Gengin spor eftir Bjarna Steinsson.

Föstudaginn 18. júlí næstkomandi kl. 20:00 er ljóðahátíð í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra, fyrir tónleika Creedence Travellin band. Þá kemur út ljóðabókin Gengin spor eftir Bjarna Steinsson  (1902-1963). Lesið verður úr bókinni, vísur sungnar og Bjarna minnst. Aðgangur er ókeypis.

Á staðnum verður hægt að skrá sig fyrir eintaki af bókinni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Undirbúningsnefndin