Edda Heiðrún Backman
Myndlistarkonan Edda Heiðrún Back er þessa dagana með myndlistarsýningu á Borgarfirði sem ber nafnið Gengilbeinur háloftanna. Sýningin er
í Vinaminni og þar er opið frá 14-17 fram til 4. ágúst
Edda er munnmálari og hefur fengist við strigann síðan haustið 2008. Hún hóf þó feril sinn sem leik-og söngkona og starfaði á
sviði í tuttugu ár, einnig við kvikmyndir og í sjónvarpi. Eftir að Edda greindist með MND fyrir um tíu árum síðan færði
hún sig hinum megin við sviðið og leikstýrði sex leiksýningum á borð við Sölku Völku o.fl. verkum.
Í dag fæst Edda mest við myndlist. Sköpunin heldur henni lifandi, ekki aðeins lifandi sem tilfinningarvera, heldur bókstaflega lífsviljanum og
líkama. Fyrsta einkasýningin hennar bar nafnið “Ein leið” og var haldin árið 2010, síðan hefur hún haldið margar
sýningar.
Við hvetjum alla Borgfirðinga og alla sem eiga leið til Borgarfjarðar að kíkja á þessa stórmögnuðu sýningu.