvað. Á Vísindavef Háskóla Íslands er að finna svar vefsins um þessar vangaveltur.

Hvort sem ég sé á Borgarfirði eystri eða Borgarfirði eystra þá er mér eiginlega alveg sama, það er alveg jafn fallegt sama hvort það er...  Því höldum við okkur við nafn síðunnar áfram :)