Gaman í desember

Álfaborgin
Álfaborgin
Margar hefðir hafa skapast í skólanum í gegnum tíðina og desembermánuði fylgir heilmikið jólastúss hjá okkur. Við byrjuðum að æfa dagskrá fyrir Litlu jólin í vikunni, en þemað í ár eru heiðurshjónin Grýla og Leppalúði.Við hengjum jólamyndir í glugga á hverju ári og dansað er í kring um jólatréð sem sett er upp við Fjarðarborg  þegar ljósin eru tendruð á því. Í ár voru einnig sett upp útiljós á leikskólalóðinni.  Þau munu lýsa upp lóðina í svartasta skammdeginu í vetur. Síðastliðinn miðvikudag dunduðu nemendur sér við laufabrauðsgerð og piparkökuskreytingar áður en skundað var í Álfaborgina með friðarkerti. Jólaföndrið var notaleg fjölskyldustund seinnipart fimmtudags 10.desember og þökkum við foreldrum leik- og grunnskólabarna kærlega fyrir komuna. 

Í síðustu viku  fyrir jólafrí  fara æfingar fyrir jólaskemmtunina á fullt en Litlu jólin verða haldin hátíðleg með tilheyrandi jólaballi og veitingum fimmtudaginn 17. desember kl. 18:00. 

17. desember er svokallaður tvöfaldur dagur og er hann síðasti skóladagur fyrir jólafrí.

Skólastarf í leik- og grunnskólanum hefst að loknu jólaríi, þriðjudaginn 5.janúar, samkvæmt stundaskrá.
 
Hér má sjá myndir frá ýmsu skemmtilegu í desember.