Borgfirðingar vinir og vandamenn! Þá er nú komið að hinum árlega kaffidegi
Borgfirðingafélagsins en hann verður 18. nóvember í Gullsmára 13 eins og venjulega.
Við opnum húsið kl 14.00. Við hvetjum ykkur til að koma og fá ykkur „kaffi og meðí“. Eins og alltaf og hefur verið svo lengi sem menn muna eru
eldri borgararnir okkar sérstaklega boðnir til þessarar samkomu og ég hvet yngra fólkið til þess að gefa sér tíma og koma með
fólkið sitt, foreldrana, börnin og barnabörnin (það er frítt fyrir elstu-og yngstu kynslóðina).
Það er gott og gaman að geta komið saman á degi sem þessum og hitta vini og vandamenn, eiga við þá spjall, skiptast á fréttum og
síðast en ekki síst að að fá eitthvað gott í gogginn, veitingar, sem við erum svo góð í að reiða fram. Við eigum von
á söng og upplestri en við leggjum okkur fram eins og alltaf að vera bæði menningarleg og skemmtileg.
Stella er með eitthvað sem hún ætlar að lesa fyrir okkur.
Eygló Rúnarsdóttir (Rúnars á Bjargi) söngkona kemur og syngur fyrir okkur að þessu sinni, meðleikari hennar er Friðrik Vignir
Stefánsson.
Kl. nákvæmlega 14.30 mun hinn vinsæli tónlistamaður Svavar Knútur (ættaður frá Borgarfirð) koma og kynna fyrir okkur tónlist
sína með söng og spili.Það verður hægt að kaupa diskana hans í leiðinni en þeir eru ljúfir og yndislegir, góðir til gjafa.
Ekki missa af þessu.
Kæru félagar við vonumst eftir að sjá ykkur í kaffinu og takið með ykkur gesti.
Bestu kaffikveðjur til ykkar allra
Stjórn Borgfirðingafélagsins
(Tekið af
fésbókarsíðu Borgfirðingafélagsins)