Skeytið fannst í fjörunni við Gunnólfsvíkurfjall
Fannst við Gunnólfsvíkurfjall
20. september 2012 sendu börn í félagsmálum yngri hóps flöskuskeyti frá bryggjunni neðan við kaupfélagið. Í gær barst
okkur svo eftirfarandi bréf:
"Sendir þér upplýsingar um flösku skeyti sem þú og nemendur
sendu frá Bakkagerði. Því miður verð ég að hryggja ykkur með því að í
þetta sinn ferðaðist skeytið ekki ýkja langt þvi við hjónin fundum það í fjörunni undir Gunnólfsvíkurfjalli um miðjan
júní. Við gistum í húsbíl okkar í Gunnólfsvík og fengum okkur göngutúr út með fjörunni þar sem við
gengum fram á skeytið.
Kveðja Steinarr og Ásta Gunna"
Í dag munum við síðan senda út annað skeyti og verður spennadi að sjá hvar það endar :)