Breiðuvík - Úr myndasafni Skarphéðins Þórissonar
Rétt í þessu var verið að dæla inn fleiri flugmyndum af Borgarfirði og Víkum á síðuna, og í þetta sinn eru það
myndir frá Skarphéðni Þórissyni en hann hefur verið duglegur við að flögra hér yfir okkur gegnum tíðina vopnaður
myndavél.
Skarphéðinn býr á héraði, líffræðingur að mennt og vinnur hjá Náttúrustofu Austurlands þar sem hann fæst
við rannsóknir á hreindýrum, en hann er einnig mikill fróðleiksbanki um gróður, jarðfræði og landmótun og þá er ekki
leiðinlegt að hafa svona svæði eins og okkar til að skoða úr lofti.
Við kunnum Skarphéðni miklar þakkir fyrir að fá að birta þessar myndir hérna á síðunni. Allar þessar myndir eru til í
mun betri upplausn en því miður er ekki er hægt að koma þeim fyrir á síðunni í fullum gæðum.
Smellið hér til að skoða myndasafnið
Njótið vel