Úti á Álfheimum í dag
Fréttastofan fór á stúfana í dag og smellti nokkrum myndum af því sem er verið að gera í firðinum, en hér er mikið af
iðnaðarmönnum þessa dagana við allskyns verkefni.
Á bökku
num er mikið um að vera eins og undanfarin ár, en þriðja húsið í Álfheima
trílógíunni kom í dag ofan af héraði og var byrjað að reisa í dag, en platan var steypt fyrir nokkrum vikum síðan. Húsið er
vel á 400 fm að flatarmáli og þar verða 12 herbergi til viðbótar, auk setustofu fyrir gesti. Þar eru nú að störfum góður slatti
af iðnaðarmönnum, en það er vel á annan tuginn af iðnaðarmönnum í firðinum þessa stundina.
Úti í höfn er verið að byggja nýja bryggju undir styrkri handleiðslu Magnúsar
Þórarinssonar, og miðar því verki ágætlega þó þar séu aðeins héraðsmenn að störfum. En þeir eru
víst búnir að átta sig á sjávarföllum og öðru sem þarf að hafa í huga við sjóinn og er stefnt að því
að hún verði kominn í notkunn eftir ekki svo langan tíma ef allt gengur að óskum.
Svo er allt á fullu í fyrstihúsinu gamla en þar er verið að útbúa gistiheimili sem á
að taka til starfa þann 1. júní. Búið er að grafa í Hjallhólinn og þar er gengið inn á efri hæðina. Hörður og
Pétur Örn vinna þar við að útbúa herbergi og annað sem þarf til þess að þetta verði tilbúið fyrir gesti.
Svo er verið að innrétta niðri á heiði og standa þar hreppararnir í ströngu í sparslvinnu og öðru.
Svo segja menn að hér sé ekkert að gerast !!!