Gissur Ó. Erlingsson. Myndin var tekin þegar Gissur var hundrað ára. (Ljósm. Tómas Jónasson.)
Gissur Ó. Erlingsson loftskeytamaður, fyrrverandi umdæmisstjóri Pósts og síma og löggiltur skjalaþýðandi er 104
ára í dag, fæddur í Brúnavík við Borgarfirði eystra 21. mars 1909.
Hann er fimmti elsti núlifandi Íslendingurinn og elstur karla. Gissur býr í Seljahlíð í
Reykjavík, minnið er gott en heyrnin farin að daprast. Hann hefur þýtt 160 bækur og á um 150 afkomendur. Tæp 85 ár eru síðan hann lauk
stúdentsprófi, sem er Íslandsmet. Gissur stofnaði tvo golfklúbba og lék golf fram yfir nírætt. Hann var umdæmisstjóri Rotary á
Íslandi í eitt ár.
Ættliðirnir í karllegginn eru orðnir sex talsins. Meðal afkomenda hans má nefna Kristján Gissurarson, organista á Eiðum, Didda fiðlu (Sigurð
Rúnar Jónsson) og son hans Ólaf Kjartan Sigurðarson, stórsöngvara.
Við á fréttasíðunni óskum Gissuri hjartanlega til hamingju og sendum honum kveðju að austan frá Borgarfirði.
Upplýsingar frá Langlífi á facebook