Eins og áður hefur komið fram hefur frestur til að skila inn styrkumsóknum í frumkvæðissjóð Betri Borgarfjarðar verið framlengdur til fimmtudagsins 7. maí nk.
Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs hefur Alþingi samþykkt að veita aukalega 100 m.kr. til brothættra byggða á árinu 2020. Fyrir okkur þýðir þetta að fjármagn í frumkvæðissjóð Betri Borgarfjarðar (þennan venjulega) eykst um 8,5 milljónir og verður þ.a.l. 13,5 milljónir í allt.
Á þessu ári verður einnig úthlutað úr svokölluðum Öndvegissjóði samtals 40 milljónum króna. Öll byggðalögin sjö sem falla undir verkefni Brothættra byggða geta sótt í þennan sjóð. Þær umsóknir sem berast í frumkvæðissjóðinn verða metnar af verkefnisstjórn hvers byggðarlags og úr þeim hópi eru valin tvö úrvalsverkefni sem gefst kostur á að sækja einnig í Öndvegissjóðinn. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta nánar hér til hliðar.
Allar nánari upplýsingar og nauðsynleg gögn er að finna hér. Eftir sem áður er velkomið að hafa samband við verkefnisstjóra í s. 470 3860 eða með tölvupósti á aldamarin@austurbru.is.