Rauði krossinn á Vopnafirði hefur verið í viðræðum um sameiningu við deildina á Héraði og Borgarfirði eystra. Stofnfundur þessarar sameinuðu deildar var haldinn á Bókakaffinu Hlöðum í Fellabæ þann 29. október. Samþykkt var að nýja deildin heiti Rauði
Samþykkt var að nýja deildin heiti Rauði krossinn í Múlasýslu í
samræmi við nafngiftir annarra Rauðakrossdeilda á landinu. Starfssvæði
deildarinnar markast af Vopnafirði, Fljótsdalshéraði og Borgarfirði
eystra.
Deildarstjórnin verður fimm manna og allt að fjórir í varastjórn.
Þrír stjórnarmenn skulu koma frá Héraði, einn frá Vopnafirði og einn frá
Borgarfirði eystra. Varamenn eru boðaðir á stjórnarfundi og hafa
málfrelsi og tillögurétt. Varamenn skiptast þannig að tveir séu frá
Héraði, einn frá Borgarfirði og annar frá Vopnafirði. Sameiningin gengur
í gildi 1. janúar 2019.
Guðný Björnsdóttir frá Landsskrifstofu Rauða krossins og Sveinn
Kristinsson, formaður samtakanna, mættu á stofnfundinn ásamt
stjórnarmönnum deildanna og sjálfboðaliðum.